Jón Gnarr krefst rannsóknar á neftóbaki Jakob Bjarnar skrifar 7. janúar 2015 12:00 Sala á neftóbaki hefur aukist á árinu 2014, eða um tæp 20 prósent. Alls seldust 33 tonn af neftóbaki en tæp 28 tonn seldust árið 2013. Þessi frétt hefur vakið athygli Jóns Gnarrs fyrrverandi borgarstjóra og nú skemmtikrafts. Hann bendir á að sænska snúsið sem bannað var hér á landi fyrir nokkru árum hafi verið rannsakað „í ræmur en ég veit ekki til þess að nokkur rannsókn hafi farið fram á Íslensku neftóbaki. Ég held að enginn viti hvað er nákvæmlega í því og hver skaðsemin af því er,“ segir Jón og bendir á að þessi vara sé framleidd af íslenska ríkinu. Jóni finnst skjóta skökku við að Landlæknisembættið sé ekki virkt á Facebook þó það sé viðurkennd leið til að koma mikilvægum skilaboðum á framfæri, beint til fólks, en því sé ekki að fagna: „Ef ungt fólk er að moka þessu uppí sig í tonnavís eigum við þá ekki sjálfsagðan rétt á því að fá að vita hvað er í þessu og hvaða hættur þetta hefur í för með sér? Hvað segja læknar um þetta? Er ekki eitthvað mjög skrítið við þetta?“ spyr Jón Gnarr. Gissur Sigurðsson fjallaði ítarlega um málið á Bylgjunni, en þar segir meðal annars að tvöföldun á verði tóbaksins fyrir tveimur árum hefur engin áhrif lengur og virðast neytendur bæta tóbaksneyslunni við reykingar. Rætt var við Viðar Jensson hjá Landlæknisembættinu. Neftóbakið virðist hafa komist í tísku árið 2007 sem munntóbak, og hefur notkun þess vaxið allar götur síðan. Eftir verðhækkunina hægði að vísu á aukningunni en nú virðast áhrifin af henni horfin og jókst neyslan í fyrra eins og áður segir; aukning um tæplega fimm og hálft tonn á einu ári. Viðar var meðal annars spurður hverjir væru að nota neftóbakið? „Við sjáum það í okkar mælingum að þetta eru aðallega ungir karlmenn. Áttatíu prósent neftóbaks endar á munni þeirra. Það er töluvert um blandaða neyslu, við sjáum að ungir karlmenn reykja alveg til jafns við ungar stúlkur. Þetta virðist að stærstum hluta viðbótarneysla.“Og þá er það spurningin: Vitum við eitthvað um skaðsemi þessa? „Skaðsemin er þekkt að því marki að í tóbakinu eru þekkt 28 krabbameinsvaldandi efni. En það er vissulega vöntun á langtíma rannsóknum sem sýna hversu skaðlegt þetta er. Ungir karlmenn verða mjög háðir þessari neyslu og sænskar rannsóknir sýna að ungir karlmenn eru með í vörinni kannski 13 tíma á dag,“ segir Viðar. Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Sjá meira
Sala á neftóbaki hefur aukist á árinu 2014, eða um tæp 20 prósent. Alls seldust 33 tonn af neftóbaki en tæp 28 tonn seldust árið 2013. Þessi frétt hefur vakið athygli Jóns Gnarrs fyrrverandi borgarstjóra og nú skemmtikrafts. Hann bendir á að sænska snúsið sem bannað var hér á landi fyrir nokkru árum hafi verið rannsakað „í ræmur en ég veit ekki til þess að nokkur rannsókn hafi farið fram á Íslensku neftóbaki. Ég held að enginn viti hvað er nákvæmlega í því og hver skaðsemin af því er,“ segir Jón og bendir á að þessi vara sé framleidd af íslenska ríkinu. Jóni finnst skjóta skökku við að Landlæknisembættið sé ekki virkt á Facebook þó það sé viðurkennd leið til að koma mikilvægum skilaboðum á framfæri, beint til fólks, en því sé ekki að fagna: „Ef ungt fólk er að moka þessu uppí sig í tonnavís eigum við þá ekki sjálfsagðan rétt á því að fá að vita hvað er í þessu og hvaða hættur þetta hefur í för með sér? Hvað segja læknar um þetta? Er ekki eitthvað mjög skrítið við þetta?“ spyr Jón Gnarr. Gissur Sigurðsson fjallaði ítarlega um málið á Bylgjunni, en þar segir meðal annars að tvöföldun á verði tóbaksins fyrir tveimur árum hefur engin áhrif lengur og virðast neytendur bæta tóbaksneyslunni við reykingar. Rætt var við Viðar Jensson hjá Landlæknisembættinu. Neftóbakið virðist hafa komist í tísku árið 2007 sem munntóbak, og hefur notkun þess vaxið allar götur síðan. Eftir verðhækkunina hægði að vísu á aukningunni en nú virðast áhrifin af henni horfin og jókst neyslan í fyrra eins og áður segir; aukning um tæplega fimm og hálft tonn á einu ári. Viðar var meðal annars spurður hverjir væru að nota neftóbakið? „Við sjáum það í okkar mælingum að þetta eru aðallega ungir karlmenn. Áttatíu prósent neftóbaks endar á munni þeirra. Það er töluvert um blandaða neyslu, við sjáum að ungir karlmenn reykja alveg til jafns við ungar stúlkur. Þetta virðist að stærstum hluta viðbótarneysla.“Og þá er það spurningin: Vitum við eitthvað um skaðsemi þessa? „Skaðsemin er þekkt að því marki að í tóbakinu eru þekkt 28 krabbameinsvaldandi efni. En það er vissulega vöntun á langtíma rannsóknum sem sýna hversu skaðlegt þetta er. Ungir karlmenn verða mjög háðir þessari neyslu og sænskar rannsóknir sýna að ungir karlmenn eru með í vörinni kannski 13 tíma á dag,“ segir Viðar.
Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Sjá meira