Aukið vísindasamstarf við Kína Stefán Árni Pálsson skrifar 21. apríl 2015 13:24 Hallgrímur Jónasson og Dr. Yang Wei forstöðumaður NSFC, en fyrir aftan eru Ari Jónsson rektor Háskólans í Reykjavík, Stefán Skjaldarson sendiherra Íslands í Kína, Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, Ragnar Baldursson sendiráði Íslands í Kína, Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands, Sigríður Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra, og Karitas H. Gunnarsdóttir skrifstofustjóri í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, ásamt fulltrúum frá NSFC. mynd/rannís Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, fór í formlega heimsókn til Kína í mars á þessu ári en tilgangur ferðarinnar var að undirrita samstarfsyfirlýsingu við Natural Science Foundation of China (NSFC) og þróa áframhaldandi vísindasamstarf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannís. Um er að ræða samstarf á sviði norðurslóða með Heimskautastofnun Kína, Polar Research Institute of China (PRIC). Samstarfsyfirlýsingin við NSFC er til fimm ára og kemur m.a. til með að styrkja það samstarf sem nú þegar er til staðar við kínverskar vísindastofnanir. Í tilkynningunni segir að NSFC leggi áherslu á að auka gæði vísindastarfs í Kína með auknu alþjóðasamstarfi og skiptidvöl vísindamanna. Í samstarfssamningnum við Rannís er lögð áhersla á hafvísindi, heimskautarannsóknir, loftslagsbreytingar og jarðvísindi og önnur svið sem áhugaverð eru til samstarfs. Til að byrja með verður áhersla á að bjóða upp á rannsóknadvöl í hvoru landi fyrir sig, vinnufundi og málstofur. Hallgrímur Jónasson, forstöðumaður Rannís, tók þátt í heimsókninni. Í heimsókninni voru haldnir fundir með ráðherrum menntamála, menningarmála og vísinda- og tæknimála í Kína. Illugi undirritaði viljayfirlýsingu um samstarf ríkjanna á sviði vísinda og rannsókna við Wang Gang, ráðherra vísinda og tækni í Kína. Heimsóttir voru tveir háskólar, Hebei háskóli í Baoding og Tsinghua háskóli í Peking.Hallgrímur Jónasson forstöðumaður Rannís og Dr. Yang Wei forstjóri NSFC í Kína.mynd/rannísFundur var haldinn með Natural Science Foundation of China (NSFC), þar sem Illugi fjallaði um megináherslur Íslands í samstarfinu við Kína og vilja til þess að stuðla að vísindalegu samstarfi á milli þjóðanna og fjallað var um þá möguleika sem felast í samstarfi stofnananna, meðal annars á sviði hafrannsókna, loftslagsbreytinga, heimskautarannsókna, jarðvísinda og fleiri sviða. Einnig hittu íslensku fulltrúarnir aðila frá Hafmálastofnun Kína og Heimskautastofnun Kína, Polar Research Institute of China (PRIC) og ræddu vísindasamstarf á norðurslóðum.Nokkur samstarfsverkefni eru þegar í gangi á þessum vettvangi og má þar helst telja:Árleg kínversk-norræn norðurslóðaráðstefna undir forystu Rannís og PRIC, frá því 2013.Sameiginleg rannsóknamiðstöð Kína og Norðurlanda í Shanghai sem hóf starfsemi sína í árslok 2013 en PRIC og Rannís leiddu undirbúning að stofnun miðstöðvarinnar.SameiginlegNorðurljósarannsóknastöð Íslands og Kína, staðsett að Kárhóli í Reykjadal. Þar er gert ráð fyrir að byggja þriggja hæða rannsóknahús, um 750m2 að flatarmáli. Áætlaður framkvæmdakostnaður er 300-350 m.kr. Gert er ráð fyrir að vísindaaðstaða verði opnuð 2016 og sérstök gestastofa 2017. Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, fór í formlega heimsókn til Kína í mars á þessu ári en tilgangur ferðarinnar var að undirrita samstarfsyfirlýsingu við Natural Science Foundation of China (NSFC) og þróa áframhaldandi vísindasamstarf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannís. Um er að ræða samstarf á sviði norðurslóða með Heimskautastofnun Kína, Polar Research Institute of China (PRIC). Samstarfsyfirlýsingin við NSFC er til fimm ára og kemur m.a. til með að styrkja það samstarf sem nú þegar er til staðar við kínverskar vísindastofnanir. Í tilkynningunni segir að NSFC leggi áherslu á að auka gæði vísindastarfs í Kína með auknu alþjóðasamstarfi og skiptidvöl vísindamanna. Í samstarfssamningnum við Rannís er lögð áhersla á hafvísindi, heimskautarannsóknir, loftslagsbreytingar og jarðvísindi og önnur svið sem áhugaverð eru til samstarfs. Til að byrja með verður áhersla á að bjóða upp á rannsóknadvöl í hvoru landi fyrir sig, vinnufundi og málstofur. Hallgrímur Jónasson, forstöðumaður Rannís, tók þátt í heimsókninni. Í heimsókninni voru haldnir fundir með ráðherrum menntamála, menningarmála og vísinda- og tæknimála í Kína. Illugi undirritaði viljayfirlýsingu um samstarf ríkjanna á sviði vísinda og rannsókna við Wang Gang, ráðherra vísinda og tækni í Kína. Heimsóttir voru tveir háskólar, Hebei háskóli í Baoding og Tsinghua háskóli í Peking.Hallgrímur Jónasson forstöðumaður Rannís og Dr. Yang Wei forstjóri NSFC í Kína.mynd/rannísFundur var haldinn með Natural Science Foundation of China (NSFC), þar sem Illugi fjallaði um megináherslur Íslands í samstarfinu við Kína og vilja til þess að stuðla að vísindalegu samstarfi á milli þjóðanna og fjallað var um þá möguleika sem felast í samstarfi stofnananna, meðal annars á sviði hafrannsókna, loftslagsbreytinga, heimskautarannsókna, jarðvísinda og fleiri sviða. Einnig hittu íslensku fulltrúarnir aðila frá Hafmálastofnun Kína og Heimskautastofnun Kína, Polar Research Institute of China (PRIC) og ræddu vísindasamstarf á norðurslóðum.Nokkur samstarfsverkefni eru þegar í gangi á þessum vettvangi og má þar helst telja:Árleg kínversk-norræn norðurslóðaráðstefna undir forystu Rannís og PRIC, frá því 2013.Sameiginleg rannsóknamiðstöð Kína og Norðurlanda í Shanghai sem hóf starfsemi sína í árslok 2013 en PRIC og Rannís leiddu undirbúning að stofnun miðstöðvarinnar.SameiginlegNorðurljósarannsóknastöð Íslands og Kína, staðsett að Kárhóli í Reykjadal. Þar er gert ráð fyrir að byggja þriggja hæða rannsóknahús, um 750m2 að flatarmáli. Áætlaður framkvæmdakostnaður er 300-350 m.kr. Gert er ráð fyrir að vísindaaðstaða verði opnuð 2016 og sérstök gestastofa 2017.
Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira