„Algjör uppstokkun á samningi lækna“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. janúar 2015 04:03 Sigurveig Pétursdóttir og Magnús Pétursson ríkissáttasemjari að undirritun lokinni. Vísir/Kolbeinn Tumi „Mér líður bara vel. Ég vona að landsmenn séu ánægðir með að verkfalli verði aflýst,“ sagði Sigurveig Pétusdóttir við blaðamenn rétt áður en skrifað var undir samninga lækna í Læknafélagi Íslands við ríkið. Með samningnum er verkfallsaðgerðum lækna, sem staðið hafa síðan 27. október, lokið. Samningar tókust um klukkan 2:45 í nótt og var fjölmiðlum tilkynnt að skrifað yrði undir samninga um klukkan 3:30. Vísir hafði áður greint frá því að líklegt væri að samningar tækjust um nóttina sem varð raunin. Fjölmiðlamenn héldu því í húsnæði ríkissáttasemjara í Borgartúni þar sem skrifstofustjórinn Elísabet Ólafsdóttir tók á móti fólki. Var vöffludeigið klárt þegar fjölmiðla bar að garði upp úr klukkan 03. Hafði Elísabet á orði að deiluaðilar vildu undantekningalítið fá sínar vöfflur óháð því á hvaða tíma sólarhringsins væri samið. Fengust þær upplýsingar að verið væri að lesa yfir samninginn. Um klukkan hálf fjögur komu svo deiluaðilar fram og Sigurveig fékk sér fyrstu vöffluna.Elísabet tók brosandi á móti fjölmiðlafólk og greinilega ánægð með tíðindi næturinnar. Hún velti mikið fyrir sér hvenær væri best að hefja baksturinn enda vilji fólk fá vöfflurnar heitar og góðar.Vísir/Kolbeinn Tumi„Auðvitað var þrýstingur að ná samningum en við fundum mikinn jákvæðan stuðning frá almenningi. Við erum mjög þakklát fyrir það,“ sagði Sigurveig sem svaraði spurningum fréttamanna sem vissu sem var að ekkert yrði gefið upp um einstök atriði samningsins. Aðspurð sagðist Sigurveig sátt við samninginn. Annars væri ekki komið að því að skrifa undir. Hún vonar að samningurinn verði til þess að læknar haldist frekar hér á landi. „Það er ekkert sem tryggir það fullkomlegea en við teljum að þetta sé gott skref í á átt.“ Sjá einnig: Verkfalli lækna aflýst Sigurveig vildi sem fyrr segir ekki gefa neitt uppi um einstök atriði samningsins sem er 33 blaðsíður. Fyrst yrði hann kynntur félagsmönnum. Sjá mátti á fulltrúum samninganefndar lækna að þeim var létt að samningar höfðu tekist. Slógu þeir á létta strengi og því næst fóru fulltrúarnir að bera saman bækur sínar varðandi vinnu næsta daga. Sumir voru svo heppnir að eiga vaktafrí í dag og ætluðu að sofa út eftir 14 klukkustunda fundarsetu. Aðrir voru klárir að mæta til vinnu klukkan átta í morgun.Við undirritun samningsins um klukkan 3:50 í nótt.Vísir/Kolbeinn TumiSamningurinn kynntur læknum í næstu viku „Þetta er náttúrulega algjör uppstokkun á samningnum,“ sagði Sigurveig og benti á að í samningnum fælist meðal annars breytt vinnufyrirkomulag og ýmislegt í þeim dúrnum. Hún sagðist eiga von á því að félagsmenn samþykktu samninginn. „Annars myndum við ekki skrifa undir.“ Að loknu viðtalinu héldu deiluaðilar á skrifstofu þar sem sest var við borð og samningurinn látinn ganga til undirritunar. Einn aðili úr samninganefnd lækna var farinn til Svíþjóðar og höfðu félagar hans á orði að sá hlyti að vera svekktur að hafa misst af samningsdeginum eftir ellefu vikna verkfallsaðgerðir. Magnús Pétursson ríkissáttasemjari var í hlutverki fundarstjóra, þakkaði báðum aðilum fyrir viðræðurnar og sagði að samningurinn væri einn af þeim eftirminnilegri sem hann hefði komið að. Að lokinni undirskrift tókust allir í hendur og þökkuðu fyrir sig. Þaðan var haldið í vöfflurnar um klukkan 3:45.Magnús Pétursson og fulltrúar samninganefndar lækna biðu aðeins í sætum sínum eftir að fulltrúar ríkisins settust að samningaborðinu til undirritunar.Vísir/Kolbeinn TumiGunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, sagðist í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 þokkalega sáttur við samninginn. Þá staðfesti Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, að samningurinn yrði kynntur félagsmönnum í næstu viku. Fulltrúar Skurðlæknafélags Íslands funda með ríkissáttasemjara klukkan tíu í fyrramálið, miðvikudag. Ríkissáttasemjari staðfesti við blaðamann að hann yrði mættur þangað áður en gengið var frá þeim vöfflum sem afgangs voru. Fjölmiðlamenn og deiluaðilar yfirgáfu húsnæðið um klukkan 4:25. Post by Vísir.is. Tengdar fréttir Verkfalli lækna frestað Samningar náðust í deilu lækna við íslenska ríkið á þriðja tímanum í nótt. 7. janúar 2015 03:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
