Víðtækara verkfall en nokkru sinni fyrr: „Sífellt erfiðara að ná upp starfseminni“ Linda Blöndal skrifar 5. janúar 2015 20:05 Víðtækara verkfall lækna en nokkru sinni fyrr hófst í dag. Fjögurra daga verkfallshrina tók gildi hjá læknum á miðnætti og stendur því tvöfalt lengur en áður. Á meðan reynt er að semja lengjast biðlistar og bíða 270 manns eftir því að komast að í aðgerð á hjartadeild Landspítalans. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, er afar áhyggjufullur yfir stöðu mála. Hann segir daginn hafa gengið stóráfallalaust fyrir sig en að flestir hafi orðið fyrir einhvers konar truflunum. „Okkur líst afskaplega þunglega á þetta. Við erum hér klemmd á milli deiluaðila og það sem gerist við þessa lengingu er að það verður sífellt erfiðara að ná upp starfseminni. Það verður erfiðara að minnka biðlistana og það sem við höfum auðvitað sérstakar áhyggjur af eru samliggjandi vikur síðan í framhaldinu,“ sagði Ólafur í samtali við Stöð 2. Verkfallsaðgerðir Læknafélags Íslands eruð boðaðar til fjögurra daga samfleytt á tveimur lækningasviðum, aðgerðarsviðs og flæðissviðs á Landspítalanum og á lyflækningasviði á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Innan þeirra er meðal annars bráðamóttakan, gjörgæsludeildir, skurð - og svæfingadeildir, öldrunarþjónusta og speglanir. Skurðaðgerðir eru þessa daga eingöngu framkvæmdar í bráðatilfellum. Þá eru skurðlæknar sem tilheyra skurðlæknafélaginu líka í verkfalli þessa fjóra daga. Í heild nær verkfallsáætlun lækna út marsmánuð og munu ná inn á önnur svið þegar fram í sækir, semjist ekki. Fundur hjá félagi skurðlækna hefur ekki verið boðaður eftir að upp úr viðræðum slitnaði í gær.Ingibjörg Guðmundsdóttir, yfirlæknir hjartaþræðingardeildar Landspítalans.vísir/skjáskotFleiri verkfallsstaðir Til viðbótar leggja læknar núna niður vinnu á átta opinberum stofnunum, svo sem hjá Sjúkratryggingum, Tryggingastofnun, Greiningarstöð ríkisins og Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda. Þrettán klukkustunda fundi lauk klukkan þrjú nótt og nýr fundur hófst á ný klukkan tvö í dag. Um fimmleytið sögðu formenn samninganefndar lækna og ríkisins að sameiginlegur viðræðugrundvöllur væri fundinn en greindu ekki frá því í hverju hann fælist. Áfram verður fundað og jafnvel fram á nótt líkt og áður.Hundrað manns bíða vegna verkfalls Biðlistar lengjast á öllum deildum og á hjartadeild spítalans koma nú fleiri sem veikjast alvarlega á meðan biðinni stendur og er flýtt í aðgerð. Ingibjörg Guðmundsdóttir, yfirlæknir hjartaþræðingardeildar Landspítalans sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að um hundrað séu nú á biðlista eftir hjartaaðgerð af einhverjum toga megi beint rekja til verkfallsins en alls eru 270 manns á biðlista. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Víðtækara verkfall lækna en nokkru sinni fyrr hófst í dag. Fjögurra daga verkfallshrina tók gildi hjá læknum á miðnætti og stendur því tvöfalt lengur en áður. Á meðan reynt er að semja lengjast biðlistar og bíða 270 manns eftir því að komast að í aðgerð á hjartadeild Landspítalans. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, er afar áhyggjufullur yfir stöðu mála. Hann segir daginn hafa gengið stóráfallalaust fyrir sig en að flestir hafi orðið fyrir einhvers konar truflunum. „Okkur líst afskaplega þunglega á þetta. Við erum hér klemmd á milli deiluaðila og það sem gerist við þessa lengingu er að það verður sífellt erfiðara að ná upp starfseminni. Það verður erfiðara að minnka biðlistana og það sem við höfum auðvitað sérstakar áhyggjur af eru samliggjandi vikur síðan í framhaldinu,“ sagði Ólafur í samtali við Stöð 2. Verkfallsaðgerðir Læknafélags Íslands eruð boðaðar til fjögurra daga samfleytt á tveimur lækningasviðum, aðgerðarsviðs og flæðissviðs á Landspítalanum og á lyflækningasviði á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Innan þeirra er meðal annars bráðamóttakan, gjörgæsludeildir, skurð - og svæfingadeildir, öldrunarþjónusta og speglanir. Skurðaðgerðir eru þessa daga eingöngu framkvæmdar í bráðatilfellum. Þá eru skurðlæknar sem tilheyra skurðlæknafélaginu líka í verkfalli þessa fjóra daga. Í heild nær verkfallsáætlun lækna út marsmánuð og munu ná inn á önnur svið þegar fram í sækir, semjist ekki. Fundur hjá félagi skurðlækna hefur ekki verið boðaður eftir að upp úr viðræðum slitnaði í gær.Ingibjörg Guðmundsdóttir, yfirlæknir hjartaþræðingardeildar Landspítalans.vísir/skjáskotFleiri verkfallsstaðir Til viðbótar leggja læknar núna niður vinnu á átta opinberum stofnunum, svo sem hjá Sjúkratryggingum, Tryggingastofnun, Greiningarstöð ríkisins og Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda. Þrettán klukkustunda fundi lauk klukkan þrjú nótt og nýr fundur hófst á ný klukkan tvö í dag. Um fimmleytið sögðu formenn samninganefndar lækna og ríkisins að sameiginlegur viðræðugrundvöllur væri fundinn en greindu ekki frá því í hverju hann fælist. Áfram verður fundað og jafnvel fram á nótt líkt og áður.Hundrað manns bíða vegna verkfalls Biðlistar lengjast á öllum deildum og á hjartadeild spítalans koma nú fleiri sem veikjast alvarlega á meðan biðinni stendur og er flýtt í aðgerð. Ingibjörg Guðmundsdóttir, yfirlæknir hjartaþræðingardeildar Landspítalans sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að um hundrað séu nú á biðlista eftir hjartaaðgerð af einhverjum toga megi beint rekja til verkfallsins en alls eru 270 manns á biðlista.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira