Shawarma-stríð: Veitingamenn slást í miðbæ Reykjavíkur Viktoría Hermannsdóttir skrifar 23. apríl 2015 11:30 Eigandi Ali Baba ætlar að leggja fram kæru á hendur fimm mönnum, meðal annars eiganda Mandy sem er veitingastaður við hliðina á Ali Baba. Fréttablaðið/Stefán Eigandi veitingastaðarins Ali Baba ætlar að leggja fram kærur á hendur fimm mönnum fyrir að hafa ráðist á hann fyrir utan veitingastaðinn á miðvikudag. Meðal þeirra sem hann ætlar að kæra er eigandi veitingastaðarins Mandí sem er við hliðina á Ali Baba í Veltusundi í Reykjavík. Átökin eiga rætur að rekja til illdeilna sem hafa staðið í mörg ár eða síðan mennirnir ráku saman veitingastaðinn Ali Baba til skamms tíma. Að sögn Yaman Brikhan, eiganda Ali Baba, höfðu þeir ólíkar áherslur varðandi reksturinn og segist hann hafa borgað hinum út sinn hlut í staðnum. Deilurnar náðu svo hámarki á miðvikudaginn eftir jarðarför sem báðir mennirnir voru viðstaddir. Yaman segir að þegar hann hafi komið að veitingastað sínum eftir jarðarförina hafi komið fimm menn að honum og þeir farið að deila sín á milli. „Þeir voru að hóta mér og ég hringdi á lögregluna. Síðan réðust þeir á mig,“ segir Yaman sem er með áverka í andliti og segir mörg vitni hafa verið að árásinni. Hlal Jarah, eigandi Mandí, lýsir þó atburðarásinni á annan hátt og segir Yaman hafa ætlað að aka á bróður hans sem hafi reiðst við það. Hann segir bróður sinn einnig ætla að leggja fram kæru á hendur Yaman fyrir að hafa ráðist á hann. Lögregla kom á svæðið en þá höfðu sjónarvottar þegar stöðvað átökin. Yaman segir deilurnar mega rekja til þess þegar upp úr samstarfi þeirra slitnaði. Yaman segist hafa borgað Hlal út úr staðnum en síðan fyrir þremur árum hafi hann opnað Mandí við hlið hans staðar, stolið matseðlinum og selt réttina á lægra verði. Hlal segir þetta ekki rétt. „Þetta bara verður að stoppa. Ég er ekki glæpamaður og er bara að reyna að reka minn veitingastað,“ segir Yaman sem er annt um að hreinsa orðspor sitt en Hlal segir hann ljúga þessu og að hann hafi engu stolið. Yaman fór á lögreglustöðina í gær ásamt lögmanni sínum en var þá sagt að hann gæti ekki lagt fram kæru fyrr en á föstudag. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Eigandi veitingastaðarins Ali Baba ætlar að leggja fram kærur á hendur fimm mönnum fyrir að hafa ráðist á hann fyrir utan veitingastaðinn á miðvikudag. Meðal þeirra sem hann ætlar að kæra er eigandi veitingastaðarins Mandí sem er við hliðina á Ali Baba í Veltusundi í Reykjavík. Átökin eiga rætur að rekja til illdeilna sem hafa staðið í mörg ár eða síðan mennirnir ráku saman veitingastaðinn Ali Baba til skamms tíma. Að sögn Yaman Brikhan, eiganda Ali Baba, höfðu þeir ólíkar áherslur varðandi reksturinn og segist hann hafa borgað hinum út sinn hlut í staðnum. Deilurnar náðu svo hámarki á miðvikudaginn eftir jarðarför sem báðir mennirnir voru viðstaddir. Yaman segir að þegar hann hafi komið að veitingastað sínum eftir jarðarförina hafi komið fimm menn að honum og þeir farið að deila sín á milli. „Þeir voru að hóta mér og ég hringdi á lögregluna. Síðan réðust þeir á mig,“ segir Yaman sem er með áverka í andliti og segir mörg vitni hafa verið að árásinni. Hlal Jarah, eigandi Mandí, lýsir þó atburðarásinni á annan hátt og segir Yaman hafa ætlað að aka á bróður hans sem hafi reiðst við það. Hann segir bróður sinn einnig ætla að leggja fram kæru á hendur Yaman fyrir að hafa ráðist á hann. Lögregla kom á svæðið en þá höfðu sjónarvottar þegar stöðvað átökin. Yaman segir deilurnar mega rekja til þess þegar upp úr samstarfi þeirra slitnaði. Yaman segist hafa borgað Hlal út úr staðnum en síðan fyrir þremur árum hafi hann opnað Mandí við hlið hans staðar, stolið matseðlinum og selt réttina á lægra verði. Hlal segir þetta ekki rétt. „Þetta bara verður að stoppa. Ég er ekki glæpamaður og er bara að reyna að reka minn veitingastað,“ segir Yaman sem er annt um að hreinsa orðspor sitt en Hlal segir hann ljúga þessu og að hann hafi engu stolið. Yaman fór á lögreglustöðina í gær ásamt lögmanni sínum en var þá sagt að hann gæti ekki lagt fram kæru fyrr en á föstudag.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira