Vilja nýta góð samskipti Ólafs Ragnars og Putin Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2015 23:22 Ólafur Ragnar Grímsson og Vladimir Putin árið 2013. Vísir/Getty Stjórn Landssambands smábátaeigenda lýsir yfir miklum áhyggjum vegna ákvörðunar Rússa að setja viðskiptabann á vörur frá Íslandi. Sambandið hvetur ríkisstjórn Íslands, sem og stjórnarandstöðu, til þess að „taka höndum saman og gera allt sem í þeirra valdi er til að endurheimta viðskiptasambönd við Rússland.“ Þá vísar LS til góðra samskipta sem hafi skapast á milli Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, og Vladimir Putin, forseta Rússlands. Þau samskipti væri hægt að nýta „við að finna lausn á þeirri alvarlegu stöðu sem málið er komið í.“ Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landssambands smábátaeigenda. Í tilkynningunni segir að LS hafi varað við þeirri stöðu sem upp er komin fyrir ári síðan. Jafnvel hafi samtökin gagnrýnt að ekki hafi verið haft samráð við söluaðila sjávarafurða þegar utanríkisráðherra heimsótti Úkraínu í fyrra. „Yfirlýsingar voru gefnar sem ljóst var að hefðu áhrif á áratuga viðskipti við vinaþjóð Íslendinga - Rússland. LS hvatti þá til að varlega yrði farið í þessum málum því gríðarlegir hagsmunir væru þar undir. Íslendingar sluppu það sinnið við að lenda á lista yfir þjóðir sem Rússar settu viðskiptabann á.“ Þá segir að því miður hafi þessi mál þróast á enn verri veg og að nú sé eitt verðmætasta viðskiptasamband þjóðarinnar í uppnámi. „Verðmæti markaðarins telur í tugum milljarða.“ „Þegar þetta er ritað hefur ríkisstjórnin enn ekki komið saman til að ræða þá grafalvarlegu stöðu sem upp er komin. Það er Landssambandi smábátaeigenda verulegt áhyggjuefni að upplifa bóltöku í þessu mikilvæga málefni.“ Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Stjórn Landssambands smábátaeigenda lýsir yfir miklum áhyggjum vegna ákvörðunar Rússa að setja viðskiptabann á vörur frá Íslandi. Sambandið hvetur ríkisstjórn Íslands, sem og stjórnarandstöðu, til þess að „taka höndum saman og gera allt sem í þeirra valdi er til að endurheimta viðskiptasambönd við Rússland.“ Þá vísar LS til góðra samskipta sem hafi skapast á milli Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, og Vladimir Putin, forseta Rússlands. Þau samskipti væri hægt að nýta „við að finna lausn á þeirri alvarlegu stöðu sem málið er komið í.“ Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landssambands smábátaeigenda. Í tilkynningunni segir að LS hafi varað við þeirri stöðu sem upp er komin fyrir ári síðan. Jafnvel hafi samtökin gagnrýnt að ekki hafi verið haft samráð við söluaðila sjávarafurða þegar utanríkisráðherra heimsótti Úkraínu í fyrra. „Yfirlýsingar voru gefnar sem ljóst var að hefðu áhrif á áratuga viðskipti við vinaþjóð Íslendinga - Rússland. LS hvatti þá til að varlega yrði farið í þessum málum því gríðarlegir hagsmunir væru þar undir. Íslendingar sluppu það sinnið við að lenda á lista yfir þjóðir sem Rússar settu viðskiptabann á.“ Þá segir að því miður hafi þessi mál þróast á enn verri veg og að nú sé eitt verðmætasta viðskiptasamband þjóðarinnar í uppnámi. „Verðmæti markaðarins telur í tugum milljarða.“ „Þegar þetta er ritað hefur ríkisstjórnin enn ekki komið saman til að ræða þá grafalvarlegu stöðu sem upp er komin. Það er Landssambandi smábátaeigenda verulegt áhyggjuefni að upplifa bóltöku í þessu mikilvæga málefni.“
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira