„Hún var voða glöð að komast heim“ Birgir Olgeirsson. skrifar 5. febrúar 2015 10:43 Ólöf Þorbjörg. „Allt sem lagar þetta ástand er gott,“ segir Dóra Eydís Pálsdóttir, móðir Ólafar Þorbjargar Pétursdóttur, en Reykjavíkurborg hefur ákveðið að skipa neyðarstjórn yfir Ferðaþjónustu fatlaðra sem Stefán Eiríksson, sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar, mun fara fyrir. Þessi neyðarstjórn er skipuð eftir að Ólöf Þorbjörg, sem er átján ára þroskaskert stúlka, var skilin eftir í sjö klukkustundir í bíl frá Ferðaþjónustu fatlaðra í gær. Foreldrar Ólafar hafa tekið þá ákvörðun að Ólöf fari ekki aftur með Ferðaþjónustu fatlaðra fyrr en tryggt er að svona mistök eigi sér ekki stað aftur. „Við erum ekki tilbúin að stökkva á það aftur, þetta þarf að breytast eitthvað,“ segir Dóra Eydís í samtali við Vísi um málið. Akstursþjónusta á borð við Ferðaþjónustu fatlaðra er fjölskyldunni afar mikilvæg því annars þyrftu foreldrar hennar að sjá um að aka henni til og frá yfir daginn og segir Dóra að erfitt yrði að sinna vinnu meðfram þeim akstri. „Þá þyrftum við að keyra hana tvisvar á dag. Fyrst í skólann, svo í Hitt húsið og svo úr Hinu húsinu og heim,“ segir Dóra en foreldrar Ólafar munu sjá um akstur þangað til fundið hefur verið út úr vanda Ferðaþjónustu fatlaðra. Hún segir líðan Ólafar eftir aðstæðum en erfitt að átta sig á því hversu mikið hún geri sér grein fyrir stöðunni. „Hún var voða glöð að komast heim. Hún var lengi að sofna í gær og vaknaði snemma þannig að þetta hlýtur að hafa haft áhrif á hana.“ Tengdar fréttir Ökumaðurinn er ökukennari Ökumaðurinn leystur tímabundið frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir. 5. febrúar 2015 10:15 Fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra Stúlkan fannst í bifreið á vegum ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum. 4. febrúar 2015 21:25 Svona týndist stúlkan „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist. 4. febrúar 2015 23:46 Neyðarstjórn sett yfir þjónustu Strætó við fatlaða Stefán Eiríksson fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu mun leiða nýja neyðarstjórn yfir þjónustu Strætó við fatlaða. 5. febrúar 2015 09:55 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
„Allt sem lagar þetta ástand er gott,“ segir Dóra Eydís Pálsdóttir, móðir Ólafar Þorbjargar Pétursdóttur, en Reykjavíkurborg hefur ákveðið að skipa neyðarstjórn yfir Ferðaþjónustu fatlaðra sem Stefán Eiríksson, sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar, mun fara fyrir. Þessi neyðarstjórn er skipuð eftir að Ólöf Þorbjörg, sem er átján ára þroskaskert stúlka, var skilin eftir í sjö klukkustundir í bíl frá Ferðaþjónustu fatlaðra í gær. Foreldrar Ólafar hafa tekið þá ákvörðun að Ólöf fari ekki aftur með Ferðaþjónustu fatlaðra fyrr en tryggt er að svona mistök eigi sér ekki stað aftur. „Við erum ekki tilbúin að stökkva á það aftur, þetta þarf að breytast eitthvað,“ segir Dóra Eydís í samtali við Vísi um málið. Akstursþjónusta á borð við Ferðaþjónustu fatlaðra er fjölskyldunni afar mikilvæg því annars þyrftu foreldrar hennar að sjá um að aka henni til og frá yfir daginn og segir Dóra að erfitt yrði að sinna vinnu meðfram þeim akstri. „Þá þyrftum við að keyra hana tvisvar á dag. Fyrst í skólann, svo í Hitt húsið og svo úr Hinu húsinu og heim,“ segir Dóra en foreldrar Ólafar munu sjá um akstur þangað til fundið hefur verið út úr vanda Ferðaþjónustu fatlaðra. Hún segir líðan Ólafar eftir aðstæðum en erfitt að átta sig á því hversu mikið hún geri sér grein fyrir stöðunni. „Hún var voða glöð að komast heim. Hún var lengi að sofna í gær og vaknaði snemma þannig að þetta hlýtur að hafa haft áhrif á hana.“
Tengdar fréttir Ökumaðurinn er ökukennari Ökumaðurinn leystur tímabundið frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir. 5. febrúar 2015 10:15 Fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra Stúlkan fannst í bifreið á vegum ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum. 4. febrúar 2015 21:25 Svona týndist stúlkan „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist. 4. febrúar 2015 23:46 Neyðarstjórn sett yfir þjónustu Strætó við fatlaða Stefán Eiríksson fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu mun leiða nýja neyðarstjórn yfir þjónustu Strætó við fatlaða. 5. febrúar 2015 09:55 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Ökumaðurinn er ökukennari Ökumaðurinn leystur tímabundið frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir. 5. febrúar 2015 10:15
Fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra Stúlkan fannst í bifreið á vegum ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum. 4. febrúar 2015 21:25
Svona týndist stúlkan „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist. 4. febrúar 2015 23:46
Neyðarstjórn sett yfir þjónustu Strætó við fatlaða Stefán Eiríksson fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu mun leiða nýja neyðarstjórn yfir þjónustu Strætó við fatlaða. 5. febrúar 2015 09:55
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu