Nær ekki að hrista undirheimana af sér Viktoría Hermannsdóttir skrifar 14. nóvember 2015 15:00 Stefán Máni segir erfitt að hrista undirheimana alveg af sér. Fréttablaðið/GVA „Ég næ aldrei að hrista þessa undirheima alveg af mér. Mér finnst þeir alltaf pínu spennandi og hef gaman af því að skrifa um þá,“ segir Stefán Máni Sigþórsson. Á fimmtudag kom út spennusagan Nautið, sem er sextánda bók Stefáns Mána. Aðalsöguhetja bókarinnar er Hanna, sveitastelpa sem flytur til borgarinnar þar sem hún lendir í vafasömum félagsskap. Sögusviðin eru tvö, bóndabær á Íslandi og undirheimar Reykjavíkur. „Þetta fléttast síðan allt saman. Bókin byrjar á því að tvær túristastelpur koma á bóndabæ þar sem skelfilegir atburðir hafa gerst. Hanna ólst upp á þessum bóndabæ en hrökklast þaðan.Hún reynir að fóta sig í borginni en er ólánið uppmálað og flækist í vondan félagsskap. Hún á kærasta sem er glæpamaður og er sjálf að fikta í dópi. Hennar heilbrigðasta samband í lífinu er við bróður hennar sem er þroskahamlaður og býr enn þá í sveitinni,“ segir hann. „Það er heilmikið plott í bókinni og það spilast inn í þetta flétta í undirheimunum sem snýst um demanta sem er rænt í innbroti á Seltjarnarnesi. Þetta er mikið kapphlaup og spenna í kringum þessa demanta sem skipta um eigendur og hverfa svo. Þetta fléttast síðan allt inn í örlagasögu Hönnu.“ Undirheimarnir hafa verið áberandi í bókum Stefáns Mána og það er engin undantekning frá því í þessari bók. „Það virkar alltaf vel að blanda saman heiminum okkar og undirheimunum. Þessi barátta góðs og ills í bland við samfélagslegar sundrungar hentar vel í drama,“ segir Stefán Máni sem sækir sér meðal innblástur í fréttir af undirheimunum. „Ég fylgist með fréttum og heyri sögur. Ég bý líka enn að öllum rannsóknunum sem ég gerði í kringum Svartur á leik.“ Ofbeldi er líka áberandi í bókinni líkt og hefur gjarnan verið í bókum hans. Af hverju allt þetta ofbeldi? „Ofbeldi er frábært skemmtiefni innan gæsalappa. Mér finnst ofbeldi skelfilegt og er hræddur við það en er að hluta til að skrifa um það því mér finnst það óþægilegt en líka heillandi út frá sálfræðilegu og mannlegu sjónarhorni,“ segir hann. Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Ég næ aldrei að hrista þessa undirheima alveg af mér. Mér finnst þeir alltaf pínu spennandi og hef gaman af því að skrifa um þá,“ segir Stefán Máni Sigþórsson. Á fimmtudag kom út spennusagan Nautið, sem er sextánda bók Stefáns Mána. Aðalsöguhetja bókarinnar er Hanna, sveitastelpa sem flytur til borgarinnar þar sem hún lendir í vafasömum félagsskap. Sögusviðin eru tvö, bóndabær á Íslandi og undirheimar Reykjavíkur. „Þetta fléttast síðan allt saman. Bókin byrjar á því að tvær túristastelpur koma á bóndabæ þar sem skelfilegir atburðir hafa gerst. Hanna ólst upp á þessum bóndabæ en hrökklast þaðan.Hún reynir að fóta sig í borginni en er ólánið uppmálað og flækist í vondan félagsskap. Hún á kærasta sem er glæpamaður og er sjálf að fikta í dópi. Hennar heilbrigðasta samband í lífinu er við bróður hennar sem er þroskahamlaður og býr enn þá í sveitinni,“ segir hann. „Það er heilmikið plott í bókinni og það spilast inn í þetta flétta í undirheimunum sem snýst um demanta sem er rænt í innbroti á Seltjarnarnesi. Þetta er mikið kapphlaup og spenna í kringum þessa demanta sem skipta um eigendur og hverfa svo. Þetta fléttast síðan allt inn í örlagasögu Hönnu.“ Undirheimarnir hafa verið áberandi í bókum Stefáns Mána og það er engin undantekning frá því í þessari bók. „Það virkar alltaf vel að blanda saman heiminum okkar og undirheimunum. Þessi barátta góðs og ills í bland við samfélagslegar sundrungar hentar vel í drama,“ segir Stefán Máni sem sækir sér meðal innblástur í fréttir af undirheimunum. „Ég fylgist með fréttum og heyri sögur. Ég bý líka enn að öllum rannsóknunum sem ég gerði í kringum Svartur á leik.“ Ofbeldi er líka áberandi í bókinni líkt og hefur gjarnan verið í bókum hans. Af hverju allt þetta ofbeldi? „Ofbeldi er frábært skemmtiefni innan gæsalappa. Mér finnst ofbeldi skelfilegt og er hræddur við það en er að hluta til að skrifa um það því mér finnst það óþægilegt en líka heillandi út frá sálfræðilegu og mannlegu sjónarhorni,“ segir hann.
Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira