Fá tæpar 1,2 milljónir króna vegna myglu í leiguíbúð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. október 2015 15:17 Íbúðin sem um ræðir er á Ásbrú. vísir/heiða Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Háskólagarða ehf. til þess að endurgreiða fyrrverandi leigjendum leigu sem þau höfðu greitt vegna myglu sem greindist í húsnæðinu eftir að leigjendurnir fluttu inn. Þá voru Háskólagarðar jafnframt dæmdir til að greiða fyrir þrif á innbúi fólksins sem hafði myglað í íbúðinni en alls nemur greiðslan tæpum 1,2 milljónum króna. Íbúðin sem um ræðir er við Fjörubraut 1225 í Reykjanesbæ. Endurgreiðsla á leigu var fyrir tímabilið 1. september 2011 til apríl 2012 og nemur upphæðin alls 625.175 krónum. Þá fær fólkið 558.000 krónur dæmdar vegna þrifa á innbúi. Fólkið sem tók íbúðina á leigu flutti úr henni í mars 2012 en höfðu þá greitt fyrir leigu fyrir aprílmánuð. Í apríl og maí gerði fyrirtækið Hús og heilsa úttekt á ástandi íbúðarinnar að þeirra ósk auk þess sem Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja skoðaði íbúðina. Raki undir gólfdúk og í sökkli Í skýrslu Hús og heilsu kom fram „að rakamæling í íbúðinni hafi farið fram með fjórum mismunandi rakamælum. Segir í niðurstöðum að raki hafi mælst undir gólfdúk og mest í kringum salerni, meðfram innréttingu og í átt að hurð og undir gólfdúk; ennfremur að í sökkli séu ummerki um raka. Þá segir að Náttúrufræðistofnun Íslands sem greindi sýnin staðfesti að um myglu í sökklinum sjálfum sé að ræða. Þá hafi rannsókn Náttúrufræðistofnunar ennfremur staðfest myglu við rúður í hjónaherbergi, sem erfitt sé að hreinsa. Mygla hafi vaxið ofan í kítti í gluggum. Til þess að stöðva mygluna þurfi að fjarlægja þann hluta kíttis þar sem mygla sé í vexti,“ segir í dómi héraðsdóms.Taldi dvöl í íbúðinni geta verið heilsuspillandi Háskólagarðar fengu bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja vegna málsins en niðurstöður eftirlitsins voru þær að skýr ummerki væru um rakaskemmdir í íbúðinni og „sýnilega mygluvöxt“. Embættið taldi dvöl í íbúðinni geta haft „heilsuspillandi áhrif á fólk.“ Í ljósi athugasemda sem eftirlitið gerði við íbúðina létu Háskólagarðar skoða íbúðina með tilliti til þeirra atriða sem gerðar höfðu verið athugasemdir við. Var það niðurstaða skoðunar ÍAV þjónustu og fulltrúum Háskólagarða að rakaskemmdirnar sem Hús og heilsa fjallaði um „væri að rekja til ófullnægjandi loftunar við notkun íbúðar en ekki ófullnægjandi viðhalds.“ Dómkvaddir matsmenn voru fengnir til að skila matsgerð í málinu. Var það niðurstaða þeirra „að mygla í byggingarefnum, svo sem hurðarkörmum eða sökklum, sé líklega tilkomin vegna vatnsskemmda sem hafi orðið á eigninni og styðji ástandskýrsla sem stefnendur fylltu út að svo hafi verið við upphaf leigutíma. Þá var það ennfremur niðurstaða matsmanna, sem m.a. byggir á niðurstöðu Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, að íbúðin hafi verið óhæf til notkunar á þeim tíma þegar skoðun á henni fór fram í maí 2012, en þá voru liðnir 9 mánuðir frá því að stefnendur tóku íbúðina á leigu. Þá töldu matsmenn að hægt væri að þrífa innbú stefnenda þar sem óverulegt magn af myglu hafi komið fram við ræktun sýna sem tekin voru af innbúinu.“Rannsökuðu mögulega myglu í húsnæði Háskólagarða fjórum árum fyrr Fram kom fyrir dómi að starfsmaður Húsa og heilsu hefði veitt Háskólagörðum ráðgjöf vegna myglu í húsnæði á vegum garðanna auk þess sem fjallað var um það í fjölmiðlum 2008 að fyrirtækið væri að rannsaka mögulegan myglusvepp í húsnæði á vegum Háskólagarða. „Gáfu þessar upplýsingar, auk athugasemda sem stefnendur tiltóku í ástandsskýrslu, stefnda ástæðu til að ætla að mygla gæti hafa verið fyrir hendi í fleiri íbúðum á vegum stefnda og þar með í íbúð stefnenda. Var því ástæða fyrir stefnda til að skoða gaumgæfilega íbúðina við móttöku ástandsskýrslu í upphafi leigutíma m.t.t. þess hvort myglusveppur væri fyrir hendi. Þrátt fyrir þetta gerði stefndi leigusamning við stefnendur án nokkurs fyrirvara um myglu.“ Dómurinn taldi nægjanlega sönnun hafa komið fram, með vísan til þessa og niðurstöðu dómkvaddra matsmanna, að mygla hafi verið fyrir hendi í íbúðinni þegar fólkið tók hana á leigu í september árið 2011. Hún hafi jafnframt verið óíbúðarhæf. Tengdar fréttir Þolendur myglusvepps bera einir kostnaðinn Mörg dæmi eru um að fjölskyldur missi allar sínar eigur vegna myglusvepps. 24. september 2015 07:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Háskólagarða ehf. til þess að endurgreiða fyrrverandi leigjendum leigu sem þau höfðu greitt vegna myglu sem greindist í húsnæðinu eftir að leigjendurnir fluttu inn. Þá voru Háskólagarðar jafnframt dæmdir til að greiða fyrir þrif á innbúi fólksins sem hafði myglað í íbúðinni en alls nemur greiðslan tæpum 1,2 milljónum króna. Íbúðin sem um ræðir er við Fjörubraut 1225 í Reykjanesbæ. Endurgreiðsla á leigu var fyrir tímabilið 1. september 2011 til apríl 2012 og nemur upphæðin alls 625.175 krónum. Þá fær fólkið 558.000 krónur dæmdar vegna þrifa á innbúi. Fólkið sem tók íbúðina á leigu flutti úr henni í mars 2012 en höfðu þá greitt fyrir leigu fyrir aprílmánuð. Í apríl og maí gerði fyrirtækið Hús og heilsa úttekt á ástandi íbúðarinnar að þeirra ósk auk þess sem Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja skoðaði íbúðina. Raki undir gólfdúk og í sökkli Í skýrslu Hús og heilsu kom fram „að rakamæling í íbúðinni hafi farið fram með fjórum mismunandi rakamælum. Segir í niðurstöðum að raki hafi mælst undir gólfdúk og mest í kringum salerni, meðfram innréttingu og í átt að hurð og undir gólfdúk; ennfremur að í sökkli séu ummerki um raka. Þá segir að Náttúrufræðistofnun Íslands sem greindi sýnin staðfesti að um myglu í sökklinum sjálfum sé að ræða. Þá hafi rannsókn Náttúrufræðistofnunar ennfremur staðfest myglu við rúður í hjónaherbergi, sem erfitt sé að hreinsa. Mygla hafi vaxið ofan í kítti í gluggum. Til þess að stöðva mygluna þurfi að fjarlægja þann hluta kíttis þar sem mygla sé í vexti,“ segir í dómi héraðsdóms.Taldi dvöl í íbúðinni geta verið heilsuspillandi Háskólagarðar fengu bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja vegna málsins en niðurstöður eftirlitsins voru þær að skýr ummerki væru um rakaskemmdir í íbúðinni og „sýnilega mygluvöxt“. Embættið taldi dvöl í íbúðinni geta haft „heilsuspillandi áhrif á fólk.“ Í ljósi athugasemda sem eftirlitið gerði við íbúðina létu Háskólagarðar skoða íbúðina með tilliti til þeirra atriða sem gerðar höfðu verið athugasemdir við. Var það niðurstaða skoðunar ÍAV þjónustu og fulltrúum Háskólagarða að rakaskemmdirnar sem Hús og heilsa fjallaði um „væri að rekja til ófullnægjandi loftunar við notkun íbúðar en ekki ófullnægjandi viðhalds.“ Dómkvaddir matsmenn voru fengnir til að skila matsgerð í málinu. Var það niðurstaða þeirra „að mygla í byggingarefnum, svo sem hurðarkörmum eða sökklum, sé líklega tilkomin vegna vatnsskemmda sem hafi orðið á eigninni og styðji ástandskýrsla sem stefnendur fylltu út að svo hafi verið við upphaf leigutíma. Þá var það ennfremur niðurstaða matsmanna, sem m.a. byggir á niðurstöðu Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, að íbúðin hafi verið óhæf til notkunar á þeim tíma þegar skoðun á henni fór fram í maí 2012, en þá voru liðnir 9 mánuðir frá því að stefnendur tóku íbúðina á leigu. Þá töldu matsmenn að hægt væri að þrífa innbú stefnenda þar sem óverulegt magn af myglu hafi komið fram við ræktun sýna sem tekin voru af innbúinu.“Rannsökuðu mögulega myglu í húsnæði Háskólagarða fjórum árum fyrr Fram kom fyrir dómi að starfsmaður Húsa og heilsu hefði veitt Háskólagörðum ráðgjöf vegna myglu í húsnæði á vegum garðanna auk þess sem fjallað var um það í fjölmiðlum 2008 að fyrirtækið væri að rannsaka mögulegan myglusvepp í húsnæði á vegum Háskólagarða. „Gáfu þessar upplýsingar, auk athugasemda sem stefnendur tiltóku í ástandsskýrslu, stefnda ástæðu til að ætla að mygla gæti hafa verið fyrir hendi í fleiri íbúðum á vegum stefnda og þar með í íbúð stefnenda. Var því ástæða fyrir stefnda til að skoða gaumgæfilega íbúðina við móttöku ástandsskýrslu í upphafi leigutíma m.t.t. þess hvort myglusveppur væri fyrir hendi. Þrátt fyrir þetta gerði stefndi leigusamning við stefnendur án nokkurs fyrirvara um myglu.“ Dómurinn taldi nægjanlega sönnun hafa komið fram, með vísan til þessa og niðurstöðu dómkvaddra matsmanna, að mygla hafi verið fyrir hendi í íbúðinni þegar fólkið tók hana á leigu í september árið 2011. Hún hafi jafnframt verið óíbúðarhæf.
Tengdar fréttir Þolendur myglusvepps bera einir kostnaðinn Mörg dæmi eru um að fjölskyldur missi allar sínar eigur vegna myglusvepps. 24. september 2015 07:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Þolendur myglusvepps bera einir kostnaðinn Mörg dæmi eru um að fjölskyldur missi allar sínar eigur vegna myglusvepps. 24. september 2015 07:00