Innlent

Skurðlæknar mættir til fundar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Úr húsnæði ríkissáttasemjara í morgun.
Úr húsnæði ríkissáttasemjara í morgun. Vísir/Sigurjón
Fulltrúar í samninganefnd Skurðlæknafélags Íslands mættu til fundar við samninganefnd ríkisins klukkan tíu í húsakynnum ríkissáttasemjara við Borgartún.

Verkfallsaðgerðir skurðlækna hafa staðið yfir frá 4. nóvember eða í tæpar tíu vikur. Reikna má með því að samningur lækna í Læknafélagi Íslands við ríkið, sem samþykktur var í nótt, muni hafa áhrif á gang mála í viðræðum.


Tengdar fréttir

Verkfalli lækna frestað

Samningar náðust í deilu lækna við íslenska ríkið á þriðja tímanum í nótt.

„Algjör uppstokkun á samningi lækna“

"Mér líður bara vel. Ég vona að landsmenn séu ánægðir með að verkfalli verði aflýst,“ segir Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar lækna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×