„Mér líður bara vel. Ég vona að landsmenn séu ánægðir með að verkfalli verði aflýst,“ sagði Sigurveig Pétusdóttir við blaðamenn rétt áður en skrifað var undir samninga lækna í Læknafélagi Íslands við ríkið. Með samningnum er verkfallsaðgerðum lækna, sem staðið hafa síðan 27. október, lokið. Samningar tókust um klukkan 2:45 í nótt og var fjölmiðlum tilkynnt að skrifað yrði undir samninga um klukkan 3:30. Vísir hafði áður greint frá því að líklegt væri að samningar tækjust um nóttina sem varð raunin. Fjölmiðlamenn héldu því í húsnæði ríkissáttasemjara í Borgartúni þar sem skrifstofustjórinn Elísabet Ólafsdóttir tók á móti fólki. Var vöffludeigið klárt þegar fjölmiðla bar að garði upp úr klukkan 03. Hafði Elísabet á orði að deiluaðilar vildu undantekningalítið fá sínar vöfflur óháð því á hvaða tíma sólarhringsins væri samið. Fengust þær upplýsingar að verið væri að lesa yfir samninginn. Um klukkan hálf fjögur komu svo deiluaðilar fram og Sigurveig fékk sér fyrstu vöffluna.Elísabet tók brosandi á móti fjölmiðlafólk og greinilega ánægð með tíðindi næturinnar. Hún velti mikið fyrir sér hvenær væri best að hefja baksturinn enda vilji fólk fá vöfflurnar heitar og góðar.Vísir/Kolbeinn Tumi„Auðvitað var þrýstingur að ná samningum en við fundum mikinn jákvæðan stuðning frá almenningi. Við erum mjög þakklát fyrir það,“ sagði Sigurveig sem svaraði spurningum fréttamanna sem vissu sem var að ekkert yrði gefið upp um einstök atriði samningsins. Aðspurð sagðist Sigurveig sátt við samninginn. Annars væri ekki komið að því að skrifa undir. Hún vonar að samningurinn verði til þess að læknar haldist frekar hér á landi. „Það er ekkert sem tryggir það fullkomlegea en við teljum að þetta sé gott skref í á átt.“ Sjá einnig: Verkfalli lækna aflýst Sigurveig vildi sem fyrr segir ekki gefa neitt uppi um einstök atriði samningsins sem er 33 blaðsíður. Fyrst yrði hann kynntur félagsmönnum. Sjá mátti á fulltrúum samninganefndar lækna að þeim var létt að samningar höfðu tekist. Slógu þeir á létta strengi og því næst fóru fulltrúarnir að bera saman bækur sínar varðandi vinnu næsta daga. Sumir voru svo heppnir að eiga vaktafrí í dag og ætluðu að sofa út eftir 14 klukkustunda fundarsetu. Aðrir voru klárir að mæta til vinnu klukkan átta í morgun.Við undirritun samningsins um klukkan 3:50 í nótt.Vísir/Kolbeinn TumiSamningurinn kynntur læknum í næstu viku „Þetta er náttúrulega algjör uppstokkun á samningnum,“ sagði Sigurveig og benti á að í samningnum fælist meðal annars breytt vinnufyrirkomulag og ýmislegt í þeim dúrnum. Hún sagðist eiga von á því að félagsmenn samþykktu samninginn. „Annars myndum við ekki skrifa undir.“ Að loknu viðtalinu héldu deiluaðilar á skrifstofu þar sem sest var við borð og samningurinn látinn ganga til undirritunar. Einn aðili úr samninganefnd lækna var farinn til Svíþjóðar og höfðu félagar hans á orði að sá hlyti að vera svekktur að hafa misst af samningsdeginum eftir ellefu vikna verkfallsaðgerðir. Magnús Pétursson ríkissáttasemjari var í hlutverki fundarstjóra, þakkaði báðum aðilum fyrir viðræðurnar og sagði að samningurinn væri einn af þeim eftirminnilegri sem hann hefði komið að. Að lokinni undirskrift tókust allir í hendur og þökkuðu fyrir sig. Þaðan var haldið í vöfflurnar um klukkan 3:45.Magnús Pétursson og fulltrúar samninganefndar lækna biðu aðeins í sætum sínum eftir að fulltrúar ríkisins settust að samningaborðinu til undirritunar.Vísir/Kolbeinn TumiGunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, sagðist í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 þokkalega sáttur við samninginn. Þá staðfesti Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, að samningurinn yrði kynntur félagsmönnum í næstu viku. Fulltrúar Skurðlæknafélags Íslands funda með ríkissáttasemjara klukkan tíu í fyrramálið, miðvikudag. Ríkissáttasemjari staðfesti við blaðamann að hann yrði mættur þangað áður en gengið var frá þeim vöfflum sem afgangs voru. Fjölmiðlamenn og deiluaðilar yfirgáfu húsnæðið um klukkan 4:25. Post by Vísir.is.
Tengdar fréttir Verkfalli lækna frestað Samningar náðust í deilu lækna við íslenska ríkið á þriðja tímanum í nótt. 7. janúar 2015 03:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Verkfalli lækna frestað Samningar náðust í deilu lækna við íslenska ríkið á þriðja tímanum í nótt. 7. janúar 2015 03:00