Vilja nýta góð samskipti Ólafs Ragnars og Putin Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2015 23:22 Ólafur Ragnar Grímsson og Vladimir Putin árið 2013. Vísir/Getty Stjórn Landssambands smábátaeigenda lýsir yfir miklum áhyggjum vegna ákvörðunar Rússa að setja viðskiptabann á vörur frá Íslandi. Sambandið hvetur ríkisstjórn Íslands, sem og stjórnarandstöðu, til þess að „taka höndum saman og gera allt sem í þeirra valdi er til að endurheimta viðskiptasambönd við Rússland.“ Þá vísar LS til góðra samskipta sem hafi skapast á milli Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, og Vladimir Putin, forseta Rússlands. Þau samskipti væri hægt að nýta „við að finna lausn á þeirri alvarlegu stöðu sem málið er komið í.“ Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landssambands smábátaeigenda. Í tilkynningunni segir að LS hafi varað við þeirri stöðu sem upp er komin fyrir ári síðan. Jafnvel hafi samtökin gagnrýnt að ekki hafi verið haft samráð við söluaðila sjávarafurða þegar utanríkisráðherra heimsótti Úkraínu í fyrra. „Yfirlýsingar voru gefnar sem ljóst var að hefðu áhrif á áratuga viðskipti við vinaþjóð Íslendinga - Rússland. LS hvatti þá til að varlega yrði farið í þessum málum því gríðarlegir hagsmunir væru þar undir. Íslendingar sluppu það sinnið við að lenda á lista yfir þjóðir sem Rússar settu viðskiptabann á.“ Þá segir að því miður hafi þessi mál þróast á enn verri veg og að nú sé eitt verðmætasta viðskiptasamband þjóðarinnar í uppnámi. „Verðmæti markaðarins telur í tugum milljarða.“ „Þegar þetta er ritað hefur ríkisstjórnin enn ekki komið saman til að ræða þá grafalvarlegu stöðu sem upp er komin. Það er Landssambandi smábátaeigenda verulegt áhyggjuefni að upplifa bóltöku í þessu mikilvæga málefni.“ Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Sjá meira
Stjórn Landssambands smábátaeigenda lýsir yfir miklum áhyggjum vegna ákvörðunar Rússa að setja viðskiptabann á vörur frá Íslandi. Sambandið hvetur ríkisstjórn Íslands, sem og stjórnarandstöðu, til þess að „taka höndum saman og gera allt sem í þeirra valdi er til að endurheimta viðskiptasambönd við Rússland.“ Þá vísar LS til góðra samskipta sem hafi skapast á milli Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, og Vladimir Putin, forseta Rússlands. Þau samskipti væri hægt að nýta „við að finna lausn á þeirri alvarlegu stöðu sem málið er komið í.“ Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landssambands smábátaeigenda. Í tilkynningunni segir að LS hafi varað við þeirri stöðu sem upp er komin fyrir ári síðan. Jafnvel hafi samtökin gagnrýnt að ekki hafi verið haft samráð við söluaðila sjávarafurða þegar utanríkisráðherra heimsótti Úkraínu í fyrra. „Yfirlýsingar voru gefnar sem ljóst var að hefðu áhrif á áratuga viðskipti við vinaþjóð Íslendinga - Rússland. LS hvatti þá til að varlega yrði farið í þessum málum því gríðarlegir hagsmunir væru þar undir. Íslendingar sluppu það sinnið við að lenda á lista yfir þjóðir sem Rússar settu viðskiptabann á.“ Þá segir að því miður hafi þessi mál þróast á enn verri veg og að nú sé eitt verðmætasta viðskiptasamband þjóðarinnar í uppnámi. „Verðmæti markaðarins telur í tugum milljarða.“ „Þegar þetta er ritað hefur ríkisstjórnin enn ekki komið saman til að ræða þá grafalvarlegu stöðu sem upp er komin. Það er Landssambandi smábátaeigenda verulegt áhyggjuefni að upplifa bóltöku í þessu mikilvæga málefni.“
Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Sjá meira