Viðburðinum "Kæra Eygló“ lokið: „Miðjarðarhafið er ekki kastalasíki fyrir aðra til að drukkna í“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 4. september 2015 22:34 Bryndís Björgvinsdóttir er stofnandi síðunnar. Vísir Bryndís Björgvinsdóttir batt enda á viðburðinn Kæra Eygló klukkan átta í kvöld. Hún segir árangurinn sýnilegan og telur að tilganginum hafi verið náð. Næstu skref eru að vinna úr upplýsingunum sem fram komu á viðburðinum. „Upphaflega hugmyndin var að gefa fólki tækifæri á að leggja til hugmyndir um hvernig við getum hjálpað flóttamönnum frá Sýrlandi og sýnt fram á að fólk hér á landi hafi vilja og getu til að gera betur, aðstoða meira og bregðast hraðar við en gert hefur verið,“ skrifaði Bryndís. Sautján þúsund manns voru skráðir á viðburðinn og tilboðin létu ekki á sér standa. Íslendingar lýstu því hver af öðrum yfir að þeir væru tilbúnir til að taka á móti manneskju eða styðja við hana með einhverjum hætti.Myndin sýnir flóttamenn brjóta sér leið til Tyrklands.vísir/afpMiðjarðarhafið ekki kastalasíki fyrir aðra að drukkna í „Ykkar framlög hafa haft ótrúleg áhrif og er árangurinn þegar orðinn raunverulegur og sýnilegur: Margir hafa skráð sig sem sjálfboðaliðar hjá Rauða Krossinum, umræðan um mikilvægi þess að aðstoða flóttamenn frá Sýrlandi hefur aukist í fjölmiðlum og ríkisstjórnin hefur fundið fyrir þrýstingnum,“ skrifaði Bryndís. „Við munum á næstunni vinna myndband upp úr ferlinu og upplýsingunum, fréttunum og viðbrögðunum. Eygló fær aðgang að bréfunum, sem sýna eindreginn vilja margra til að gera betur og geyma einnig gagnlegar hugmyndir um móttöku flóttafólks. Klukkan 20:00 í kvöld lýkur viðburðinum og eftir það minnkar virkni þessarar síðu. Hins vegar mun baráttunni alls ekki ljúka og þrýstingnum ekki linna fyrr en við fáum skýrari svör frá yfirvöldum um hversu margir koma og hvenær.“ Hún segir baráttuna halda áfram og segir það miður en jafnframt frábært því að hún skilar árangri. „Að lokum: Miðjarðarhafið er ekki kastalasíki fyrir aðra til að drukkna í. Við hefðum getað bjargað fólki frá því að fara á ofhlöðnum tuðrum yfir hafið, en við erum kannski of hrædd og sjálfhverf. Hrædd við hvað? Fréttamyndirnar tala sínu máli: Börn. Og annað fólk. Fólk með börn. Kærar þakkir, allir sem hafa tekið þátt og þessir fjölmörgu sjálfboðaliðar sem hafa haldið utan um síðuna, barist við rasista, komið með hugmyndir, þýtt og farið í viðtöl. Í raunvísindum segir að 1 + 1 + 1 séu þrír en þegar litið er til samfélagsmiðla og samtakamáttarins þá verða stundum 1 + 1 + 1 = 16.000. Lifi samtakamátturinn, friður og samkennd.“Hér má sjá færslu Bryndísar. Flóttamenn Tengdar fréttir Ætla að ganga til Austurríkis Hundruð flóttamanna komust hjá lokun lögreglu í Ungverjalandi og ætla sér nú að ganga til Austurríkis. 4. september 2015 14:32 Níu af hverjum tíu landsmönnum vilja taka á móti flóttamönnum Stuðningsmenn Bjartrar framtíðar vilja taka á móti flestum flóttamönnum en stuðningsmenn Framsóknar fæstum. 4. september 2015 12:45 Vilja bindandi kvóta fyrir flóttamenn Forseti leiðtogaráðs ESB hvetur Evrópuríki til að taka við 100.000 flóttamönnum. Viktor Orban, forseti Ungverjalands, segir flóttamannavandann vera vanda Þýskalands. Erdogan, forseti Tyrklands, segir að flóttamannavandinn sé á ábyrgð ves 4. september 2015 07:00 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Innlent Fleiri fréttir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Sjá meira
Bryndís Björgvinsdóttir batt enda á viðburðinn Kæra Eygló klukkan átta í kvöld. Hún segir árangurinn sýnilegan og telur að tilganginum hafi verið náð. Næstu skref eru að vinna úr upplýsingunum sem fram komu á viðburðinum. „Upphaflega hugmyndin var að gefa fólki tækifæri á að leggja til hugmyndir um hvernig við getum hjálpað flóttamönnum frá Sýrlandi og sýnt fram á að fólk hér á landi hafi vilja og getu til að gera betur, aðstoða meira og bregðast hraðar við en gert hefur verið,“ skrifaði Bryndís. Sautján þúsund manns voru skráðir á viðburðinn og tilboðin létu ekki á sér standa. Íslendingar lýstu því hver af öðrum yfir að þeir væru tilbúnir til að taka á móti manneskju eða styðja við hana með einhverjum hætti.Myndin sýnir flóttamenn brjóta sér leið til Tyrklands.vísir/afpMiðjarðarhafið ekki kastalasíki fyrir aðra að drukkna í „Ykkar framlög hafa haft ótrúleg áhrif og er árangurinn þegar orðinn raunverulegur og sýnilegur: Margir hafa skráð sig sem sjálfboðaliðar hjá Rauða Krossinum, umræðan um mikilvægi þess að aðstoða flóttamenn frá Sýrlandi hefur aukist í fjölmiðlum og ríkisstjórnin hefur fundið fyrir þrýstingnum,“ skrifaði Bryndís. „Við munum á næstunni vinna myndband upp úr ferlinu og upplýsingunum, fréttunum og viðbrögðunum. Eygló fær aðgang að bréfunum, sem sýna eindreginn vilja margra til að gera betur og geyma einnig gagnlegar hugmyndir um móttöku flóttafólks. Klukkan 20:00 í kvöld lýkur viðburðinum og eftir það minnkar virkni þessarar síðu. Hins vegar mun baráttunni alls ekki ljúka og þrýstingnum ekki linna fyrr en við fáum skýrari svör frá yfirvöldum um hversu margir koma og hvenær.“ Hún segir baráttuna halda áfram og segir það miður en jafnframt frábært því að hún skilar árangri. „Að lokum: Miðjarðarhafið er ekki kastalasíki fyrir aðra til að drukkna í. Við hefðum getað bjargað fólki frá því að fara á ofhlöðnum tuðrum yfir hafið, en við erum kannski of hrædd og sjálfhverf. Hrædd við hvað? Fréttamyndirnar tala sínu máli: Börn. Og annað fólk. Fólk með börn. Kærar þakkir, allir sem hafa tekið þátt og þessir fjölmörgu sjálfboðaliðar sem hafa haldið utan um síðuna, barist við rasista, komið með hugmyndir, þýtt og farið í viðtöl. Í raunvísindum segir að 1 + 1 + 1 séu þrír en þegar litið er til samfélagsmiðla og samtakamáttarins þá verða stundum 1 + 1 + 1 = 16.000. Lifi samtakamátturinn, friður og samkennd.“Hér má sjá færslu Bryndísar.
Flóttamenn Tengdar fréttir Ætla að ganga til Austurríkis Hundruð flóttamanna komust hjá lokun lögreglu í Ungverjalandi og ætla sér nú að ganga til Austurríkis. 4. september 2015 14:32 Níu af hverjum tíu landsmönnum vilja taka á móti flóttamönnum Stuðningsmenn Bjartrar framtíðar vilja taka á móti flestum flóttamönnum en stuðningsmenn Framsóknar fæstum. 4. september 2015 12:45 Vilja bindandi kvóta fyrir flóttamenn Forseti leiðtogaráðs ESB hvetur Evrópuríki til að taka við 100.000 flóttamönnum. Viktor Orban, forseti Ungverjalands, segir flóttamannavandann vera vanda Þýskalands. Erdogan, forseti Tyrklands, segir að flóttamannavandinn sé á ábyrgð ves 4. september 2015 07:00 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Innlent Fleiri fréttir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Sjá meira
Ætla að ganga til Austurríkis Hundruð flóttamanna komust hjá lokun lögreglu í Ungverjalandi og ætla sér nú að ganga til Austurríkis. 4. september 2015 14:32
Níu af hverjum tíu landsmönnum vilja taka á móti flóttamönnum Stuðningsmenn Bjartrar framtíðar vilja taka á móti flestum flóttamönnum en stuðningsmenn Framsóknar fæstum. 4. september 2015 12:45
Vilja bindandi kvóta fyrir flóttamenn Forseti leiðtogaráðs ESB hvetur Evrópuríki til að taka við 100.000 flóttamönnum. Viktor Orban, forseti Ungverjalands, segir flóttamannavandann vera vanda Þýskalands. Erdogan, forseti Tyrklands, segir að flóttamannavandinn sé á ábyrgð ves 4. september 2015 07:00