Segir Framsókn hafa staðið við stóru kosningarloforðin Heiða Kristín Helgadóttir skrifar 23. júní 2015 16:15 Vísir/GVA Þórunn Egilsdóttir þingflokksformaður Framsóknarflokksins metur stöðu síns flokks nokkuð sterka og góða í lok þingvetrar. „Við erum búin að koma í gegn stóru málunum okkar og búin að standa við stóru kosningarloforðin okkar og við getum verið stolt og ánægð með það,” sagði Þórunn í Umræðunni þar sem fulltrúar allra flokka á þingi voru beðnir um að meta stöðu síns flokks. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna stöðu flokksins nokkurn vegin þá sömu út á við þar sem kannanir hafi setið á sama stað um nokkurn tíma. Hún sagði þó mikið starf hafa farið fram innávið í flokknum við að endurskoða og skerpa stefnu flokksins. „Þannig að ég er bjartsýn á framhaldið.“ Könnun Fréttablaðsins frá því í síðustu viku sýndi mikinn stuðning við Pírata eða 37.5 prósent. Fylgi Bjartrar framtíðar mældist hins vegar í 3.3 prósent og myndi flokkurinn samkvæmt því missa alla sína þingmenn.Píratar ánægðir Róbert Marshall þingflokksformaður flokksins sagðist enn hafa trú á því sem flokkurinn væri að gera og vilja halda áfram að gera það sem flokkurinn var kosinn til að gera. „Þegar við höfum mælst hátt í skoðanakönnunum þá hefur maður velt fyrir sér hvort maður ætti raunverulega inni fyrir því og eins og staðan er núna þá velti ég líka fyrir hvort við eigum inni fyrir því sem við erum að gera núna.” Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins var mjög afdráttarlaus í svörum aðspurð að stöðu síns flokks. „Ég held nú að minn flokkur standi bara svipað og allir aðrir flokkar hér á þinginu. Við eigum þátt í þessari átakapólitík eins og aðrir flokkar og það er kannski það sem uppúr stendur eftir þennan þingvetur.” Að mati Katrínar Júlíusdóttur varaformanns Samfylkingarinnar má flokkurinn fara að uppskera í samræmi við málflutning sinn. „Við höfum barist hart gegn því að menn séu að gefa hér sjávarauðlindina. Við höfum barist hart gegn því að menn séu að nota einhvers konar pólitíska hentistefnu í því hvar er virkjað og hvar er ekki virkjað. Við höfum barist hart gegn því að taka þeim ákvörðunum sem leiða til frekari ójafnaðar í okkar samfélagi og við munum halda því áfram.” Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata sagðist auðvita ánægður með skoðanakannanir og þær gæfu flokknum umboð til að beita sér fyrir lýðræðisumbótum og grundvallarbreytingum á stjórnskipan landsins. „En satt best að segja þá held ég að við þurfum aðeins meira tímarúm til að átt okkur á því hvað manni á að finnast um þær, annað en bara að vera þakklátur fyrir traustið.”Þingmennirnir og konurnar voru beðin um að lýsa liðnum þingvetri í einu orði. Rugl og átök voru meðal þeirra orða sem notuð voru: Umræðan Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Sjá meira
Þórunn Egilsdóttir þingflokksformaður Framsóknarflokksins metur stöðu síns flokks nokkuð sterka og góða í lok þingvetrar. „Við erum búin að koma í gegn stóru málunum okkar og búin að standa við stóru kosningarloforðin okkar og við getum verið stolt og ánægð með það,” sagði Þórunn í Umræðunni þar sem fulltrúar allra flokka á þingi voru beðnir um að meta stöðu síns flokks. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna stöðu flokksins nokkurn vegin þá sömu út á við þar sem kannanir hafi setið á sama stað um nokkurn tíma. Hún sagði þó mikið starf hafa farið fram innávið í flokknum við að endurskoða og skerpa stefnu flokksins. „Þannig að ég er bjartsýn á framhaldið.“ Könnun Fréttablaðsins frá því í síðustu viku sýndi mikinn stuðning við Pírata eða 37.5 prósent. Fylgi Bjartrar framtíðar mældist hins vegar í 3.3 prósent og myndi flokkurinn samkvæmt því missa alla sína þingmenn.Píratar ánægðir Róbert Marshall þingflokksformaður flokksins sagðist enn hafa trú á því sem flokkurinn væri að gera og vilja halda áfram að gera það sem flokkurinn var kosinn til að gera. „Þegar við höfum mælst hátt í skoðanakönnunum þá hefur maður velt fyrir sér hvort maður ætti raunverulega inni fyrir því og eins og staðan er núna þá velti ég líka fyrir hvort við eigum inni fyrir því sem við erum að gera núna.” Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins var mjög afdráttarlaus í svörum aðspurð að stöðu síns flokks. „Ég held nú að minn flokkur standi bara svipað og allir aðrir flokkar hér á þinginu. Við eigum þátt í þessari átakapólitík eins og aðrir flokkar og það er kannski það sem uppúr stendur eftir þennan þingvetur.” Að mati Katrínar Júlíusdóttur varaformanns Samfylkingarinnar má flokkurinn fara að uppskera í samræmi við málflutning sinn. „Við höfum barist hart gegn því að menn séu að gefa hér sjávarauðlindina. Við höfum barist hart gegn því að menn séu að nota einhvers konar pólitíska hentistefnu í því hvar er virkjað og hvar er ekki virkjað. Við höfum barist hart gegn því að taka þeim ákvörðunum sem leiða til frekari ójafnaðar í okkar samfélagi og við munum halda því áfram.” Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata sagðist auðvita ánægður með skoðanakannanir og þær gæfu flokknum umboð til að beita sér fyrir lýðræðisumbótum og grundvallarbreytingum á stjórnskipan landsins. „En satt best að segja þá held ég að við þurfum aðeins meira tímarúm til að átt okkur á því hvað manni á að finnast um þær, annað en bara að vera þakklátur fyrir traustið.”Þingmennirnir og konurnar voru beðin um að lýsa liðnum þingvetri í einu orði. Rugl og átök voru meðal þeirra orða sem notuð voru:
Umræðan Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Sjá meira