Gerðu þjóðhátíðarmyndband FM95Blö á fimm dögum Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 30. júlí 2015 09:00 Andri, Jónas og Jakob reka flott framleiðslufyrirtæki þrátt fyrir ungan aldur. mynd/aðsend Þjóðhátíðarlag FM95Blö hefur líklegast ekki farið fram hjá neinum en strákarnir í IRIS Films sáu alfarið um upptökur og leikstjórn. Þeir Andri Páll Alfreðsson, Jakob Gabríel Þórhallsson og Jónas Bragi Þórhallsson skipa framleiðsluteymið IRIS en þeir eru allir um tvítugt og nýútskrifaðir úr Verzlunarskólanum. Þetta er ekki fyrsta stóra verkefnið sem þeir taka að sér en þeir framleiddu einnig tónlistarmyndbandið við Eurovision-lag Maríu Ólafsdóttur. Strákarnir, ásamt Audda, Steinda og StopWaitGo, tóku upp myndbandið og lagið auk þess að gefa það út á aðeins fimm sólarhringum.Strákarnir þurftu að vera að fljótir að gera allt tilbúið fyrir frumsýningu myndbandsins.Mynd/IRIS FilmsAldrei upplifað aðra eins keyrslu„Auddi hafði samband við okkur á föstudegi og sagðist vera með hugmynd og vildi fá okkur með sér. Við vorum auðvitað til í þetta um leið enda eru þeir miklir reynsluboltar. Við gátum ekki hist fyrr en á mánudeginum en þá settum við upp söguþráðinn og eftir það fórum við í reddingar og þeir fóru að taka upp lagið. Við höfum aldrei gert neitt á jafn mikilli keyrslu. Við byrjuðum að taka upp seinnipartinn á miðvikudeginum fram á miðja nótt og þá sváfum við í einn til tvo klukkutíma. Við nýttum fimmtudaginn vel í upptökur og fórum svo til Eyja á föstudeginum að taka upp restina. Á meðan við fórum til Eyja varð einn okkar eftir í bænum og byrjaði að klippa. Við tökum okkur yfirleitt viku í að klippa svona verkefni þar sem við erum að nota mikið af brellum og laga litina en ekki tvo sólarhringa. Til þess að bæta gráu ofan á svart þá var Gillz í útlöndum og kom ekki heim fyrr en á laugardagskvöldið en myndbandið var frumsýnt á sunnudeginum. Hann brunaði beint af flugvellinum upp í stúdíó hjá StopWaitGo til að taka upp sinn part og svo til okkar þar sem við vorum með „blue screen“ og við hentum partinum hans inn,“ segir Andri Páll.Stund milli stríðaMynd/IRIS FilmsStrákarnir í IRIS Films hafa tekið að sér fjöldann allan af verkefnum og voru mikið að vinna að sínum eigin hugmyndum í Verzló. Bræðurnir Jakob og Jónas halda út til London í kvikmyndaháskólann MET Film School í haust. Andri Páll stefnir á iðnaðarverkfræði í Háskóla Íslands. „Við ætlum að nýta tímann vel áður en þeir fara út og taka að okkur eitthvað meira af verkefnum. Okkur finnst þetta ótrúlega skemmtilegt, sérstaklega að vinna með Audda og Steinda. Það er öðruvísi að vinna með þeim þar sem þeir hafa verið svo mikið í þessu en það er stór ástæða fyrir því að þetta gekk svona vel að keyra verkefnið í gegn á nokkrum dögum.“ Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Bakkað á bílinn og missa af Herjólfi Auðunn Blöndal og Steindi Jr. hafa lokið við að taka upp tónlistarmyndband við Þjóðhátíðarlagið sitt. Þeir félagar lentu í ýmsu við gerð myndbandsins. 25. júlí 2015 08:00 Íslenska Eurovision-myndbandið: María Ólafs gefur sýnishorn Myndbandið við lagið Unbroken verður frumsýnt á föstudaginn. 11. mars 2015 18:26 Frumsýning á Þjóðhátíðarlagi FM95BLÖ Útvarpsþátturinn FM96BLÖ snýr aftur úr sumarfríi á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. 26. júlí 2015 20:52 Þjóðhátíðarlag FM95BLÖ slær í gegn Horft hefur verið 55.000 sinnum á myndbandið. 28. júlí 2015 13:08 Mest lesið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira
