Víðtækara verkfall en nokkru sinni fyrr: „Sífellt erfiðara að ná upp starfseminni“ Linda Blöndal skrifar 5. janúar 2015 20:05 Víðtækara verkfall lækna en nokkru sinni fyrr hófst í dag. Fjögurra daga verkfallshrina tók gildi hjá læknum á miðnætti og stendur því tvöfalt lengur en áður. Á meðan reynt er að semja lengjast biðlistar og bíða 270 manns eftir því að komast að í aðgerð á hjartadeild Landspítalans. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, er afar áhyggjufullur yfir stöðu mála. Hann segir daginn hafa gengið stóráfallalaust fyrir sig en að flestir hafi orðið fyrir einhvers konar truflunum. „Okkur líst afskaplega þunglega á þetta. Við erum hér klemmd á milli deiluaðila og það sem gerist við þessa lengingu er að það verður sífellt erfiðara að ná upp starfseminni. Það verður erfiðara að minnka biðlistana og það sem við höfum auðvitað sérstakar áhyggjur af eru samliggjandi vikur síðan í framhaldinu,“ sagði Ólafur í samtali við Stöð 2. Verkfallsaðgerðir Læknafélags Íslands eruð boðaðar til fjögurra daga samfleytt á tveimur lækningasviðum, aðgerðarsviðs og flæðissviðs á Landspítalanum og á lyflækningasviði á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Innan þeirra er meðal annars bráðamóttakan, gjörgæsludeildir, skurð - og svæfingadeildir, öldrunarþjónusta og speglanir. Skurðaðgerðir eru þessa daga eingöngu framkvæmdar í bráðatilfellum. Þá eru skurðlæknar sem tilheyra skurðlæknafélaginu líka í verkfalli þessa fjóra daga. Í heild nær verkfallsáætlun lækna út marsmánuð og munu ná inn á önnur svið þegar fram í sækir, semjist ekki. Fundur hjá félagi skurðlækna hefur ekki verið boðaður eftir að upp úr viðræðum slitnaði í gær.Ingibjörg Guðmundsdóttir, yfirlæknir hjartaþræðingardeildar Landspítalans.vísir/skjáskotFleiri verkfallsstaðir Til viðbótar leggja læknar núna niður vinnu á átta opinberum stofnunum, svo sem hjá Sjúkratryggingum, Tryggingastofnun, Greiningarstöð ríkisins og Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda. Þrettán klukkustunda fundi lauk klukkan þrjú nótt og nýr fundur hófst á ný klukkan tvö í dag. Um fimmleytið sögðu formenn samninganefndar lækna og ríkisins að sameiginlegur viðræðugrundvöllur væri fundinn en greindu ekki frá því í hverju hann fælist. Áfram verður fundað og jafnvel fram á nótt líkt og áður.Hundrað manns bíða vegna verkfalls Biðlistar lengjast á öllum deildum og á hjartadeild spítalans koma nú fleiri sem veikjast alvarlega á meðan biðinni stendur og er flýtt í aðgerð. Ingibjörg Guðmundsdóttir, yfirlæknir hjartaþræðingardeildar Landspítalans sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að um hundrað séu nú á biðlista eftir hjartaaðgerð af einhverjum toga megi beint rekja til verkfallsins en alls eru 270 manns á biðlista. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Víðtækara verkfall lækna en nokkru sinni fyrr hófst í dag. Fjögurra daga verkfallshrina tók gildi hjá læknum á miðnætti og stendur því tvöfalt lengur en áður. Á meðan reynt er að semja lengjast biðlistar og bíða 270 manns eftir því að komast að í aðgerð á hjartadeild Landspítalans. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, er afar áhyggjufullur yfir stöðu mála. Hann segir daginn hafa gengið stóráfallalaust fyrir sig en að flestir hafi orðið fyrir einhvers konar truflunum. „Okkur líst afskaplega þunglega á þetta. Við erum hér klemmd á milli deiluaðila og það sem gerist við þessa lengingu er að það verður sífellt erfiðara að ná upp starfseminni. Það verður erfiðara að minnka biðlistana og það sem við höfum auðvitað sérstakar áhyggjur af eru samliggjandi vikur síðan í framhaldinu,“ sagði Ólafur í samtali við Stöð 2. Verkfallsaðgerðir Læknafélags Íslands eruð boðaðar til fjögurra daga samfleytt á tveimur lækningasviðum, aðgerðarsviðs og flæðissviðs á Landspítalanum og á lyflækningasviði á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Innan þeirra er meðal annars bráðamóttakan, gjörgæsludeildir, skurð - og svæfingadeildir, öldrunarþjónusta og speglanir. Skurðaðgerðir eru þessa daga eingöngu framkvæmdar í bráðatilfellum. Þá eru skurðlæknar sem tilheyra skurðlæknafélaginu líka í verkfalli þessa fjóra daga. Í heild nær verkfallsáætlun lækna út marsmánuð og munu ná inn á önnur svið þegar fram í sækir, semjist ekki. Fundur hjá félagi skurðlækna hefur ekki verið boðaður eftir að upp úr viðræðum slitnaði í gær.Ingibjörg Guðmundsdóttir, yfirlæknir hjartaþræðingardeildar Landspítalans.vísir/skjáskotFleiri verkfallsstaðir Til viðbótar leggja læknar núna niður vinnu á átta opinberum stofnunum, svo sem hjá Sjúkratryggingum, Tryggingastofnun, Greiningarstöð ríkisins og Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda. Þrettán klukkustunda fundi lauk klukkan þrjú nótt og nýr fundur hófst á ný klukkan tvö í dag. Um fimmleytið sögðu formenn samninganefndar lækna og ríkisins að sameiginlegur viðræðugrundvöllur væri fundinn en greindu ekki frá því í hverju hann fælist. Áfram verður fundað og jafnvel fram á nótt líkt og áður.Hundrað manns bíða vegna verkfalls Biðlistar lengjast á öllum deildum og á hjartadeild spítalans koma nú fleiri sem veikjast alvarlega á meðan biðinni stendur og er flýtt í aðgerð. Ingibjörg Guðmundsdóttir, yfirlæknir hjartaþræðingardeildar Landspítalans sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að um hundrað séu nú á biðlista eftir hjartaaðgerð af einhverjum toga megi beint rekja til verkfallsins en alls eru 270 manns á biðlista.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent