Lífið

Geitin kveikti líka í Twitter: „Gerði það sem okkur langar öll til að gera í anddyri IKEA“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Geitin er fallin frá.
Geitin er fallin frá. vísir/pjetur
Þrátt fyrir stranga öryggisgæslu, myndavélakerfi og rafmagnsgirðingu er IKEA-geitin öll árið 2015.

Ekki var um óprúttna aðila að ræða í þetta skiptið heldur virðist geitin hafa fallið fyrir eigin eldi. Þetta staðfestir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, í samtali við Vísi fyrr í dag.

Jólageitin er árlega sett upp fyrir framan IKEA og hefur hún alltaf vakið mikla athygli. Nú hefur nú vakið athygli á Twitter og eru tíst farin að streyma inn á þann vettvang. Tístarar keppast um að setja spaugilegan svip á atvikið og hefur það heppnast nokkuð vel.

Hér að neðan má fylgjast með umræðunni á Twitter. Bæði er verið að styðjast við #Jólagate og #geitin.


Tengdar fréttir

Serían sem banaði geitinni ekki frá IKEA

Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, segir að ekki hafi verið um markaðsbrellu að ræða. Unnið sé að því að koma upp annarri geit fyrir helgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×