Innlent

Harður árekstur rútu og fólksbíls í Grímsnesi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Áreksturinn varð á Biskupstungnabraut, rétt fyrir ofan Borg í Grímsnesi.
Áreksturinn varð á Biskupstungnabraut, rétt fyrir ofan Borg í Grímsnesi. Vísir/MHH
Harður árekstur rútu og fólksbíls varð rétt fyrir ofan Borg í Grímsnesi á tólfta tímanum í dag.

Kona sem var ein í fólksbílnum var flutt slösuð á Landspítala en ekki liggur fyrir hversu mikið hún er slösuð, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi. Beita þurfti klippum til að ná henni úr bílnum.

19 farþegar sem voru í rútunni voru fluttir til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi. Þeir eru allir erlendir ferðamenn.

Mikill viðbúnaður var á slysstaðnum, en fjöldi lögreglu-og sjúkrabíla kom á vettvang, auk tækjabíla frá Brunavörnum Árnessýslu.

Ekkert er vitað um tildrög slyssins að svo stöddu en lögreglan á Selfossi fer með rannsókn málsins.

Slysið varð ofan við Borg í Grímsnesi.Mynd/Map.is



Fleiri fréttir

Sjá meira


×