Gerðu þjóðhátíðarmyndband FM95Blö á fimm dögum Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 30. júlí 2015 09:00 Andri, Jónas og Jakob reka flott framleiðslufyrirtæki þrátt fyrir ungan aldur. mynd/aðsend Þjóðhátíðarlag FM95Blö hefur líklegast ekki farið fram hjá neinum en strákarnir í IRIS Films sáu alfarið um upptökur og leikstjórn. Þeir Andri Páll Alfreðsson, Jakob Gabríel Þórhallsson og Jónas Bragi Þórhallsson skipa framleiðsluteymið IRIS en þeir eru allir um tvítugt og nýútskrifaðir úr Verzlunarskólanum. Þetta er ekki fyrsta stóra verkefnið sem þeir taka að sér en þeir framleiddu einnig tónlistarmyndbandið við Eurovision-lag Maríu Ólafsdóttur. Strákarnir, ásamt Audda, Steinda og StopWaitGo, tóku upp myndbandið og lagið auk þess að gefa það út á aðeins fimm sólarhringum.Strákarnir þurftu að vera að fljótir að gera allt tilbúið fyrir frumsýningu myndbandsins.Mynd/IRIS FilmsAldrei upplifað aðra eins keyrslu„Auddi hafði samband við okkur á föstudegi og sagðist vera með hugmynd og vildi fá okkur með sér. Við vorum auðvitað til í þetta um leið enda eru þeir miklir reynsluboltar. Við gátum ekki hist fyrr en á mánudeginum en þá settum við upp söguþráðinn og eftir það fórum við í reddingar og þeir fóru að taka upp lagið. Við höfum aldrei gert neitt á jafn mikilli keyrslu. Við byrjuðum að taka upp seinnipartinn á miðvikudeginum fram á miðja nótt og þá sváfum við í einn til tvo klukkutíma. Við nýttum fimmtudaginn vel í upptökur og fórum svo til Eyja á föstudeginum að taka upp restina. Á meðan við fórum til Eyja varð einn okkar eftir í bænum og byrjaði að klippa. Við tökum okkur yfirleitt viku í að klippa svona verkefni þar sem við erum að nota mikið af brellum og laga litina en ekki tvo sólarhringa. Til þess að bæta gráu ofan á svart þá var Gillz í útlöndum og kom ekki heim fyrr en á laugardagskvöldið en myndbandið var frumsýnt á sunnudeginum. Hann brunaði beint af flugvellinum upp í stúdíó hjá StopWaitGo til að taka upp sinn part og svo til okkar þar sem við vorum með „blue screen“ og við hentum partinum hans inn,“ segir Andri Páll.Stund milli stríðaMynd/IRIS FilmsStrákarnir í IRIS Films hafa tekið að sér fjöldann allan af verkefnum og voru mikið að vinna að sínum eigin hugmyndum í Verzló. Bræðurnir Jakob og Jónas halda út til London í kvikmyndaháskólann MET Film School í haust. Andri Páll stefnir á iðnaðarverkfræði í Háskóla Íslands. „Við ætlum að nýta tímann vel áður en þeir fara út og taka að okkur eitthvað meira af verkefnum. Okkur finnst þetta ótrúlega skemmtilegt, sérstaklega að vinna með Audda og Steinda. Það er öðruvísi að vinna með þeim þar sem þeir hafa verið svo mikið í þessu en það er stór ástæða fyrir því að þetta gekk svona vel að keyra verkefnið í gegn á nokkrum dögum.“ Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Bakkað á bílinn og missa af Herjólfi Auðunn Blöndal og Steindi Jr. hafa lokið við að taka upp tónlistarmyndband við Þjóðhátíðarlagið sitt. Þeir félagar lentu í ýmsu við gerð myndbandsins. 25. júlí 2015 08:00 Íslenska Eurovision-myndbandið: María Ólafs gefur sýnishorn Myndbandið við lagið Unbroken verður frumsýnt á föstudaginn. 11. mars 2015 18:26 Frumsýning á Þjóðhátíðarlagi FM95BLÖ Útvarpsþátturinn FM96BLÖ snýr aftur úr sumarfríi á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. 26. júlí 2015 20:52 Þjóðhátíðarlag FM95BLÖ slær í gegn Horft hefur verið 55.000 sinnum á myndbandið. 28. júlí 2015 13:08 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Fleiri fréttir Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Sjá meira
