Innlent

Vill vita hvað ríkið borgar fyrir að láta færa hafnargarðinn stein fyrir stein

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Sigríður vill svör frá Sigmundi um hafnargarðinn sem Sigrún lét friða þegar hún hafði völd hans tímabundið.
Sigríður vill svör frá Sigmundi um hafnargarðinn sem Sigrún lét friða þegar hún hafði völd hans tímabundið. Vísir/Stefán/GVA
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar, vill að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra svari því hvað ríkið greiðir fyrir tilfærslu á gamla hafnargarðinn, stein fyrir stein, á meðan framkvæmdir á lóðinni þar sem hann stendur standa yfir.

Sjá einnig: Um hvað var deilt?

„Hver er áætlaður kostnaður ríkisins af samkomulagi Minjastofnunar Íslands við lóðarhafa á Austurhafnarreitnum við Tollhúsið um að færa hafnargarðinn frá 1928, stein fyrir stein, geyma hann á meðan steypt er fyrir plötu á bílakjallara og færa á upprunalegan stað á nýjan leik?“ spyr þingkonan í skriflegri fyrirspurn til forsætisráðherrans

Talsverðar deilur hafa staðið um hafnargarðinn en þær voru leiddar til lykta með samkomulagi á milli Minjastofnunar Íslands og Landstólpa, lóðarhafa á Austurhafnarreitnum, við Tollhúsið, sem gerir ráð fyrir að garðurinn verði tekinn niður, færður og svo settur upp að nýju eftir að steypt er fyrir plötu í bílakjallara hússins sem þar á að rísa.

Garðurinn var friðaður af Sigrúnu Magnúsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, þegar hún, um stundarsakir, fór með völd forsætisráðherra gagngert til að taka ákvörðun um friðunina. Reykjavíkurborg og lóðarhafar gagnrýndi þá ákvörðun mjög. 


Tengdar fréttir

Snjórinn stoppar ekki hafnargarðsmenn

Starfsmenn halda ótrauðir áfram við að fjarlægja hafnargarðinn við Austurbakka þrátt fyrir að mikið hafi snjóað undanfarna daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×