Ráðherrar fjarverandi umræður um stærstu efnahagsaðgerð íslandssögunnar Heimir Már Pétursson skrifar 4. nóvember 2015 12:53 Ráðherrar tóku ekki þátt í umræðum um frumvarp fjármálaráðherra á Alþingi í gær sem tengist stöðugleikasamkomulagi við föllnu bankanna og fjármálaráðherra hefur kallað stærstu efnahagsaðgerð Íslandssögunnar. Fyrrverandi fjármálaráðherra segir eins gott að ekkert klikki í þessari aðgerð sem snýst um hundruð milljarða hagsmuni þjóðarinnar. Önnur umræða um frumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um breytingar á lögum um tekjuskatt stóð fram undir miðnætti á Alþingi í gær. Frumvarpið tengist stöðugleikasamningum föllnu bankanna og þar með því sem fjármálaráðherra hefur kallað stærstu efnahagsaðgerð Íslandssögunnar. En í greinargerð með frumvarpinu segir að markmiðið sé skapa frekari forsendur fyrir því að þrotabúin geti lokið þeim áfanga í slitameðferð að hafa fengið nauðasamning staðfestan af dómstólum fyrir næstu áramót. Það liggur því mikið við og tíminn er naumur. Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi fjármálaráðherra vakti athygli á fjarveru fjármálaráðherra og annarra ráðherra í umræðunni í gærkvöldi. „Þetta er síðasta umræða Alþingis um þetta risavaxna mál. Þetta frumvarp sem að vísu snýr aðallega að efnislega að tæknilegum þattum, er samt hluti að grundvelli þessarar miklu efnahagsaðgerðar. Sem hæstvirtur fjármálaráðherra lét jafnvel hafa eftir sér að kynni að vera stærsta efnahagsaðgerð sem Íslandssögunnar. Tók ég ekki rétt eftir þar?,“ sagði Steingrímur. Í ljósi stærðar og mikilvægi málsins væri fjarvera fjármálaráðherra og annarra ráðherra í umræðunni einkennileg. „Hæstvirtur fjármálaráðherra hefur því miður ekkert blandað sér í málið. Sást aðeins á hlaupum hér í þinghúsinu um miðjan dag í dag og hvarf svo. Sem og gufaði forsætisráðherra mjög snarlega upp eftir að hafa aðeins rekið hér inn nefið og hefur síðan teflt fram fótgönguliðum sínum í andsvör,“ sagði fjármálaráðherrann fyrrverandi. Steingrímur benti á að væntanlegt uppgjör þrótabúa gömlu bankanna fæli í sér samkomulag við erlendra kröfuhafa og sagðist vona að allt færi vel á endanum. En minnti á að seðlabankastjóri hefði sagt að Íslendingar hefðu aðeins „eitt skot í byssunni“ við lokaafgreiðslu þessa risvaxna hagsmunamáls sem snérist um hundruð milljarða króna. Steingrímur rifjaði upp stór orð forsætisráðherra um kröfuhafana þegar hann var í stjórnarandstöðu. „Hæstvirtur forsætisráðherra fer nú fyrir ríkisstjórn sem er að semja við kröfuhafana og sannanlega veita þeim verulegan afslátt frá þeim fjárskuldbindingum sem fólgnar hefðu verið í því að þeir greiddu fullan stöðugleikaskat.og menn hafa farið hér ágætlega yfir í dag. Ég held að myndin hafi skýrst , eða ég vona það, af hinu skapandi bókhaldi sem beitt er til að blása út umfang þessara stöðugleikaskilyrða eða stöðugleikaframlaga aðgerðar, borið saman við skattinn,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon á Alþingi í gærkvöldi. Annarri umræðu um frumvarpið lauk í gærkvöldi en atkvæðagreiðsla að henni lokinni fer fram á Alþingi síðar í dag. Alþingi Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Ráðherrar tóku ekki þátt í umræðum um frumvarp fjármálaráðherra á Alþingi í gær sem tengist stöðugleikasamkomulagi við föllnu bankanna og fjármálaráðherra hefur kallað stærstu efnahagsaðgerð Íslandssögunnar. Fyrrverandi fjármálaráðherra segir eins gott að ekkert klikki í þessari aðgerð sem snýst um hundruð milljarða hagsmuni þjóðarinnar. Önnur umræða um frumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um breytingar á lögum um tekjuskatt stóð fram undir miðnætti á Alþingi í gær. Frumvarpið tengist stöðugleikasamningum föllnu bankanna og þar með því sem fjármálaráðherra hefur kallað stærstu efnahagsaðgerð Íslandssögunnar. En í greinargerð með frumvarpinu segir að markmiðið sé skapa frekari forsendur fyrir því að þrotabúin geti lokið þeim áfanga í slitameðferð að hafa fengið nauðasamning staðfestan af dómstólum fyrir næstu áramót. Það liggur því mikið við og tíminn er naumur. Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi fjármálaráðherra vakti athygli á fjarveru fjármálaráðherra og annarra ráðherra í umræðunni í gærkvöldi. „Þetta er síðasta umræða Alþingis um þetta risavaxna mál. Þetta frumvarp sem að vísu snýr aðallega að efnislega að tæknilegum þattum, er samt hluti að grundvelli þessarar miklu efnahagsaðgerðar. Sem hæstvirtur fjármálaráðherra lét jafnvel hafa eftir sér að kynni að vera stærsta efnahagsaðgerð sem Íslandssögunnar. Tók ég ekki rétt eftir þar?,“ sagði Steingrímur. Í ljósi stærðar og mikilvægi málsins væri fjarvera fjármálaráðherra og annarra ráðherra í umræðunni einkennileg. „Hæstvirtur fjármálaráðherra hefur því miður ekkert blandað sér í málið. Sást aðeins á hlaupum hér í þinghúsinu um miðjan dag í dag og hvarf svo. Sem og gufaði forsætisráðherra mjög snarlega upp eftir að hafa aðeins rekið hér inn nefið og hefur síðan teflt fram fótgönguliðum sínum í andsvör,“ sagði fjármálaráðherrann fyrrverandi. Steingrímur benti á að væntanlegt uppgjör þrótabúa gömlu bankanna fæli í sér samkomulag við erlendra kröfuhafa og sagðist vona að allt færi vel á endanum. En minnti á að seðlabankastjóri hefði sagt að Íslendingar hefðu aðeins „eitt skot í byssunni“ við lokaafgreiðslu þessa risvaxna hagsmunamáls sem snérist um hundruð milljarða króna. Steingrímur rifjaði upp stór orð forsætisráðherra um kröfuhafana þegar hann var í stjórnarandstöðu. „Hæstvirtur forsætisráðherra fer nú fyrir ríkisstjórn sem er að semja við kröfuhafana og sannanlega veita þeim verulegan afslátt frá þeim fjárskuldbindingum sem fólgnar hefðu verið í því að þeir greiddu fullan stöðugleikaskat.og menn hafa farið hér ágætlega yfir í dag. Ég held að myndin hafi skýrst , eða ég vona það, af hinu skapandi bókhaldi sem beitt er til að blása út umfang þessara stöðugleikaskilyrða eða stöðugleikaframlaga aðgerðar, borið saman við skattinn,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon á Alþingi í gærkvöldi. Annarri umræðu um frumvarpið lauk í gærkvöldi en atkvæðagreiðsla að henni lokinni fer fram á Alþingi síðar í dag.
Alþingi Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira