Enski boltinn

Ekki ókeypis að sjá kveðjuleik Gerrard á Anfield

Mun Gerrard fagna í lokaheimaleiknum?
Mun Gerrard fagna í lokaheimaleiknum? vísir/getty
Þeir stuðningsmenn Liverpool sem ætla að kveðja Steven Gerrard munu þurfa að opna veskið rækilega.

Miðar á síðasta heimaleik Gerrard með Liverpool kosta allt að 275 þúsund krónum. Ódýrustu miðarnir eru á 20 þúsund krónur.

Leikurinn fer fram á Anfield um næstu helgi en lokaleikur Gerrard er útileikur gegn Stoke um þarnæstu helgi.

Heyrst hefur að leikmenn muni standa heiðursvörð fyrir Gerrard fyrir leikinn en ljóst er að þetta verður tilfinningaþrungin stund fyrir marga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×