Jón Gnarr krefst rannsóknar á neftóbaki Jakob Bjarnar skrifar 7. janúar 2015 12:00 Sala á neftóbaki hefur aukist á árinu 2014, eða um tæp 20 prósent. Alls seldust 33 tonn af neftóbaki en tæp 28 tonn seldust árið 2013. Þessi frétt hefur vakið athygli Jóns Gnarrs fyrrverandi borgarstjóra og nú skemmtikrafts. Hann bendir á að sænska snúsið sem bannað var hér á landi fyrir nokkru árum hafi verið rannsakað „í ræmur en ég veit ekki til þess að nokkur rannsókn hafi farið fram á Íslensku neftóbaki. Ég held að enginn viti hvað er nákvæmlega í því og hver skaðsemin af því er,“ segir Jón og bendir á að þessi vara sé framleidd af íslenska ríkinu. Jóni finnst skjóta skökku við að Landlæknisembættið sé ekki virkt á Facebook þó það sé viðurkennd leið til að koma mikilvægum skilaboðum á framfæri, beint til fólks, en því sé ekki að fagna: „Ef ungt fólk er að moka þessu uppí sig í tonnavís eigum við þá ekki sjálfsagðan rétt á því að fá að vita hvað er í þessu og hvaða hættur þetta hefur í för með sér? Hvað segja læknar um þetta? Er ekki eitthvað mjög skrítið við þetta?“ spyr Jón Gnarr. Gissur Sigurðsson fjallaði ítarlega um málið á Bylgjunni, en þar segir meðal annars að tvöföldun á verði tóbaksins fyrir tveimur árum hefur engin áhrif lengur og virðast neytendur bæta tóbaksneyslunni við reykingar. Rætt var við Viðar Jensson hjá Landlæknisembættinu. Neftóbakið virðist hafa komist í tísku árið 2007 sem munntóbak, og hefur notkun þess vaxið allar götur síðan. Eftir verðhækkunina hægði að vísu á aukningunni en nú virðast áhrifin af henni horfin og jókst neyslan í fyrra eins og áður segir; aukning um tæplega fimm og hálft tonn á einu ári. Viðar var meðal annars spurður hverjir væru að nota neftóbakið? „Við sjáum það í okkar mælingum að þetta eru aðallega ungir karlmenn. Áttatíu prósent neftóbaks endar á munni þeirra. Það er töluvert um blandaða neyslu, við sjáum að ungir karlmenn reykja alveg til jafns við ungar stúlkur. Þetta virðist að stærstum hluta viðbótarneysla.“Og þá er það spurningin: Vitum við eitthvað um skaðsemi þessa? „Skaðsemin er þekkt að því marki að í tóbakinu eru þekkt 28 krabbameinsvaldandi efni. En það er vissulega vöntun á langtíma rannsóknum sem sýna hversu skaðlegt þetta er. Ungir karlmenn verða mjög háðir þessari neyslu og sænskar rannsóknir sýna að ungir karlmenn eru með í vörinni kannski 13 tíma á dag,“ segir Viðar. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Sjá meira
Sala á neftóbaki hefur aukist á árinu 2014, eða um tæp 20 prósent. Alls seldust 33 tonn af neftóbaki en tæp 28 tonn seldust árið 2013. Þessi frétt hefur vakið athygli Jóns Gnarrs fyrrverandi borgarstjóra og nú skemmtikrafts. Hann bendir á að sænska snúsið sem bannað var hér á landi fyrir nokkru árum hafi verið rannsakað „í ræmur en ég veit ekki til þess að nokkur rannsókn hafi farið fram á Íslensku neftóbaki. Ég held að enginn viti hvað er nákvæmlega í því og hver skaðsemin af því er,“ segir Jón og bendir á að þessi vara sé framleidd af íslenska ríkinu. Jóni finnst skjóta skökku við að Landlæknisembættið sé ekki virkt á Facebook þó það sé viðurkennd leið til að koma mikilvægum skilaboðum á framfæri, beint til fólks, en því sé ekki að fagna: „Ef ungt fólk er að moka þessu uppí sig í tonnavís eigum við þá ekki sjálfsagðan rétt á því að fá að vita hvað er í þessu og hvaða hættur þetta hefur í för með sér? Hvað segja læknar um þetta? Er ekki eitthvað mjög skrítið við þetta?“ spyr Jón Gnarr. Gissur Sigurðsson fjallaði ítarlega um málið á Bylgjunni, en þar segir meðal annars að tvöföldun á verði tóbaksins fyrir tveimur árum hefur engin áhrif lengur og virðast neytendur bæta tóbaksneyslunni við reykingar. Rætt var við Viðar Jensson hjá Landlæknisembættinu. Neftóbakið virðist hafa komist í tísku árið 2007 sem munntóbak, og hefur notkun þess vaxið allar götur síðan. Eftir verðhækkunina hægði að vísu á aukningunni en nú virðast áhrifin af henni horfin og jókst neyslan í fyrra eins og áður segir; aukning um tæplega fimm og hálft tonn á einu ári. Viðar var meðal annars spurður hverjir væru að nota neftóbakið? „Við sjáum það í okkar mælingum að þetta eru aðallega ungir karlmenn. Áttatíu prósent neftóbaks endar á munni þeirra. Það er töluvert um blandaða neyslu, við sjáum að ungir karlmenn reykja alveg til jafns við ungar stúlkur. Þetta virðist að stærstum hluta viðbótarneysla.“Og þá er það spurningin: Vitum við eitthvað um skaðsemi þessa? „Skaðsemin er þekkt að því marki að í tóbakinu eru þekkt 28 krabbameinsvaldandi efni. En það er vissulega vöntun á langtíma rannsóknum sem sýna hversu skaðlegt þetta er. Ungir karlmenn verða mjög háðir þessari neyslu og sænskar rannsóknir sýna að ungir karlmenn eru með í vörinni kannski 13 tíma á dag,“ segir Viðar.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Sjá meira