Þjóðhátíðarlag FM95Blö hefur líklegast ekki farið fram hjá neinum en strákarnir í IRIS Films sáu alfarið um upptökur og leikstjórn. Þeir Andri Páll Alfreðsson, Jakob Gabríel Þórhallsson og Jónas Bragi Þórhallsson skipa framleiðsluteymið IRIS en þeir eru allir um tvítugt og nýútskrifaðir úr Verzlunarskólanum. Þetta er ekki fyrsta stóra verkefnið sem þeir taka að sér en þeir framleiddu einnig tónlistarmyndbandið við Eurovision-lag Maríu Ólafsdóttur. Strákarnir, ásamt Audda, Steinda og StopWaitGo, tóku upp myndbandið og lagið auk þess að gefa það út á aðeins fimm sólarhringum.Strákarnir þurftu að vera að fljótir að gera allt tilbúið fyrir frumsýningu myndbandsins.Mynd/IRIS FilmsAldrei upplifað aðra eins keyrslu„Auddi hafði samband við okkur á föstudegi og sagðist vera með hugmynd og vildi fá okkur með sér. Við vorum auðvitað til í þetta um leið enda eru þeir miklir reynsluboltar. Við gátum ekki hist fyrr en á mánudeginum en þá settum við upp söguþráðinn og eftir það fórum við í reddingar og þeir fóru að taka upp lagið. Við höfum aldrei gert neitt á jafn mikilli keyrslu. Við byrjuðum að taka upp seinnipartinn á miðvikudeginum fram á miðja nótt og þá sváfum við í einn til tvo klukkutíma. Við nýttum fimmtudaginn vel í upptökur og fórum svo til Eyja á föstudeginum að taka upp restina. Á meðan við fórum til Eyja varð einn okkar eftir í bænum og byrjaði að klippa. Við tökum okkur yfirleitt viku í að klippa svona verkefni þar sem við erum að nota mikið af brellum og laga litina en ekki tvo sólarhringa. Til þess að bæta gráu ofan á svart þá var Gillz í útlöndum og kom ekki heim fyrr en á laugardagskvöldið en myndbandið var frumsýnt á sunnudeginum. Hann brunaði beint af flugvellinum upp í stúdíó hjá StopWaitGo til að taka upp sinn part og svo til okkar þar sem við vorum með „blue screen“ og við hentum partinum hans inn,“ segir Andri Páll.Stund milli stríðaMynd/IRIS FilmsStrákarnir í IRIS Films hafa tekið að sér fjöldann allan af verkefnum og voru mikið að vinna að sínum eigin hugmyndum í Verzló. Bræðurnir Jakob og Jónas halda út til London í kvikmyndaháskólann MET Film School í haust. Andri Páll stefnir á iðnaðarverkfræði í Háskóla Íslands. „Við ætlum að nýta tímann vel áður en þeir fara út og taka að okkur eitthvað meira af verkefnum. Okkur finnst þetta ótrúlega skemmtilegt, sérstaklega að vinna með Audda og Steinda. Það er öðruvísi að vinna með þeim þar sem þeir hafa verið svo mikið í þessu en það er stór ástæða fyrir því að þetta gekk svona vel að keyra verkefnið í gegn á nokkrum dögum.“
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Bakkað á bílinn og missa af Herjólfi Auðunn Blöndal og Steindi Jr. hafa lokið við að taka upp tónlistarmyndband við Þjóðhátíðarlagið sitt. Þeir félagar lentu í ýmsu við gerð myndbandsins. 25. júlí 2015 08:00 Íslenska Eurovision-myndbandið: María Ólafs gefur sýnishorn Myndbandið við lagið Unbroken verður frumsýnt á föstudaginn. 11. mars 2015 18:26 Frumsýning á Þjóðhátíðarlagi FM95BLÖ Útvarpsþátturinn FM96BLÖ snýr aftur úr sumarfríi á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. 26. júlí 2015 20:52 Þjóðhátíðarlag FM95BLÖ slær í gegn Horft hefur verið 55.000 sinnum á myndbandið. 28. júlí 2015 13:08 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Fleiri fréttir Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Sjá meira
Bakkað á bílinn og missa af Herjólfi Auðunn Blöndal og Steindi Jr. hafa lokið við að taka upp tónlistarmyndband við Þjóðhátíðarlagið sitt. Þeir félagar lentu í ýmsu við gerð myndbandsins. 25. júlí 2015 08:00
Íslenska Eurovision-myndbandið: María Ólafs gefur sýnishorn Myndbandið við lagið Unbroken verður frumsýnt á föstudaginn. 11. mars 2015 18:26
Frumsýning á Þjóðhátíðarlagi FM95BLÖ Útvarpsþátturinn FM96BLÖ snýr aftur úr sumarfríi á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. 26. júlí 2015 20:52