Sömu einkennin hjá vitnum og þolendum Viktoría Hermannsdóttir skrifar 7. janúar 2015 07:30 Börn sem verða fyrir ofbeldi eða verða vitni að því á heimili sínu upplifa meiri sálfélagslegan vanda en börn sem hafa ekki orðið fyrir ofbeldi. Vísir Börn sem verða vitni að líkamlegu ofbeldi á heimili sínu sýna sömu einkenni kvíða og þunglyndis og börn sem sjálf hafa orðið fyrir ofbeldi. Þetta kemur fram í rannsókn í sálfræði eftir Lucindu Árnadóttur. Rannsóknin var hluti af meistararitgerð hennar. Niðurstöður hennar voru kynntar á ráðstefnu á vegum Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands sem fram fór í gær og fyrradag. „Þessi börn sem tóku þátt í rannsókninni sýndu margvíslega sameiginlega þætti og fjöldi erlendra rannsókna hefur greint sem áhættuþætti ofbeldis gegn börnum,“ segir Lucinda. Niðurstöðurnar voru unnar upp úr gögnum sem safnað var meðal barna sem sóttu hópmeðferð sem starfrækt var á vegum Barnaverndarstofu. Börnin sem voru í meðferðinni höfðu annaðhvort orðið fyrir heimilisofbeldi eða orðið vitni að því. Samkvæmt niðurstöðunum voru einkenni kvíða og þunglyndis mun algengari en hjá börnum sem höfðu ekki búið við ofbeldi á heimili auk þess sem þau sýndu ýmsan félagslegan vanda.Lucinda ÁrnadóttirEkki hefur áður verið gerð rannsókn hérlendis á því hvaða áhrif það hefur á börn að verða vitni að ofbeldi á heimilinu. „Margir telja að ef barnið sjái ekki ofbeldið með berum augum þá viti það ekkert af því og þar af leiðandi hafi það engin áhrif á barnið, því að ofbeldinu er ekki beint gegn því. Börn geta orðið vitni að ofbeldinu með öðrum hætti. Þau geta heyrt rifrildi, öskur eða brothljóð. Svo skynja þau þetta óáþreifanlega andrúmsloft sem ofbeldið skapar. Þau geta líka séð afleiðingar ofbeldis eins og marbletti á móður eða aðra alvarlega áverka.“ Lucinda telur mikilvægt að skimað sé fyrir sálfélagslegum vanda þeirra barna sem hafa lent í þessum aðstæðum. „Erlendar rannsóknir sýna að geðrænn vandi barna spáir fyrir um geðrænan vanda á fullorðinsárum. Þess vegna viljum við alltaf koma í veg fyrir að börn þrói með sér sálfélagslegan vanda eins og kvíða og þunglyndi. Það er mikilvægt að þeir aðilar sem koma að þessum hópi barna skimi fyrir einkennum.“ Hún segir tvær stórar rannsóknir sýna að allt að 10-13% íslenskra barna hafi annaðhvort verið beitt ofbeldi eða orðið vitni að því á heimili sínu fyrir 18 ára aldur. „Niðurstöður mínar eru í samræmi við niðurstöður annarra erlendra rannsókna. Þær undirstrika alvarleg áhrif heimilisofbeldis á börn á Íslandi sem við það búa, hvort sem því er beint gegn þeim sjálfum eða öðrum á heimilinu.“ Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira
Börn sem verða vitni að líkamlegu ofbeldi á heimili sínu sýna sömu einkenni kvíða og þunglyndis og börn sem sjálf hafa orðið fyrir ofbeldi. Þetta kemur fram í rannsókn í sálfræði eftir Lucindu Árnadóttur. Rannsóknin var hluti af meistararitgerð hennar. Niðurstöður hennar voru kynntar á ráðstefnu á vegum Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands sem fram fór í gær og fyrradag. „Þessi börn sem tóku þátt í rannsókninni sýndu margvíslega sameiginlega þætti og fjöldi erlendra rannsókna hefur greint sem áhættuþætti ofbeldis gegn börnum,“ segir Lucinda. Niðurstöðurnar voru unnar upp úr gögnum sem safnað var meðal barna sem sóttu hópmeðferð sem starfrækt var á vegum Barnaverndarstofu. Börnin sem voru í meðferðinni höfðu annaðhvort orðið fyrir heimilisofbeldi eða orðið vitni að því. Samkvæmt niðurstöðunum voru einkenni kvíða og þunglyndis mun algengari en hjá börnum sem höfðu ekki búið við ofbeldi á heimili auk þess sem þau sýndu ýmsan félagslegan vanda.Lucinda ÁrnadóttirEkki hefur áður verið gerð rannsókn hérlendis á því hvaða áhrif það hefur á börn að verða vitni að ofbeldi á heimilinu. „Margir telja að ef barnið sjái ekki ofbeldið með berum augum þá viti það ekkert af því og þar af leiðandi hafi það engin áhrif á barnið, því að ofbeldinu er ekki beint gegn því. Börn geta orðið vitni að ofbeldinu með öðrum hætti. Þau geta heyrt rifrildi, öskur eða brothljóð. Svo skynja þau þetta óáþreifanlega andrúmsloft sem ofbeldið skapar. Þau geta líka séð afleiðingar ofbeldis eins og marbletti á móður eða aðra alvarlega áverka.“ Lucinda telur mikilvægt að skimað sé fyrir sálfélagslegum vanda þeirra barna sem hafa lent í þessum aðstæðum. „Erlendar rannsóknir sýna að geðrænn vandi barna spáir fyrir um geðrænan vanda á fullorðinsárum. Þess vegna viljum við alltaf koma í veg fyrir að börn þrói með sér sálfélagslegan vanda eins og kvíða og þunglyndi. Það er mikilvægt að þeir aðilar sem koma að þessum hópi barna skimi fyrir einkennum.“ Hún segir tvær stórar rannsóknir sýna að allt að 10-13% íslenskra barna hafi annaðhvort verið beitt ofbeldi eða orðið vitni að því á heimili sínu fyrir 18 ára aldur. „Niðurstöður mínar eru í samræmi við niðurstöður annarra erlendra rannsókna. Þær undirstrika alvarleg áhrif heimilisofbeldis á börn á Íslandi sem við það búa, hvort sem því er beint gegn þeim sjálfum eða öðrum á heimilinu.“
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira