Hilmir Gauti farinn að leika sér á Barnaspítalanum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. apríl 2015 18:30 Hilmir Gauti lék við hvern sinn fingur í dag en hann verður líklega útskrifaður af sjúkrahúsinu á næstu dögum. Þetta er alveg magnað segir móðir drengs, sem hefur náð nær fullum bata, eftir að hafa verið fluttur þungt haldinn á Landspítalann í síðustu viku eftir slys í Læknum í Hafnarfirði. Í dag er aðeins vika síðan að Hilmir Gauti, sem er níu ára, var fluttur þungt haldinn á Landspítalann eftir að hafa fest í affalli Reykdalsstíflu í Læknum í Hafnarfirði. Þegar við hittum hann og fjölskyldu hans á Barnaspítala Hringsins í dag lék Hilmir Gauti, við hvern sinn fingur en hann verður líklega útskrifaður af sjúkrahúsinu á næstu dögum. „Fyrstu fréttir voru náttúrulega skelfilegar þannig að þetta er algjörlega búið að snúast við síðan þá,“ segir Bjarni Einarsson faðir Hilmis Gauta. Foreldrarnir eru að vonum í skýjunum með það hversu hratt Hilmir Gauti hefur náð fyrri heilsu. Móðir hans segir það kraftaverki líkast hversu vel fór. „Alveg magnað,“ segir Hafdís Jónsdóttir. Sérhæfð kælimeðferð var notuð þegar komið var með Hilmi Gauta á spítalann til að koma í veg fyrir heilaskaða. Þannig var líkami Hilmis Gauta kældur í tvo sólarhringa í 32-34 gráður. Foreldrar Hilmis höfðu aldrei heyrt af þessari meðferð áður. „Ég hef ekki vitað af, vitað af, þessum kælimeðferðum og ekki kannski þorað að ímynda mér það,“ segir Bjarni. Þau segjast þakklát öllum sem komu að björgun drengjanna. „Allt starfsfólk og sjúkrahúsið og lögreglan og allir sem að hafa komið að þessari björgun og þessari umönnun drengjanna okkar er alveg ótrúleg og barnanna allra og við erum ævinlega þakklát fyrir það,“ segir Bjarni. Þegar Hilmir Gauti festist í affallinu var mikill vatnsstraumur í stíflunni. Einar Árni bróðir hans reyndi að koma honum til bjargar en festist líka. „Mjög skrýtnar aðstæður að það skuli geta myndast þetta sog og þessi hringrás þarna. Það er eitthvað sem við gerðum okkur ekki grein fyrir. Ég hefði allavega aldrei hleypt börnunum mínum að leika þarna ef að ég hefði haft hugmynd það að þessi hætta hefði verið þarna. Maður einhvern veginn finnst þetta vera svo langt frá sér bæði svona slys og að gera sér grein fyrir því að þessar aðstæður skuli vera svona nánast inni í miðjum bæ og nálægt því afdrepi sem að við höfum haft í Hafnarfirði. Þannig að mín tilmæli eru bara að fólk verði á varðbergi og skoði umhverfi sitt og hættur sem að geta leynst sem einhvern veginn fólk hefur bara horft framhjá hingað. Áttað sig ekki á,“ segir Bjarni. Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Tengdar fréttir Foreldrar drengjanna: Áttuðu sig ekki á hættunni "Maður hefði ekki búist við þessari hættu þarna, “ segir Hafdís Jónsdóttir móðir Hilmis Gauta níu ára drengs sem var fluttur þungt haldinn á Landspítalann eftir slys við Reykdalsstíflu í Læknum í Hafnarfirði. 21. apríl 2015 15:11 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Þetta er alveg magnað segir móðir drengs, sem hefur náð nær fullum bata, eftir að hafa verið fluttur þungt haldinn á Landspítalann í síðustu viku eftir slys í Læknum í Hafnarfirði. Í dag er aðeins vika síðan að Hilmir Gauti, sem er níu ára, var fluttur þungt haldinn á Landspítalann eftir að hafa fest í affalli Reykdalsstíflu í Læknum í Hafnarfirði. Þegar við hittum hann og fjölskyldu hans á Barnaspítala Hringsins í dag lék Hilmir Gauti, við hvern sinn fingur en hann verður líklega útskrifaður af sjúkrahúsinu á næstu dögum. „Fyrstu fréttir voru náttúrulega skelfilegar þannig að þetta er algjörlega búið að snúast við síðan þá,“ segir Bjarni Einarsson faðir Hilmis Gauta. Foreldrarnir eru að vonum í skýjunum með það hversu hratt Hilmir Gauti hefur náð fyrri heilsu. Móðir hans segir það kraftaverki líkast hversu vel fór. „Alveg magnað,“ segir Hafdís Jónsdóttir. Sérhæfð kælimeðferð var notuð þegar komið var með Hilmi Gauta á spítalann til að koma í veg fyrir heilaskaða. Þannig var líkami Hilmis Gauta kældur í tvo sólarhringa í 32-34 gráður. Foreldrar Hilmis höfðu aldrei heyrt af þessari meðferð áður. „Ég hef ekki vitað af, vitað af, þessum kælimeðferðum og ekki kannski þorað að ímynda mér það,“ segir Bjarni. Þau segjast þakklát öllum sem komu að björgun drengjanna. „Allt starfsfólk og sjúkrahúsið og lögreglan og allir sem að hafa komið að þessari björgun og þessari umönnun drengjanna okkar er alveg ótrúleg og barnanna allra og við erum ævinlega þakklát fyrir það,“ segir Bjarni. Þegar Hilmir Gauti festist í affallinu var mikill vatnsstraumur í stíflunni. Einar Árni bróðir hans reyndi að koma honum til bjargar en festist líka. „Mjög skrýtnar aðstæður að það skuli geta myndast þetta sog og þessi hringrás þarna. Það er eitthvað sem við gerðum okkur ekki grein fyrir. Ég hefði allavega aldrei hleypt börnunum mínum að leika þarna ef að ég hefði haft hugmynd það að þessi hætta hefði verið þarna. Maður einhvern veginn finnst þetta vera svo langt frá sér bæði svona slys og að gera sér grein fyrir því að þessar aðstæður skuli vera svona nánast inni í miðjum bæ og nálægt því afdrepi sem að við höfum haft í Hafnarfirði. Þannig að mín tilmæli eru bara að fólk verði á varðbergi og skoði umhverfi sitt og hættur sem að geta leynst sem einhvern veginn fólk hefur bara horft framhjá hingað. Áttað sig ekki á,“ segir Bjarni.
Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Tengdar fréttir Foreldrar drengjanna: Áttuðu sig ekki á hættunni "Maður hefði ekki búist við þessari hættu þarna, “ segir Hafdís Jónsdóttir móðir Hilmis Gauta níu ára drengs sem var fluttur þungt haldinn á Landspítalann eftir slys við Reykdalsstíflu í Læknum í Hafnarfirði. 21. apríl 2015 15:11 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Foreldrar drengjanna: Áttuðu sig ekki á hættunni "Maður hefði ekki búist við þessari hættu þarna, “ segir Hafdís Jónsdóttir móðir Hilmis Gauta níu ára drengs sem var fluttur þungt haldinn á Landspítalann eftir slys við Reykdalsstíflu í Læknum í Hafnarfirði. 21. apríl 2015 15:11