Kostnaður við að færa hafnargarðana um 500 milljónir króna Birgir Olgeirsson skrifar 17. desember 2015 14:11 Frá framkvæmdum við Austurbakka. Vísir/GVA Áætlaður kostnaður við að færa nýja og gamla hafnargarðinn við Austurbakka í Reykjavík nemur um 500 milljónum króna. Þrjár vikur eru síðan verktakafyrirtækið Landstólpi hóf framkvæmdir við að færa garðana og búið að færa nýja garðinn en sá gamli er eftir. Samkvæmt samkomulagi við Minjastofnun þarf fyrirtækið að færa gamla garðinn, sem reistur var árið 1928, stein fyrir stein og er öll sú framkvæmd eftir. Vinna við að fjarlægja nýrri garðinn var ekki eins mikil, þar sem aðeins þurfti að merkja efstu röðina sem var með sérhöggnu grjóti. Eldri garðurinn er hins vegar allur með sérhöggnu grjóti og segir Gísli Steinar Gíslason, forstjóri Landstólpa, að hann verði líkast til farinn innan mánaðar.Hér fyrir neðan má sjá myndband sem sýnir hvernig steinarnir eru merktir og fjarlægðir.Fyrirhugað er að reisa sex hæða íbúða- og verslunarbyggingu auk bílakjallara á Austurbakkareitnum við Tollhúsið. Eftir að hafnargarðarnir voru friðaðir af forsætisráðuneytinu fyrr í ár var ljóst að finna þurfti lausn á því hvernig væri hægt að vernda garðana og reisa þessa byggingu. Var lausnin sú að hafnargarðarnir verða hluti af byggingunni og þarf því að endurraða þeim að nýju síðar á framkvæmdatímabilinu. Gísli Steinar segir hluta af lausninni fólginn í því að bílastæðin sem áttu að vera undir byggingunni verða þess í stað undir Geirsgötu. Hann metur þennan viðbótarkostnað vegna þessa samkomulags um fimm hundruð milljónir króna, í ljósi þessa breytinga sem urðu á verkefninu vegna ákvörðunar forsætisráðuneytisins. Munu gera kröfu á ríkið „Við munum gera kröfu á ríkið með bætur fyrir þetta. Þannig að þetta endar alltaf á skattborgurum,“ segir Gísli og vantar þá inni í þessa tölu bætur vegna tafa sem verða á verkefninu vegna vinnum við að varðveita hafnargarðana. „Við munum sækja okkar rétt í þessu. Við teljum að hann sé alveg skýr í ljósi þess að þeir friðuðu garðinn sem er ekki 100 ára. Þannig að þetta endar á skattborgurum. “ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar, hefur farið fram á að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra svari því hvað ríkið greiðir fyrir tilfærslu á gamla hafnargarðinum. Tengdar fréttir Vill vita hvað ríkið borgar fyrir að láta færa hafnargarðinn stein fyrir stein Talsverðar deilur hafa staðið um hafnargarðinn en þær voru leiddar til lykta með samkomulagi á milli Minjastofnunar Íslands og lóðarhafa á Austurhafnarreitnum. 16. desember 2015 12:48 Hafnargarðurinn: Um hvað var deilt? Upprifjun á deilum um friðun hafnargarðsins við Austurbakka. 11. nóvember 2015 16:00 Mikið mannvirki á lóð Tollhússins Mikið mannvirki hefur komið í ljós við uppgröft á lóð við Tollhúsið í Reykjavík í sumar. 29. júlí 2015 19:30 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Áætlaður kostnaður við að færa nýja og gamla hafnargarðinn við Austurbakka í Reykjavík nemur um 500 milljónum króna. Þrjár vikur eru síðan verktakafyrirtækið Landstólpi hóf framkvæmdir við að færa garðana og búið að færa nýja garðinn en sá gamli er eftir. Samkvæmt samkomulagi við Minjastofnun þarf fyrirtækið að færa gamla garðinn, sem reistur var árið 1928, stein fyrir stein og er öll sú framkvæmd eftir. Vinna við að fjarlægja nýrri garðinn var ekki eins mikil, þar sem aðeins þurfti að merkja efstu röðina sem var með sérhöggnu grjóti. Eldri garðurinn er hins vegar allur með sérhöggnu grjóti og segir Gísli Steinar Gíslason, forstjóri Landstólpa, að hann verði líkast til farinn innan mánaðar.Hér fyrir neðan má sjá myndband sem sýnir hvernig steinarnir eru merktir og fjarlægðir.Fyrirhugað er að reisa sex hæða íbúða- og verslunarbyggingu auk bílakjallara á Austurbakkareitnum við Tollhúsið. Eftir að hafnargarðarnir voru friðaðir af forsætisráðuneytinu fyrr í ár var ljóst að finna þurfti lausn á því hvernig væri hægt að vernda garðana og reisa þessa byggingu. Var lausnin sú að hafnargarðarnir verða hluti af byggingunni og þarf því að endurraða þeim að nýju síðar á framkvæmdatímabilinu. Gísli Steinar segir hluta af lausninni fólginn í því að bílastæðin sem áttu að vera undir byggingunni verða þess í stað undir Geirsgötu. Hann metur þennan viðbótarkostnað vegna þessa samkomulags um fimm hundruð milljónir króna, í ljósi þessa breytinga sem urðu á verkefninu vegna ákvörðunar forsætisráðuneytisins. Munu gera kröfu á ríkið „Við munum gera kröfu á ríkið með bætur fyrir þetta. Þannig að þetta endar alltaf á skattborgurum,“ segir Gísli og vantar þá inni í þessa tölu bætur vegna tafa sem verða á verkefninu vegna vinnum við að varðveita hafnargarðana. „Við munum sækja okkar rétt í þessu. Við teljum að hann sé alveg skýr í ljósi þess að þeir friðuðu garðinn sem er ekki 100 ára. Þannig að þetta endar á skattborgurum. “ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar, hefur farið fram á að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra svari því hvað ríkið greiðir fyrir tilfærslu á gamla hafnargarðinum.
Tengdar fréttir Vill vita hvað ríkið borgar fyrir að láta færa hafnargarðinn stein fyrir stein Talsverðar deilur hafa staðið um hafnargarðinn en þær voru leiddar til lykta með samkomulagi á milli Minjastofnunar Íslands og lóðarhafa á Austurhafnarreitnum. 16. desember 2015 12:48 Hafnargarðurinn: Um hvað var deilt? Upprifjun á deilum um friðun hafnargarðsins við Austurbakka. 11. nóvember 2015 16:00 Mikið mannvirki á lóð Tollhússins Mikið mannvirki hefur komið í ljós við uppgröft á lóð við Tollhúsið í Reykjavík í sumar. 29. júlí 2015 19:30 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Vill vita hvað ríkið borgar fyrir að láta færa hafnargarðinn stein fyrir stein Talsverðar deilur hafa staðið um hafnargarðinn en þær voru leiddar til lykta með samkomulagi á milli Minjastofnunar Íslands og lóðarhafa á Austurhafnarreitnum. 16. desember 2015 12:48
Hafnargarðurinn: Um hvað var deilt? Upprifjun á deilum um friðun hafnargarðsins við Austurbakka. 11. nóvember 2015 16:00
Mikið mannvirki á lóð Tollhússins Mikið mannvirki hefur komið í ljós við uppgröft á lóð við Tollhúsið í Reykjavík í sumar. 29. júlí 2015 19:30