Enski boltinn

Enn tapar Aston Villa

Anton Ingi Leifsson skrifar
Villa tapar og tapar.
Villa tapar og tapar. Vísir/Getty
Newcastle, Stoke og WBA unnu öll 1-0 sigra í leikjum sínum sem fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í dag. Aston Villa tapaði sínum sjöunda leik í röð í deildinni.

Papiss Cisse skoraði eina mark Newcastle í góðum sigri á lánlausu liði Aston Villa. Villa hefur tapað sjö leikjum í röð í deildinni og eru í nítjánda sæti deildarinnar. Newcastle er í því ellefta.

Bjargvætturinn, Peter Crouch, tryggði Stoke þrjú stig gegn Hull á Brittania Stadium. Sigurmarkið kom átján mínútum fyrir leikslok. Stoke í tíunda sæti, en Hull í því fimmtánda.

WBA vann óvænatn sigur á Southampton. Saido Berahinio skoraði sigurmarkið, en það kom eftir tveggja mínútna leik. WBA er í þrettánda sæti deildarinnar, en Southampton er í því fimmta. Þeir urðu af mikilvægum stigum í fallbaráttunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×