Dæmdur fyrir að hvetja unglingsstúlku til fíkniefnaneyslu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. júlí 2015 12:24 Kristján Markús Sívarsson í Héraðsdómi Reykjaness. vísir/vilhelm Skeljagrandabróðirinn Kristján Markús Sívarsson, sem dæmdur var í fjögurra ára og níu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness á mánudaginn, var meðal annars sakfelldur fyrir brot á barnaverndarlögum. Taldi dómurinn sannað að Kristján hafi hvatt 17 ára stúlku til neyslu fíkniefna þann 1. desember í fyrra en hann neitaði sök. Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og sá sem leitar að týndu börnunum, segir það ákveðin tímamót að sakfellt hafi verið fyrir það ákvæði barnaverndarlaga sem snýr að því þegar fullorðinn einstaklingur hvetur barn til neyslu til fíkniefna. Langt sé síðan sakfellt var fyrir ákvæðið. Guðmundur segir þó erfitt að átta sig á því hversu þunga refsingu Kristján Markús fékk fyrir brotið þar sem hann var sakfelldur í fjölda annarra mála og ein heildarrefsing dæmd.Sagði stúlkuna hafa verið í neyslu löngu áður en hann kynntist henni Fyrir dómi sagði Kristján það rétt að stúlkan hafi komið til hans þar sem hann dvaldi í Kópavogi í umrætt sinn. Hann kannaðist hins vegar ekki við að hafa látið hana hafa fíkniefni eða lyf eða hvatt hana til neyslu fíkniefna. Kristján sagðist þó oft hafa hitt stúlkuna þegar neysla hafi verið í gangi: „Þannig gæti vel verið að hann hafi sett 10 línur á borðið í partýi og sjálfur fengið sér tvær. Hann hafi hins vegar ekki stuðlað að hennar neyslu og hún hafi verið búin að vera í neyslu löngu áður en hann kynntist henni.” Þá taldi Kristján að stúlkan væri orðin 18 ára.Kristján og stúlkan „voða góðir vinir“ Stúlkan kom og gaf skýrslu fyrir dómi. Hún kvaðst hafa átt í samskiptum við Kristján Markús á þessum tíma en mundi þó ekki hvort að þau hafi talað saman eða hist akkúrat þann 1. desember. Þá gat hún ekki staðfest að Kristján hafi boðið henni fíkniefni þann dag. Spurð nánar út í samskipti sín og Kristjáns sagði stúlkan að þau hafi verið „voða góðir vinir.“ Sönnunarbyrðin í málum sem þessum getur oft reynst ákæruvaldinu erfið en í þessu tilfelli lágu fyrir upptökur og samantektir símtala, þar sem hringt var þann 1. desember úr númeri, skráðu á Kristján Markús, og í stúlkuna. Segir í dómi héraðsdóms að ekki hafi annað verið leitt í ljós en að Kristján hafi sjálfur hringt í stúlkuna í umrætt sinn.Moggakassi, einn feitur og Xanax pappi Í símtölunum sagði Kristján stúlkunni meðal annars að hann ætti „moggakassa, einn feitan og Xanax pappa,“ sem allt munu vera fíkniefni. Þá svaraði stúlkan: „O ég er til í það.“ Hún spurði jafnframt Kristján hvort það væri ekki rétt að hann væri að biðja hana um að koma til sín og játaði hann því. Kristján gerði síðan ráðstafanir svo að stúlkan kæmist til hans. Fjölskipaður héraðsdómur gefur lítið fyrir þær skýringar Kristjáns Markúsar að hann hafi talið stúlkuna vera orðna 18 ára gamla. Ekki verði annað ráðið en að þau hafi þekkst vel: „Ákærða mátti því vera ljóst hver var aldur brotaþola þegar hann að mati dómsins hvatti brotaþola til fíkniefnaneyslu í umrætt sinn og breytir engu að mati dómsins þótt brotaþoli hafi upplýst að barnaverndaryfirvöld hafi þá verið hætt afskiptum af henni.