Þjóðhátíðarlag FM95Blö hefur líklegast ekki farið fram hjá neinum en strákarnir í IRIS Films sáu alfarið um upptökur og leikstjórn. Þeir Andri Páll Alfreðsson, Jakob Gabríel Þórhallsson og Jónas Bragi Þórhallsson skipa framleiðsluteymið IRIS en þeir eru allir um tvítugt og nýútskrifaðir úr Verzlunarskólanum. Þetta er ekki fyrsta stóra verkefnið sem þeir taka að sér en þeir framleiddu einnig tónlistarmyndbandið við Eurovision-lag Maríu Ólafsdóttur. Strákarnir, ásamt Audda, Steinda og StopWaitGo, tóku upp myndbandið og lagið auk þess að gefa það út á aðeins fimm sólarhringum.Strákarnir þurftu að vera að fljótir að gera allt tilbúið fyrir frumsýningu myndbandsins.Mynd/IRIS FilmsAldrei upplifað aðra eins keyrslu„Auddi hafði samband við okkur á föstudegi og sagðist vera með hugmynd og vildi fá okkur með sér. Við vorum auðvitað til í þetta um leið enda eru þeir miklir reynsluboltar. Við gátum ekki hist fyrr en á mánudeginum en þá settum við upp söguþráðinn og eftir það fórum við í reddingar og þeir fóru að taka upp lagið. Við höfum aldrei gert neitt á jafn mikilli keyrslu. Við byrjuðum að taka upp seinnipartinn á miðvikudeginum fram á miðja nótt og þá sváfum við í einn til tvo klukkutíma. Við nýttum fimmtudaginn vel í upptökur og fórum svo til Eyja á föstudeginum að taka upp restina. Á meðan við fórum til Eyja varð einn okkar eftir í bænum og byrjaði að klippa. Við tökum okkur yfirleitt viku í að klippa svona verkefni þar sem við erum að nota mikið af brellum og laga litina en ekki tvo sólarhringa. Til þess að bæta gráu ofan á svart þá var Gillz í útlöndum og kom ekki heim fyrr en á laugardagskvöldið en myndbandið var frumsýnt á sunnudeginum. Hann brunaði beint af flugvellinum upp í stúdíó hjá StopWaitGo til að taka upp sinn part og svo til okkar þar sem við vorum með „blue screen“ og við hentum partinum hans inn,“ segir Andri Páll.Stund milli stríðaMynd/IRIS FilmsStrákarnir í IRIS Films hafa tekið að sér fjöldann allan af verkefnum og voru mikið að vinna að sínum eigin hugmyndum í Verzló. Bræðurnir Jakob og Jónas halda út til London í kvikmyndaháskólann MET Film School í haust. Andri Páll stefnir á iðnaðarverkfræði í Háskóla Íslands. „Við ætlum að nýta tímann vel áður en þeir fara út og taka að okkur eitthvað meira af verkefnum. Okkur finnst þetta ótrúlega skemmtilegt, sérstaklega að vinna með Audda og Steinda. Það er öðruvísi að vinna með þeim þar sem þeir hafa verið svo mikið í þessu en það er stór ástæða fyrir því að þetta gekk svona vel að keyra verkefnið í gegn á nokkrum dögum.“
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Bakkað á bílinn og missa af Herjólfi Auðunn Blöndal og Steindi Jr. hafa lokið við að taka upp tónlistarmyndband við Þjóðhátíðarlagið sitt. Þeir félagar lentu í ýmsu við gerð myndbandsins. 25. júlí 2015 08:00 Íslenska Eurovision-myndbandið: María Ólafs gefur sýnishorn Myndbandið við lagið Unbroken verður frumsýnt á föstudaginn. 11. mars 2015 18:26 Frumsýning á Þjóðhátíðarlagi FM95BLÖ Útvarpsþátturinn FM96BLÖ snýr aftur úr sumarfríi á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. 26. júlí 2015 20:52 Þjóðhátíðarlag FM95BLÖ slær í gegn Horft hefur verið 55.000 sinnum á myndbandið. 28. júlí 2015 13:08 Mest lesið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira
Bakkað á bílinn og missa af Herjólfi Auðunn Blöndal og Steindi Jr. hafa lokið við að taka upp tónlistarmyndband við Þjóðhátíðarlagið sitt. Þeir félagar lentu í ýmsu við gerð myndbandsins. 25. júlí 2015 08:00
Íslenska Eurovision-myndbandið: María Ólafs gefur sýnishorn Myndbandið við lagið Unbroken verður frumsýnt á föstudaginn. 11. mars 2015 18:26
Frumsýning á Þjóðhátíðarlagi FM95BLÖ Útvarpsþátturinn FM96BLÖ snýr aftur úr sumarfríi á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. 26. júlí 2015 20:52