Kostnaður við að færa hafnargarðana um 500 milljónir króna Birgir Olgeirsson skrifar 17. desember 2015 14:11 Frá framkvæmdum við Austurbakka. Vísir/GVA Áætlaður kostnaður við að færa nýja og gamla hafnargarðinn við Austurbakka í Reykjavík nemur um 500 milljónum króna. Þrjár vikur eru síðan verktakafyrirtækið Landstólpi hóf framkvæmdir við að færa garðana og búið að færa nýja garðinn en sá gamli er eftir. Samkvæmt samkomulagi við Minjastofnun þarf fyrirtækið að færa gamla garðinn, sem reistur var árið 1928, stein fyrir stein og er öll sú framkvæmd eftir. Vinna við að fjarlægja nýrri garðinn var ekki eins mikil, þar sem aðeins þurfti að merkja efstu röðina sem var með sérhöggnu grjóti. Eldri garðurinn er hins vegar allur með sérhöggnu grjóti og segir Gísli Steinar Gíslason, forstjóri Landstólpa, að hann verði líkast til farinn innan mánaðar.Hér fyrir neðan má sjá myndband sem sýnir hvernig steinarnir eru merktir og fjarlægðir.Fyrirhugað er að reisa sex hæða íbúða- og verslunarbyggingu auk bílakjallara á Austurbakkareitnum við Tollhúsið. Eftir að hafnargarðarnir voru friðaðir af forsætisráðuneytinu fyrr í ár var ljóst að finna þurfti lausn á því hvernig væri hægt að vernda garðana og reisa þessa byggingu. Var lausnin sú að hafnargarðarnir verða hluti af byggingunni og þarf því að endurraða þeim að nýju síðar á framkvæmdatímabilinu. Gísli Steinar segir hluta af lausninni fólginn í því að bílastæðin sem áttu að vera undir byggingunni verða þess í stað undir Geirsgötu. Hann metur þennan viðbótarkostnað vegna þessa samkomulags um fimm hundruð milljónir króna, í ljósi þessa breytinga sem urðu á verkefninu vegna ákvörðunar forsætisráðuneytisins. Munu gera kröfu á ríkið „Við munum gera kröfu á ríkið með bætur fyrir þetta. Þannig að þetta endar alltaf á skattborgurum,“ segir Gísli og vantar þá inni í þessa tölu bætur vegna tafa sem verða á verkefninu vegna vinnum við að varðveita hafnargarðana. „Við munum sækja okkar rétt í þessu. Við teljum að hann sé alveg skýr í ljósi þess að þeir friðuðu garðinn sem er ekki 100 ára. Þannig að þetta endar á skattborgurum. “ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar, hefur farið fram á að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra svari því hvað ríkið greiðir fyrir tilfærslu á gamla hafnargarðinum. Tengdar fréttir Vill vita hvað ríkið borgar fyrir að láta færa hafnargarðinn stein fyrir stein Talsverðar deilur hafa staðið um hafnargarðinn en þær voru leiddar til lykta með samkomulagi á milli Minjastofnunar Íslands og lóðarhafa á Austurhafnarreitnum. 16. desember 2015 12:48 Hafnargarðurinn: Um hvað var deilt? Upprifjun á deilum um friðun hafnargarðsins við Austurbakka. 11. nóvember 2015 16:00 Mikið mannvirki á lóð Tollhússins Mikið mannvirki hefur komið í ljós við uppgröft á lóð við Tollhúsið í Reykjavík í sumar. 29. júlí 2015 19:30 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fleiri fréttir Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Sjá meira
Áætlaður kostnaður við að færa nýja og gamla hafnargarðinn við Austurbakka í Reykjavík nemur um 500 milljónum króna. Þrjár vikur eru síðan verktakafyrirtækið Landstólpi hóf framkvæmdir við að færa garðana og búið að færa nýja garðinn en sá gamli er eftir. Samkvæmt samkomulagi við Minjastofnun þarf fyrirtækið að færa gamla garðinn, sem reistur var árið 1928, stein fyrir stein og er öll sú framkvæmd eftir. Vinna við að fjarlægja nýrri garðinn var ekki eins mikil, þar sem aðeins þurfti að merkja efstu röðina sem var með sérhöggnu grjóti. Eldri garðurinn er hins vegar allur með sérhöggnu grjóti og segir Gísli Steinar Gíslason, forstjóri Landstólpa, að hann verði líkast til farinn innan mánaðar.Hér fyrir neðan má sjá myndband sem sýnir hvernig steinarnir eru merktir og fjarlægðir.Fyrirhugað er að reisa sex hæða íbúða- og verslunarbyggingu auk bílakjallara á Austurbakkareitnum við Tollhúsið. Eftir að hafnargarðarnir voru friðaðir af forsætisráðuneytinu fyrr í ár var ljóst að finna þurfti lausn á því hvernig væri hægt að vernda garðana og reisa þessa byggingu. Var lausnin sú að hafnargarðarnir verða hluti af byggingunni og þarf því að endurraða þeim að nýju síðar á framkvæmdatímabilinu. Gísli Steinar segir hluta af lausninni fólginn í því að bílastæðin sem áttu að vera undir byggingunni verða þess í stað undir Geirsgötu. Hann metur þennan viðbótarkostnað vegna þessa samkomulags um fimm hundruð milljónir króna, í ljósi þessa breytinga sem urðu á verkefninu vegna ákvörðunar forsætisráðuneytisins. Munu gera kröfu á ríkið „Við munum gera kröfu á ríkið með bætur fyrir þetta. Þannig að þetta endar alltaf á skattborgurum,“ segir Gísli og vantar þá inni í þessa tölu bætur vegna tafa sem verða á verkefninu vegna vinnum við að varðveita hafnargarðana. „Við munum sækja okkar rétt í þessu. Við teljum að hann sé alveg skýr í ljósi þess að þeir friðuðu garðinn sem er ekki 100 ára. Þannig að þetta endar á skattborgurum. “ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar, hefur farið fram á að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra svari því hvað ríkið greiðir fyrir tilfærslu á gamla hafnargarðinum.
Tengdar fréttir Vill vita hvað ríkið borgar fyrir að láta færa hafnargarðinn stein fyrir stein Talsverðar deilur hafa staðið um hafnargarðinn en þær voru leiddar til lykta með samkomulagi á milli Minjastofnunar Íslands og lóðarhafa á Austurhafnarreitnum. 16. desember 2015 12:48 Hafnargarðurinn: Um hvað var deilt? Upprifjun á deilum um friðun hafnargarðsins við Austurbakka. 11. nóvember 2015 16:00 Mikið mannvirki á lóð Tollhússins Mikið mannvirki hefur komið í ljós við uppgröft á lóð við Tollhúsið í Reykjavík í sumar. 29. júlí 2015 19:30 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fleiri fréttir Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Sjá meira
Vill vita hvað ríkið borgar fyrir að láta færa hafnargarðinn stein fyrir stein Talsverðar deilur hafa staðið um hafnargarðinn en þær voru leiddar til lykta með samkomulagi á milli Minjastofnunar Íslands og lóðarhafa á Austurhafnarreitnum. 16. desember 2015 12:48
Hafnargarðurinn: Um hvað var deilt? Upprifjun á deilum um friðun hafnargarðsins við Austurbakka. 11. nóvember 2015 16:00
Mikið mannvirki á lóð Tollhússins Mikið mannvirki hefur komið í ljós við uppgröft á lóð við Tollhúsið í Reykjavík í sumar. 29. júlí 2015 19:30