“Tvö önnur sambærileg mál til rannsóknar hjá lögreglunni Guðmundur, aðalvarðstjóri, segir tvö önnur sambærileg mál til rannsóknar hjá lögreglunni þar sem talið er að menn hafi hvatt stúlkur undir lögaldri til neyslu fíkniefna. Í öðru tilfellinu var stúlkan 13 ára og í hinu tilfellinu 14 ára. „Þessi unglingahópur, eða þessir krakkar sem eru að týnast, þau eru oft bara í samfloti með krökkum á svipuðum aldri. Ég hef þó sagt það áður, og segi það aftur, að þeir sem eru hættulegastir börnunum okkar eru í raun og veru þessir 18-25 ára strákar sem voru sjálfir í þessari stöðu þegar þeir voru yngri og eru ítrekað að fá stelpurnar til sín og gefa þeim fíkniefni.“ Í þeim tveimur málum sem lögreglan hefur nú til rannsóknar eru mennirnir einmitt á þeim aldri. Það á þó eftir að koma í ljós hvort rannsóknirnar leiði til ákæru en ef svo fer verði forvitnilegt að sjá hvort að tekið verði á því með sama hætti fyrir dómi. Guðmundur segir mál af þessu tagi þó ekki algeng en vandamálið sé til staðar. „Þetta er eitt af því sem embættið sá að var hægt að gera betur í. Að skoða hverjir það eru sem eru að hýsa þessa krakka, hverjir eru að gefa þeim efni og svo framvegis.“ Tengdar fréttir Skeljagrandabróðir sýknaður af báðum frelsissviptingunum Áttu að hafa átt sér stað í Vogum í Vatnsleysuströnd og Kópavogi í fyrra. 21. júlí 2015 20:15 Kristján Markús hlaut fjögur ár og níu mánuði Dæmdur meðal annars fyrir frelsissviptingu og ofbeldi. Fjórir aðrir hlutu dóm í málinu 20. júlí 2015 11:45 Skeljagrandabróðir á þungan fangelsisdóm yfir höfði sér fyrir „gróf og hrottafengin“ brot Dómur verður kveðinn upp í málum ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Ríkharði Ríkharðssyni, Marteini Jóhannssyni og tveimur 19 ára piltum í Héraðsdómi Reykjaness á mánudaginn. 17. júlí 2015 10:30 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Skeljagrandabróðirinn Kristján Markús Sívarsson, sem dæmdur var í fjögurra ára og níu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness á mánudaginn, var meðal annars sakfelldur fyrir brot á barnaverndarlögum. Taldi dómurinn sannað að Kristján hafi hvatt 17 ára stúlku til neyslu fíkniefna þann 1. desember í fyrra en hann neitaði sök. Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og sá sem leitar að týndu börnunum, segir það ákveðin tímamót að sakfellt hafi verið fyrir það ákvæði barnaverndarlaga sem snýr að því þegar fullorðinn einstaklingur hvetur barn til neyslu til fíkniefna. Langt sé síðan sakfellt var fyrir ákvæðið. Guðmundur segir þó erfitt að átta sig á því hversu þunga refsingu Kristján Markús fékk fyrir brotið þar sem hann var sakfelldur í fjölda annarra mála og ein heildarrefsing dæmd.Sagði stúlkuna hafa verið í neyslu löngu áður en hann kynntist henni Fyrir dómi sagði Kristján það rétt að stúlkan hafi komið til hans þar sem hann dvaldi í Kópavogi í umrætt sinn. Hann kannaðist hins vegar ekki við að hafa látið hana hafa fíkniefni eða lyf eða hvatt hana til neyslu fíkniefna. Kristján sagðist þó oft hafa hitt stúlkuna þegar neysla hafi verið í gangi: „Þannig gæti vel verið að hann hafi sett 10 línur á borðið í partýi og sjálfur fengið sér tvær. Hann hafi hins vegar ekki stuðlað að hennar neyslu og hún hafi verið búin að vera í neyslu löngu áður en hann kynntist henni.” Þá taldi Kristján að stúlkan væri orðin 18 ára.Kristján og stúlkan „voða góðir vinir“ Stúlkan kom og gaf skýrslu fyrir dómi. Hún kvaðst hafa átt í samskiptum við Kristján Markús á þessum tíma en mundi þó ekki hvort að þau hafi talað saman eða hist akkúrat þann 1. desember. Þá gat hún ekki staðfest að Kristján hafi boðið henni fíkniefni þann dag. Spurð nánar út í samskipti sín og Kristjáns sagði stúlkan að þau hafi verið „voða góðir vinir.“ Sönnunarbyrðin í málum sem þessum getur oft reynst ákæruvaldinu erfið en í þessu tilfelli lágu fyrir upptökur og samantektir símtala, þar sem hringt var þann 1. desember úr númeri, skráðu á Kristján Markús, og í stúlkuna. Segir í dómi héraðsdóms að ekki hafi annað verið leitt í ljós en að Kristján hafi sjálfur hringt í stúlkuna í umrætt sinn.Moggakassi, einn feitur og Xanax pappi Í símtölunum sagði Kristján stúlkunni meðal annars að hann ætti „moggakassa, einn feitan og Xanax pappa,“ sem allt munu vera fíkniefni. Þá svaraði stúlkan: „O ég er til í það.“ Hún spurði jafnframt Kristján hvort það væri ekki rétt að hann væri að biðja hana um að koma til sín og játaði hann því. Kristján gerði síðan ráðstafanir svo að stúlkan kæmist til hans. Fjölskipaður héraðsdómur gefur lítið fyrir þær skýringar Kristjáns Markúsar að hann hafi talið stúlkuna vera orðna 18 ára gamla. Ekki verði annað ráðið en að þau hafi þekkst vel: „Ákærða mátti því vera ljóst hver var aldur brotaþola þegar hann að mati dómsins hvatti brotaþola til fíkniefnaneyslu í umrætt sinn og breytir engu að mati dómsins þótt brotaþoli hafi upplýst að barnaverndaryfirvöld hafi þá verið hætt afskiptum af henni.“Tvö önnur sambærileg mál til rannsóknar hjá lögreglunni Guðmundur, aðalvarðstjóri, segir tvö önnur sambærileg mál til rannsóknar hjá lögreglunni þar sem talið er að menn hafi hvatt stúlkur undir lögaldri til neyslu fíkniefna. Í öðru tilfellinu var stúlkan 13 ára og í hinu tilfellinu 14 ára. „Þessi unglingahópur, eða þessir krakkar sem eru að týnast, þau eru oft bara í samfloti með krökkum á svipuðum aldri. Ég hef þó sagt það áður, og segi það aftur, að þeir sem eru hættulegastir börnunum okkar eru í raun og veru þessir 18-25 ára strákar sem voru sjálfir í þessari stöðu þegar þeir voru yngri og eru ítrekað að fá stelpurnar til sín og gefa þeim fíkniefni.“ Í þeim tveimur málum sem lögreglan hefur nú til rannsóknar eru mennirnir einmitt á þeim aldri. Það á þó eftir að koma í ljós hvort rannsóknirnar leiði til ákæru en ef svo fer verði forvitnilegt að sjá hvort að tekið verði á því með sama hætti fyrir dómi. Guðmundur segir mál af þessu tagi þó ekki algeng en vandamálið sé til staðar. „Þetta er eitt af því sem embættið sá að var hægt að gera betur í. Að skoða hverjir það eru sem eru að hýsa þessa krakka, hverjir eru að gefa þeim efni og svo framvegis.“
Tengdar fréttir Skeljagrandabróðir sýknaður af báðum frelsissviptingunum Áttu að hafa átt sér stað í Vogum í Vatnsleysuströnd og Kópavogi í fyrra. 21. júlí 2015 20:15 Kristján Markús hlaut fjögur ár og níu mánuði Dæmdur meðal annars fyrir frelsissviptingu og ofbeldi. Fjórir aðrir hlutu dóm í málinu 20. júlí 2015 11:45 Skeljagrandabróðir á þungan fangelsisdóm yfir höfði sér fyrir „gróf og hrottafengin“ brot Dómur verður kveðinn upp í málum ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Ríkharði Ríkharðssyni, Marteini Jóhannssyni og tveimur 19 ára piltum í Héraðsdómi Reykjaness á mánudaginn. 17. júlí 2015 10:30 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Skeljagrandabróðir sýknaður af báðum frelsissviptingunum Áttu að hafa átt sér stað í Vogum í Vatnsleysuströnd og Kópavogi í fyrra. 21. júlí 2015 20:15
Kristján Markús hlaut fjögur ár og níu mánuði Dæmdur meðal annars fyrir frelsissviptingu og ofbeldi. Fjórir aðrir hlutu dóm í málinu 20. júlí 2015 11:45
Skeljagrandabróðir á þungan fangelsisdóm yfir höfði sér fyrir „gróf og hrottafengin“ brot Dómur verður kveðinn upp í málum ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Ríkharði Ríkharðssyni, Marteini Jóhannssyni og tveimur 19 ára piltum í Héraðsdómi Reykjaness á mánudaginn. 17. júlí 2015 10:30