Menning

Dönsuðu lóðrétt í miðbænum

Samúel Karl Ólason skrifar
Þetta er í fyrsta sinn sem hópurinn sýnir hér á Íslandi.
Þetta er í fyrsta sinn sem hópurinn sýnir hér á Íslandi. Vísir/VALLI
Meðlimir danshópsins Bandaloop dönsuðu á veggjum gömlu Moggahallarinnar við Ingólfsstræti í dag. Atriðið var opnunaratriði Listahátíðar Reykjavíkur í dag. Um mikið sjónarspil var að ræða en fjölmargir fylgdust með dönsurunum leika listir sínar.

Bandaloop er bandarískur danshópur sem flutt hafa atriði sín víða um allan heim. Þau dansa svokallaðan loftdans og eru í línum svipuðum þeim sem notaðar eru við klettaklifur. Þetta er í fyrsta sinn sem hópurinn sýnir hér á Íslandi.

Myndir og myndbönd af atriðum Bandaloop um allan heim má sjá hér á heimasíðu þeirra.

Meðfylgjandi myndir tók Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins í dag.

Listahátíð Reykjaíkur mun standa yfir til 7. júní, en upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar má sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×