Bakkað á bílinn og missa af Herjólfi Gunnar Leó Pálsson skrifar 25. júlí 2015 08:00 Auðunn Blöndal og Steindi JR. leggja ýmislegt á sig í myndbandinu. „Þetta voru erfiðustu tökur sem við höfum tekið þátt í. Við erum eiginlega búnir að vera á fullu í tökum frá því klukkan tíu á miðvikudagsmorgni og þangað til núna,“ segir fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal. Hann og Steindi Jr. hafa undanfarna daga verið í tökum fyrir nýtt tónlistarmyndband, sem er við Þjóðhátíðarlag þeirra félaga í útvarpsþættinum FM 95Blö. Lagið er tökulag en útgáfa Blö-bræðranna ber titilinn Ég fer á Þjóðhátíð. „Við lofuðum Þjóðhátíðarlagi, síðast tókum við Backstreet boys-lagið Incomplete en núna er það lagið Titanium. Ég, Steindi og Ásgeir úr StopWaitGo sömdum textann og þeir í StopWaitGo hjálpuðu okkar að útfæra þetta,“ segir Auddi um lagið. Egill Einarsson var þó megindrifkrafturinn í myndbandsgerðinni þó svo að hann hafi verið vant við látinn í tökunum. „Ástæðan fyrir því að við ákváðum að kýla á að gera myndband og lag var sú að Egill var alltaf að tuða í okkur um að við yrðum að vera með nýtt lag og myndband klárt fyrir Þjóðhátíð. Hann var samt staddur í 30 stiga hita á Tenerife með mojito þegar hann var að tuða í okkur, á meðan ég og Steindi þurftum að klífa fjöll og synda í sjó,“ segir Auddi um upphafið.Auðunn Blöndal og Steindi Jr. lofa góðu stuði á Þjóðhátíð.„Myndbandið fjallar um það að Steindi ætlaði að koma að sækja mig fyrir Þjóðhátíð en hann kemur of seint og við reynum allt sem við getum til þess að ná að komast á Þjóðhátíð, styttum okkur leiðir og ég veit ekki hvað og hvað,“ útskýrir Auddi. Þess má til gamans geta að söguþráður myndbandsins varð til í raun og veru því þeir félagar misstu af Herjólfi þegar þeir ætluðu til Vestmannaeyja til að skjóta hluta myndbandsins. „Við misstum af Herjólfi því Steindi var of seinn, hann fékk aldeilis að heyra það, kallinn. Við náðum samt að nýta tímann í aðrar tökur.“ Auddi lenti þó í smá hremmingum þegar í Landeyjahöfn var komið. „Það var bakkað á bílinn minn þannig að hann er klesstur. Ég þurfti að skilja hann eftir og við gerðum tjónaskýrsluna í Herjólfi,“ bætir Auddi við. Útvarpsþátturinn FM 95Blö verður sendur út beint frá veitingastaðnum 900 Grill í Eyjum næsta föstudag og þá ætla þeir félagar einnig að troða upp á Brekkusviðinu í dalnum. „Þetta er FM 95Blö og gestir. Þarna verða Steindi og Bent, Sverrir Bergmann, Egill Einarsson ætlar að dj-a og svo verðum við með leynigest. Ég lofa þéttri og óvæntri skemmtun,“ segir Auddi spurður út í atriðið þeirra á Þjóðhátíð. Myndbandið við Þjóðhátíðarlagið, sem framleitt er af framleiðsluteyminu IRIS, verður frumsýnt á Vísi um helgina. Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira
„Þetta voru erfiðustu tökur sem við höfum tekið þátt í. Við erum eiginlega búnir að vera á fullu í tökum frá því klukkan tíu á miðvikudagsmorgni og þangað til núna,“ segir fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal. Hann og Steindi Jr. hafa undanfarna daga verið í tökum fyrir nýtt tónlistarmyndband, sem er við Þjóðhátíðarlag þeirra félaga í útvarpsþættinum FM 95Blö. Lagið er tökulag en útgáfa Blö-bræðranna ber titilinn Ég fer á Þjóðhátíð. „Við lofuðum Þjóðhátíðarlagi, síðast tókum við Backstreet boys-lagið Incomplete en núna er það lagið Titanium. Ég, Steindi og Ásgeir úr StopWaitGo sömdum textann og þeir í StopWaitGo hjálpuðu okkar að útfæra þetta,“ segir Auddi um lagið. Egill Einarsson var þó megindrifkrafturinn í myndbandsgerðinni þó svo að hann hafi verið vant við látinn í tökunum. „Ástæðan fyrir því að við ákváðum að kýla á að gera myndband og lag var sú að Egill var alltaf að tuða í okkur um að við yrðum að vera með nýtt lag og myndband klárt fyrir Þjóðhátíð. Hann var samt staddur í 30 stiga hita á Tenerife með mojito þegar hann var að tuða í okkur, á meðan ég og Steindi þurftum að klífa fjöll og synda í sjó,“ segir Auddi um upphafið.Auðunn Blöndal og Steindi Jr. lofa góðu stuði á Þjóðhátíð.„Myndbandið fjallar um það að Steindi ætlaði að koma að sækja mig fyrir Þjóðhátíð en hann kemur of seint og við reynum allt sem við getum til þess að ná að komast á Þjóðhátíð, styttum okkur leiðir og ég veit ekki hvað og hvað,“ útskýrir Auddi. Þess má til gamans geta að söguþráður myndbandsins varð til í raun og veru því þeir félagar misstu af Herjólfi þegar þeir ætluðu til Vestmannaeyja til að skjóta hluta myndbandsins. „Við misstum af Herjólfi því Steindi var of seinn, hann fékk aldeilis að heyra það, kallinn. Við náðum samt að nýta tímann í aðrar tökur.“ Auddi lenti þó í smá hremmingum þegar í Landeyjahöfn var komið. „Það var bakkað á bílinn minn þannig að hann er klesstur. Ég þurfti að skilja hann eftir og við gerðum tjónaskýrsluna í Herjólfi,“ bætir Auddi við. Útvarpsþátturinn FM 95Blö verður sendur út beint frá veitingastaðnum 900 Grill í Eyjum næsta föstudag og þá ætla þeir félagar einnig að troða upp á Brekkusviðinu í dalnum. „Þetta er FM 95Blö og gestir. Þarna verða Steindi og Bent, Sverrir Bergmann, Egill Einarsson ætlar að dj-a og svo verðum við með leynigest. Ég lofa þéttri og óvæntri skemmtun,“ segir Auddi spurður út í atriðið þeirra á Þjóðhátíð. Myndbandið við Þjóðhátíðarlagið, sem framleitt er af framleiðsluteyminu IRIS, verður frumsýnt á Vísi um helgina.
Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira