Hæstiréttur staðfestir stórfelld umboðssvik Páls Birgir Olgeirsson skrifar 5. febrúar 2015 16:30 Páll Heimisson í Héraðsdómi Reykjavíkur. vísir/GVA Hæstiréttur Íslands hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Páli Heimissyni sem var sakfelldur fyrir stórfelld umboðssvik. Páll var dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, í Héraðsdómi Reykjavíkur í október árið 2013 fyrir stórfelld umboðssvik með því að misnota kreditkort sem hann hafði til umráða sem starfsmaður íhaldshóps Norðurlandaráðs. Með kreditkortinu greiddi Páll fyrir vörur og utanlandsferðir fyrir rúmar nítján milljónir króna. Tólf af þessum milljónum voru teknar út úr hraðbanka. Hæstiréttur sagði Pál ekki hafa með nokkru móti gert grein fyrir einstökum ráðstöfunum á fjármunum þeim, er málið varða, sem að stórum hluta voru úttekti hans á reiðufé úr hraðbönkum hér á landi. Ákvað Hæstiréttur að staðfesta sakfellingu Páls vegna þess en að öðru leyti með vísan til forsenda dóms Héraðsdóms Reykjavíkur. Hins vegar ákvað Hæstiréttur Íslands að vísa kröfu Sjálfstæðisflokksins, um að Páll greiði flokknum nítján milljónir til baka vegna brotanna, frá héraðsdómi. Var það mat Hæstaréttar að hvorki verðið ráðið að Sjálfstæðisflokkurinn hafi endurgreitt þá fjármuni, sem krafan tekur til, né að honum hafi verið falið málsóknarumboð til innheimtu þeirra. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði hins vegar áður dæmt Pál til að greiða Sjálfstæðisflokknum þessa fjármuni til baka.Í ákæru embættis sérstaks saksóknara gegn Páli kom fram að hann notaði kreditkortið í sextán löndum á rúmlega tveggja ára tímabili og ferðaðist um þrettán Evrópulönd á tímabilinu að meðtöldu Íslandi; Danmörku, Svíþjóð, Bretland, Holland, Frakkland, Þýskaland, Austurríki, Tékkland, Króatíu, Ungverjaland, Kýpur og Rússland. Þá fór hann einnig til Líbanon, New York í Bandaríkjunum og Peking, höfuðborgar Kína.Vísaði í játningu í tölvubréfi Morgunblaðið sagði frá því að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hefði sagt við réttarhöld í málinu í Hæstarétti að Páli hefði ekki tekist að sýna fram á neina heimild fyrir þessari notkun á kortinu. Þá vísaði Helgi Magnús einnig í tölvubréf sem Páll ritaði framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins þar sem hann sagðist taka fulla ábyrgð á þeim misgjörðum sem hann hafði orðið uppvís að. Engu að síður neitaði Páll sök fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Morgunblaðið hafði eftir verjanda Páls, Birni L. Bergssyni, úr Hæstarétti að Páll hefði verið svo meðvirkur á þeim tíma sem tölvubréfið var ritað að hann hefði verið reiðubúinn að taka allt málið á sig. Tengdar fréttir Mál Páls tekið fyrir í Héraðsdómi Í dag hófst aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknar gegn Páli Heimissyni, fyrrverandi starfsmanns flokkahóps íhaldsmanna í Norðurlandaráði. 20. september 2013 19:15 Páll áfrýjar til Hæstaréttar Páll Heimisson greiddi fyrir vörur og utanlandsferðir fyrir rúmlega 19 milljónir króna á kostnað SJálfstæðisflokksins. 13. janúar 2014 19:52 Lét íhaldsflokkana borga dýran fatnað Ákæran á hendur Páli Heimissyni, fyrrverandi starfsmanni í Valhöll, virðist leiða í ljós að hann hafi ferðast um heim allan og lifað hátt í tvö ár á kostnað norrænu íhaldsflokkanna. Hann tók tólf milljónir í reiðufé út úr bönkum á 26 mánuðum. 11. janúar 2013 09:00 Páll Heimisson neitaði sök Páll Heimisson, sem hefur verið ákærður fyrir stórfelld umboðssvik, neitaði sök við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann er grunaður um að hafa misnotað kreditkort íhaldshóps Norðurlandaráðs, meðal annars í dýrum fataverslunum, skartgripabúðum og á veitingastöðum um allan heim. 5. mars 2013 09:22 Dæmdur fyrir að misnota kreditkort Páll Heimisson var í dag dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir að misnota kreditkort sem starfsmaður íhaldshóps Norðurlandaráðs. Níu mánuðir eru skilorðsbundnir. Þarf að endurgreiða Sjálfstæðisflokknum rúmar nítján milljónir. 14. október 2013 14:30 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans Sjá meira
