Ísland fékk aðeins 14 stig í undanúrslitum Eurovision. Framlag okkar endaði í fimmtánda sæti, nokkuð frá því að komast áfram í úrslitakeppnina sem fram fór í kvöld.
Sæti landanna hefur nú verið birt á vefsíðu Eurovision. Þar kemur fram að sænska lagið var með nokkuð öruggan sigur í undanúrslitunum en á eftir þeim komu Lettar.
Aðeins San Marínó og Sviss fengu færri stig í riðlinum okkar en í hinum riðlinum sátu Finnar á botninum með þrettán stig.

