Innlent

IKEA ætlar ekki í skaðabótamál vegna jólaljósanna

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Geitin fuðraði upp á innan við fimm mínútum.
Geitin fuðraði upp á innan við fimm mínútum. vísir/bylgja guðjónsdóttir
Verslunin IKEA ætlar ekki að höfða mál vegna jólageitarinnar í Kauptúni sem varð ljósaseríum að bráð á mánudag.  Seríurnar voru keyptar á íslenskum markaði fyrr á þessu ári en svo virðist sem leitt hafi úr seríunni sem varð til þess að eldur kom upp.  

„Tjónið var vissulega töluvert en við ætlum þó ekki í mál. Við erum með sams konar serúr á trjánum hjá okkur og aldrei komið upp nein vandamál,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA.

Hann segir seríurnar hafa verið keyptar á eina milljón króna. Geitin hafi kostað ívið meira og því fjárhagslegt tjón umtalsvert. „Þetta var óhefðbundin notkun á seríunum. Þeim er vafið þétt utan um geitina á meðan slíkar seríur hanga vanalega á trjám eða húsþökum.“

Unnið er að því að koma upp nýrri geit. Stefnt var á að það yrði fyrir helgi en aðdáendur geitarinnar þurfa að bíða eilítið lengur. „Ég sé ekki fram á að við náum því fyrir helgi. Þannig að ný geit verður líklega ekki komin upp fyrr en í næstu viku. Hún er þung og mikil og með stærðarinnar hálmbagga sem þarf að vefja utan um hana, þannig að þetta er þó nokkur vinna,“ útskýrir Þórarinn.

Geitin fuðraði upp á örskotsstundu, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.


Tengdar fréttir

Serían sem banaði geitinni ekki frá IKEA

Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, segir að ekki hafi verið um markaðsbrellu að ræða. Unnið sé að því að koma upp annarri geit fyrir helgi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.