Hæstiréttur Íslands hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Páli Heimissyni sem var sakfelldur fyrir stórfelld umboðssvik. Páll var dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, í Héraðsdómi Reykjavíkur í október árið 2013 fyrir stórfelld umboðssvik með því að misnota kreditkort sem hann hafði til umráða sem starfsmaður íhaldshóps Norðurlandaráðs. Með kreditkortinu greiddi Páll fyrir vörur og utanlandsferðir fyrir rúmar nítján milljónir króna. Tólf af þessum milljónum voru teknar út úr hraðbanka. Hæstiréttur sagði Pál ekki hafa með nokkru móti gert grein fyrir einstökum ráðstöfunum á fjármunum þeim, er málið varða, sem að stórum hluta voru úttekti hans á reiðufé úr hraðbönkum hér á landi. Ákvað Hæstiréttur að staðfesta sakfellingu Páls vegna þess en að öðru leyti með vísan til forsenda dóms Héraðsdóms Reykjavíkur. Hins vegar ákvað Hæstiréttur Íslands að vísa kröfu Sjálfstæðisflokksins, um að Páll greiði flokknum nítján milljónir til baka vegna brotanna, frá héraðsdómi. Var það mat Hæstaréttar að hvorki verðið ráðið að Sjálfstæðisflokkurinn hafi endurgreitt þá fjármuni, sem krafan tekur til, né að honum hafi verið falið málsóknarumboð til innheimtu þeirra. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði hins vegar áður dæmt Pál til að greiða Sjálfstæðisflokknum þessa fjármuni til baka.Í ákæru embættis sérstaks saksóknara gegn Páli kom fram að hann notaði kreditkortið í sextán löndum á rúmlega tveggja ára tímabili og ferðaðist um þrettán Evrópulönd á tímabilinu að meðtöldu Íslandi; Danmörku, Svíþjóð, Bretland, Holland, Frakkland, Þýskaland, Austurríki, Tékkland, Króatíu, Ungverjaland, Kýpur og Rússland. Þá fór hann einnig til Líbanon, New York í Bandaríkjunum og Peking, höfuðborgar Kína.Vísaði í játningu í tölvubréfi Morgunblaðið sagði frá því að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hefði sagt við réttarhöld í málinu í Hæstarétti að Páli hefði ekki tekist að sýna fram á neina heimild fyrir þessari notkun á kortinu. Þá vísaði Helgi Magnús einnig í tölvubréf sem Páll ritaði framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins þar sem hann sagðist taka fulla ábyrgð á þeim misgjörðum sem hann hafði orðið uppvís að. Engu að síður neitaði Páll sök fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Morgunblaðið hafði eftir verjanda Páls, Birni L. Bergssyni, úr Hæstarétti að Páll hefði verið svo meðvirkur á þeim tíma sem tölvubréfið var ritað að hann hefði verið reiðubúinn að taka allt málið á sig.
Tengdar fréttir Mál Páls tekið fyrir í Héraðsdómi Í dag hófst aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknar gegn Páli Heimissyni, fyrrverandi starfsmanns flokkahóps íhaldsmanna í Norðurlandaráði. 20. september 2013 19:15 Páll áfrýjar til Hæstaréttar Páll Heimisson greiddi fyrir vörur og utanlandsferðir fyrir rúmlega 19 milljónir króna á kostnað SJálfstæðisflokksins. 13. janúar 2014 19:52 Lét íhaldsflokkana borga dýran fatnað Ákæran á hendur Páli Heimissyni, fyrrverandi starfsmanni í Valhöll, virðist leiða í ljós að hann hafi ferðast um heim allan og lifað hátt í tvö ár á kostnað norrænu íhaldsflokkanna. Hann tók tólf milljónir í reiðufé út úr bönkum á 26 mánuðum. 11. janúar 2013 09:00 Páll Heimisson neitaði sök Páll Heimisson, sem hefur verið ákærður fyrir stórfelld umboðssvik, neitaði sök við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann er grunaður um að hafa misnotað kreditkort íhaldshóps Norðurlandaráðs, meðal annars í dýrum fataverslunum, skartgripabúðum og á veitingastöðum um allan heim. 5. mars 2013 09:22 Dæmdur fyrir að misnota kreditkort Páll Heimisson var í dag dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir að misnota kreditkort sem starfsmaður íhaldshóps Norðurlandaráðs. Níu mánuðir eru skilorðsbundnir. Þarf að endurgreiða Sjálfstæðisflokknum rúmar nítján milljónir. 14. október 2013 14:30 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans Sjá meira
Mál Páls tekið fyrir í Héraðsdómi Í dag hófst aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknar gegn Páli Heimissyni, fyrrverandi starfsmanns flokkahóps íhaldsmanna í Norðurlandaráði. 20. september 2013 19:15
Páll áfrýjar til Hæstaréttar Páll Heimisson greiddi fyrir vörur og utanlandsferðir fyrir rúmlega 19 milljónir króna á kostnað SJálfstæðisflokksins. 13. janúar 2014 19:52
Lét íhaldsflokkana borga dýran fatnað Ákæran á hendur Páli Heimissyni, fyrrverandi starfsmanni í Valhöll, virðist leiða í ljós að hann hafi ferðast um heim allan og lifað hátt í tvö ár á kostnað norrænu íhaldsflokkanna. Hann tók tólf milljónir í reiðufé út úr bönkum á 26 mánuðum. 11. janúar 2013 09:00
Páll Heimisson neitaði sök Páll Heimisson, sem hefur verið ákærður fyrir stórfelld umboðssvik, neitaði sök við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann er grunaður um að hafa misnotað kreditkort íhaldshóps Norðurlandaráðs, meðal annars í dýrum fataverslunum, skartgripabúðum og á veitingastöðum um allan heim. 5. mars 2013 09:22
Dæmdur fyrir að misnota kreditkort Páll Heimisson var í dag dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir að misnota kreditkort sem starfsmaður íhaldshóps Norðurlandaráðs. Níu mánuðir eru skilorðsbundnir. Þarf að endurgreiða Sjálfstæðisflokknum rúmar nítján milljónir. 14. október 2013 14:30