Stáltaugar og bein í nefinu eru nauðsyn 23. maí 2015 12:00 Helga Möller Vísir Vísir heyrði í nokkrum Eurovision-förum og spurði út í frammistöðu okkar og úrslit fimmtudagskvöldsins þar sem Ísland lenti komst ekki áfram. Helga Möller: Þekkir stressið af eigin raun „Hún var greinilega stressuð, og ég þekki það af eigin raun að það er erfitt að eiga við ef það nær tökum á manni. Þegar ég lenti í 16. sæti fannst mér ég hafa brugðist þjóðinni, en þá voru ekki neinir samfélagsmiðlar og í dag geta þeir sem þar skrifa verið ansi harðorðir. En hún er glæsileg, þessi stúlka, kemur vel fyrir og skilaði vel af sér. Ég er viss um að hún hefur bein í nefinu og það er heilmikið varið í hana,“ segir Helga Möller. Aðspurð um úrslitakvöldið segir hún þetta: „Ég er eiginlega með fimm lönd sem koma til greina: Ítalía, Rússland, Ástralía, Noregur og Svíþjóð. Rússland kom mér á óvart og Lettland líka, en ég á erfitt að segja til um hver vinnur.“Eyþór Ingi: Getum verið óvægin „Það þarf stáltaugar í þetta og mér fannst hún standa sig ótrúlega vel. Vandamálið við Eurovision er ekki að syngja fyrir allan þennan fjölda í salnum. Panikkið kemur þegar er kveikt á myndavélunum og þetta fer í beina útsendingu. Að syngja í Eurovision er ekkert mál, en að syngja fyrir Íslendinga í Eurovision er erfiðara. Við getum verið svolítið óvægin,“ segir Eyþór Ingi Gunnlaugsson. Hann var á leið norður þar sem hann ætlar að njóta helgarinnar með fjölskyldunni. „Annars hef ég lítið fylgst með keppninni, líkt og áður. Ég er bara spenntur að horfa á þetta með krökkunum með snakk í skál og hafa gaman.“Sverrir StormskerSverrir Stormsker: Hefði mátt hækka um heiltón „Þetta var glæsilegt hjá henni, hún stóð sig helvíti vel. Það kom falskur tónn hjá henni, en það er allt í lagi, það gerist hjá öllum. Lagið var líka stórfínt, en það vantar alla melódíu í það. Ég hugsa að ef lagið hefði verið hækkað um heiltón, þá hefði það komið betur út. Byrjunin varð svolítið ógreinileg og það var eins og hún væri að muldra,“ segir Sverrir Stormsker um frammistöðu íslenska hópsins. „Annars hef ég ekki hugmynd um hvernig þetta fer. Það eina sem ég hef hlustað á er íslenski flutningurinn og hef ekki hugmynd um hvernig hitt stöffið er. Mér finnst líka alltaf betra að horfa á þetta ferskt á laugardeginum.“ Birgitta HaukdalBirgitta Haukdal: Áttum að lauma okkur í úrslit „Hún skein eins og stjarna á sviðinu. Alveg ótrúlega falleg og sjarmerandi. Hún stóð sig ágætlega og við getum verið stolt af frammistöðunni. Á meðan við erum að senda út fólk sem er ekki með meiri reynslu en þetta þá er það eðlilegt að verða stressaður. Þetta var ekki okkar besta rennsli og riðillinn var erfiður, en við hefðum alveg átt að lauma okkur í úrslitin,“ segir Birgitta Haukdal, aðspurð um framlag Íslands í undankeppninni. En hver fer með sigur af hólmi? „Ég er í íslensku dómnefndinni, þannig að ég get ekki verið að segja mikið. En það er fullt af flottum og sterkum lögum, þannig að það verður erfitt að sjá hver vinnur. Það getur allt gerst á þessum þremur mínútum.“ Eurovision Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Vísir heyrði í nokkrum Eurovision-förum og spurði út í frammistöðu okkar og úrslit fimmtudagskvöldsins þar sem Ísland lenti komst ekki áfram. Helga Möller: Þekkir stressið af eigin raun „Hún var greinilega stressuð, og ég þekki það af eigin raun að það er erfitt að eiga við ef það nær tökum á manni. Þegar ég lenti í 16. sæti fannst mér ég hafa brugðist þjóðinni, en þá voru ekki neinir samfélagsmiðlar og í dag geta þeir sem þar skrifa verið ansi harðorðir. En hún er glæsileg, þessi stúlka, kemur vel fyrir og skilaði vel af sér. Ég er viss um að hún hefur bein í nefinu og það er heilmikið varið í hana,“ segir Helga Möller. Aðspurð um úrslitakvöldið segir hún þetta: „Ég er eiginlega með fimm lönd sem koma til greina: Ítalía, Rússland, Ástralía, Noregur og Svíþjóð. Rússland kom mér á óvart og Lettland líka, en ég á erfitt að segja til um hver vinnur.“Eyþór Ingi: Getum verið óvægin „Það þarf stáltaugar í þetta og mér fannst hún standa sig ótrúlega vel. Vandamálið við Eurovision er ekki að syngja fyrir allan þennan fjölda í salnum. Panikkið kemur þegar er kveikt á myndavélunum og þetta fer í beina útsendingu. Að syngja í Eurovision er ekkert mál, en að syngja fyrir Íslendinga í Eurovision er erfiðara. Við getum verið svolítið óvægin,“ segir Eyþór Ingi Gunnlaugsson. Hann var á leið norður þar sem hann ætlar að njóta helgarinnar með fjölskyldunni. „Annars hef ég lítið fylgst með keppninni, líkt og áður. Ég er bara spenntur að horfa á þetta með krökkunum með snakk í skál og hafa gaman.“Sverrir StormskerSverrir Stormsker: Hefði mátt hækka um heiltón „Þetta var glæsilegt hjá henni, hún stóð sig helvíti vel. Það kom falskur tónn hjá henni, en það er allt í lagi, það gerist hjá öllum. Lagið var líka stórfínt, en það vantar alla melódíu í það. Ég hugsa að ef lagið hefði verið hækkað um heiltón, þá hefði það komið betur út. Byrjunin varð svolítið ógreinileg og það var eins og hún væri að muldra,“ segir Sverrir Stormsker um frammistöðu íslenska hópsins. „Annars hef ég ekki hugmynd um hvernig þetta fer. Það eina sem ég hef hlustað á er íslenski flutningurinn og hef ekki hugmynd um hvernig hitt stöffið er. Mér finnst líka alltaf betra að horfa á þetta ferskt á laugardeginum.“ Birgitta HaukdalBirgitta Haukdal: Áttum að lauma okkur í úrslit „Hún skein eins og stjarna á sviðinu. Alveg ótrúlega falleg og sjarmerandi. Hún stóð sig ágætlega og við getum verið stolt af frammistöðunni. Á meðan við erum að senda út fólk sem er ekki með meiri reynslu en þetta þá er það eðlilegt að verða stressaður. Þetta var ekki okkar besta rennsli og riðillinn var erfiður, en við hefðum alveg átt að lauma okkur í úrslitin,“ segir Birgitta Haukdal, aðspurð um framlag Íslands í undankeppninni. En hver fer með sigur af hólmi? „Ég er í íslensku dómnefndinni, þannig að ég get ekki verið að segja mikið. En það er fullt af flottum og sterkum lögum, þannig að það verður erfitt að sjá hver vinnur. Það getur allt gerst á þessum þremur mínútum.“
Eurovision Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira