„Hún var voða glöð að komast heim“ Birgir Olgeirsson. skrifar 5. febrúar 2015 10:43 Ólöf Þorbjörg. „Allt sem lagar þetta ástand er gott,“ segir Dóra Eydís Pálsdóttir, móðir Ólafar Þorbjargar Pétursdóttur, en Reykjavíkurborg hefur ákveðið að skipa neyðarstjórn yfir Ferðaþjónustu fatlaðra sem Stefán Eiríksson, sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar, mun fara fyrir. Þessi neyðarstjórn er skipuð eftir að Ólöf Þorbjörg, sem er átján ára þroskaskert stúlka, var skilin eftir í sjö klukkustundir í bíl frá Ferðaþjónustu fatlaðra í gær. Foreldrar Ólafar hafa tekið þá ákvörðun að Ólöf fari ekki aftur með Ferðaþjónustu fatlaðra fyrr en tryggt er að svona mistök eigi sér ekki stað aftur. „Við erum ekki tilbúin að stökkva á það aftur, þetta þarf að breytast eitthvað,“ segir Dóra Eydís í samtali við Vísi um málið. Akstursþjónusta á borð við Ferðaþjónustu fatlaðra er fjölskyldunni afar mikilvæg því annars þyrftu foreldrar hennar að sjá um að aka henni til og frá yfir daginn og segir Dóra að erfitt yrði að sinna vinnu meðfram þeim akstri. „Þá þyrftum við að keyra hana tvisvar á dag. Fyrst í skólann, svo í Hitt húsið og svo úr Hinu húsinu og heim,“ segir Dóra en foreldrar Ólafar munu sjá um akstur þangað til fundið hefur verið út úr vanda Ferðaþjónustu fatlaðra. Hún segir líðan Ólafar eftir aðstæðum en erfitt að átta sig á því hversu mikið hún geri sér grein fyrir stöðunni. „Hún var voða glöð að komast heim. Hún var lengi að sofna í gær og vaknaði snemma þannig að þetta hlýtur að hafa haft áhrif á hana.“ Tengdar fréttir Ökumaðurinn er ökukennari Ökumaðurinn leystur tímabundið frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir. 5. febrúar 2015 10:15 Fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra Stúlkan fannst í bifreið á vegum ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum. 4. febrúar 2015 21:25 Svona týndist stúlkan „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist. 4. febrúar 2015 23:46 Neyðarstjórn sett yfir þjónustu Strætó við fatlaða Stefán Eiríksson fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu mun leiða nýja neyðarstjórn yfir þjónustu Strætó við fatlaða. 5. febrúar 2015 09:55 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Sjá meira
„Allt sem lagar þetta ástand er gott,“ segir Dóra Eydís Pálsdóttir, móðir Ólafar Þorbjargar Pétursdóttur, en Reykjavíkurborg hefur ákveðið að skipa neyðarstjórn yfir Ferðaþjónustu fatlaðra sem Stefán Eiríksson, sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar, mun fara fyrir. Þessi neyðarstjórn er skipuð eftir að Ólöf Þorbjörg, sem er átján ára þroskaskert stúlka, var skilin eftir í sjö klukkustundir í bíl frá Ferðaþjónustu fatlaðra í gær. Foreldrar Ólafar hafa tekið þá ákvörðun að Ólöf fari ekki aftur með Ferðaþjónustu fatlaðra fyrr en tryggt er að svona mistök eigi sér ekki stað aftur. „Við erum ekki tilbúin að stökkva á það aftur, þetta þarf að breytast eitthvað,“ segir Dóra Eydís í samtali við Vísi um málið. Akstursþjónusta á borð við Ferðaþjónustu fatlaðra er fjölskyldunni afar mikilvæg því annars þyrftu foreldrar hennar að sjá um að aka henni til og frá yfir daginn og segir Dóra að erfitt yrði að sinna vinnu meðfram þeim akstri. „Þá þyrftum við að keyra hana tvisvar á dag. Fyrst í skólann, svo í Hitt húsið og svo úr Hinu húsinu og heim,“ segir Dóra en foreldrar Ólafar munu sjá um akstur þangað til fundið hefur verið út úr vanda Ferðaþjónustu fatlaðra. Hún segir líðan Ólafar eftir aðstæðum en erfitt að átta sig á því hversu mikið hún geri sér grein fyrir stöðunni. „Hún var voða glöð að komast heim. Hún var lengi að sofna í gær og vaknaði snemma þannig að þetta hlýtur að hafa haft áhrif á hana.“
Tengdar fréttir Ökumaðurinn er ökukennari Ökumaðurinn leystur tímabundið frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir. 5. febrúar 2015 10:15 Fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra Stúlkan fannst í bifreið á vegum ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum. 4. febrúar 2015 21:25 Svona týndist stúlkan „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist. 4. febrúar 2015 23:46 Neyðarstjórn sett yfir þjónustu Strætó við fatlaða Stefán Eiríksson fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu mun leiða nýja neyðarstjórn yfir þjónustu Strætó við fatlaða. 5. febrúar 2015 09:55 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Sjá meira
Ökumaðurinn er ökukennari Ökumaðurinn leystur tímabundið frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir. 5. febrúar 2015 10:15
Fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra Stúlkan fannst í bifreið á vegum ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum. 4. febrúar 2015 21:25
Svona týndist stúlkan „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist. 4. febrúar 2015 23:46
Neyðarstjórn sett yfir þjónustu Strætó við fatlaða Stefán Eiríksson fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu mun leiða nýja neyðarstjórn yfir þjónustu Strætó við fatlaða. 5. febrúar 2015 09:55
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent