Grátið og klappað við dómsuppsögu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. desember 2015 07:00 Fjölmenni var viðstatt dómsuppkvaðningu og klappaði er sýknudómur var kveðinn upp. vísir/stefán Héraðsdómur Reykjavíkur telur að hrapað hafi verið að niðurstöðu um meginorsök andláts Guðmundar Más Bjarnasonar í máli ríkissaksóknara gegn hjúkrunarfræðingnum Ástu Kristínu Andrésdóttur og Landspítalans. Dómurinn sýknaði Ástu Kristínu, og þar með Landspítalann, af öllum kröfum ákæruvaldsins í gærmorgun. Ásta var ákærð fyrir manndráp af gáleysi og fyrir brot á hjúkrunarlögum. Ákæran sneri að því að Ástu hafi láðst að tæma loft úr belg barkaraufarrennu þegar hún tók sjúkling úr öndunarvél þann þriðja október 2012 og setti talventil í barkaraufarrennuna. Í niðurstöðu Héraðsdóms kemur fram að aðrir þættir en uppblásinn belgur kunni að skýra andlát sjúklingsins og taldi dómurinn ekki ólíklegt að belgurinn hafi verið blásinn út við endurlífgun sjúklingsins. Af þeim ástæðum var talið ósannað að Ástu hefði láðst að tæma loft úr belgnum og að andlát sjúklingsins verði rakið til þess. Þegar dómurinn var kveðinn upp klöppuðu viðstaddir og grétu af gleði í senn. Ásta sagði í samtali við Stöð 2 í gær að henni væri mjög létt. „Ég er glöð að sjá í dómnum að þeir sáu það sem ég upplifði, að þeir trúðu mér. Ég vonaðist alltaf eftir þessari niðurstöðu […] Það er gott að þetta er búið.“ Sömuleiðis sagðist ekkja Guðmundar, Ingveldur Sigurðardóttir, glöð yfir niðurstöðunni. „Ég hef aldrei sakast við hana enda hef ég enga ástæðu til þess,“ sagði hún. Þá sagði Kristín Edwald, verjandi Landspítalans, að dómurinn kæmi henni ekki á óvart. Finnst henni að aldrei hefði átt að ákæra í málinu. Í kjölfar dómsuppkvaðningar kallaði Ólafur Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, eftir rannsóknarnefnd alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu í samtali við Vísi. „Reglurnar og lögin eru hreinlega ekki nógu skýr til að segja til um í hvaða farveg þessi mál eigi að fara. Við köllum eftir því að það verði skipuð einhvers konar rannsóknarnefnd á svona alvarlegum atvikum í heilbrigðisþjónustu,“ sagði Ólafur. Hann bætti því við að þora yrði að segja frá mistökum ef fólk ætti að læra af þeim. Hann sagði að ef starfsmenn ættu á hættu að verða ákærðir væri hann hræddur um að tíðni atvikaskráninga myndi lækka. Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Tengdar fréttir Brutust út fagnaðarlæti í dómssal: „Þungu fargi af okkur létt“ Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, segir málið hafa legið afar þungt á hjúkrunarfræðingum. 9. desember 2015 11:20 Hjúkrunarfræðingurinn sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi Landspítalinn einnig sýknaður og öllum bótakröfum vísað frá. 9. desember 2015 10:34 „Ég er gríðarlega ánægð með þessa niðurstöðu“ Kristín Edwald, verjandi Landspítalans, segir að aldrei hefði átt að gefa út ákæru í máli gegn Ástu Kristínu Andrésdóttur, hjúkrunarfræðingi. 9. desember 2015 12:04 Dómur yfir hjúkrunarfræðingi: Hrapað að niðurstöðu um meginorsök andláts sjúklingsins Héraðsdómur Reykjavíkur taldi að aðrir þættir hefðu ekki verið rannsakaðir sem hugsanlega gátu hafa valdið dauða sjúklingsins. 9. desember 2015 13:02 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur telur að hrapað hafi verið að niðurstöðu um meginorsök andláts Guðmundar Más Bjarnasonar í máli ríkissaksóknara gegn hjúkrunarfræðingnum Ástu Kristínu Andrésdóttur og Landspítalans. Dómurinn sýknaði Ástu Kristínu, og þar með Landspítalann, af öllum kröfum ákæruvaldsins í gærmorgun. Ásta var ákærð fyrir manndráp af gáleysi og fyrir brot á hjúkrunarlögum. Ákæran sneri að því að Ástu hafi láðst að tæma loft úr belg barkaraufarrennu þegar hún tók sjúkling úr öndunarvél þann þriðja október 2012 og setti talventil í barkaraufarrennuna. Í niðurstöðu Héraðsdóms kemur fram að aðrir þættir en uppblásinn belgur kunni að skýra andlát sjúklingsins og taldi dómurinn ekki ólíklegt að belgurinn hafi verið blásinn út við endurlífgun sjúklingsins. Af þeim ástæðum var talið ósannað að Ástu hefði láðst að tæma loft úr belgnum og að andlát sjúklingsins verði rakið til þess. Þegar dómurinn var kveðinn upp klöppuðu viðstaddir og grétu af gleði í senn. Ásta sagði í samtali við Stöð 2 í gær að henni væri mjög létt. „Ég er glöð að sjá í dómnum að þeir sáu það sem ég upplifði, að þeir trúðu mér. Ég vonaðist alltaf eftir þessari niðurstöðu […] Það er gott að þetta er búið.“ Sömuleiðis sagðist ekkja Guðmundar, Ingveldur Sigurðardóttir, glöð yfir niðurstöðunni. „Ég hef aldrei sakast við hana enda hef ég enga ástæðu til þess,“ sagði hún. Þá sagði Kristín Edwald, verjandi Landspítalans, að dómurinn kæmi henni ekki á óvart. Finnst henni að aldrei hefði átt að ákæra í málinu. Í kjölfar dómsuppkvaðningar kallaði Ólafur Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, eftir rannsóknarnefnd alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu í samtali við Vísi. „Reglurnar og lögin eru hreinlega ekki nógu skýr til að segja til um í hvaða farveg þessi mál eigi að fara. Við köllum eftir því að það verði skipuð einhvers konar rannsóknarnefnd á svona alvarlegum atvikum í heilbrigðisþjónustu,“ sagði Ólafur. Hann bætti því við að þora yrði að segja frá mistökum ef fólk ætti að læra af þeim. Hann sagði að ef starfsmenn ættu á hættu að verða ákærðir væri hann hræddur um að tíðni atvikaskráninga myndi lækka.
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Tengdar fréttir Brutust út fagnaðarlæti í dómssal: „Þungu fargi af okkur létt“ Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, segir málið hafa legið afar þungt á hjúkrunarfræðingum. 9. desember 2015 11:20 Hjúkrunarfræðingurinn sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi Landspítalinn einnig sýknaður og öllum bótakröfum vísað frá. 9. desember 2015 10:34 „Ég er gríðarlega ánægð með þessa niðurstöðu“ Kristín Edwald, verjandi Landspítalans, segir að aldrei hefði átt að gefa út ákæru í máli gegn Ástu Kristínu Andrésdóttur, hjúkrunarfræðingi. 9. desember 2015 12:04 Dómur yfir hjúkrunarfræðingi: Hrapað að niðurstöðu um meginorsök andláts sjúklingsins Héraðsdómur Reykjavíkur taldi að aðrir þættir hefðu ekki verið rannsakaðir sem hugsanlega gátu hafa valdið dauða sjúklingsins. 9. desember 2015 13:02 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Sjá meira
Brutust út fagnaðarlæti í dómssal: „Þungu fargi af okkur létt“ Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, segir málið hafa legið afar þungt á hjúkrunarfræðingum. 9. desember 2015 11:20
Hjúkrunarfræðingurinn sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi Landspítalinn einnig sýknaður og öllum bótakröfum vísað frá. 9. desember 2015 10:34
„Ég er gríðarlega ánægð með þessa niðurstöðu“ Kristín Edwald, verjandi Landspítalans, segir að aldrei hefði átt að gefa út ákæru í máli gegn Ástu Kristínu Andrésdóttur, hjúkrunarfræðingi. 9. desember 2015 12:04
Dómur yfir hjúkrunarfræðingi: Hrapað að niðurstöðu um meginorsök andláts sjúklingsins Héraðsdómur Reykjavíkur taldi að aðrir þættir hefðu ekki verið rannsakaðir sem hugsanlega gátu hafa valdið dauða sjúklingsins. 9. desember 2015 13:02