Sögur gæða landið lífi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. júlí 2015 10:30 "Hugmyndin spratt fram þegar ég var spurð hvernig hægt væri að nota þjóðfræði í ferðaþjónustu,“ segir Sóley Björk, sem vann forritið upp úr MA-verkefni sínu í Hagnýtri menningarmiðlun við H.Í. Mynd/Úr einkasafni „Það er hellingur í boði bæði fyrir heimamenn og gesti í Skagafirði, það eru bara ekki allir sem vita af því. Mig langaði að bæta úr því,“ segir Sóley Björk Guðmundsdóttir þjóðfræðingur og heilinn bak við forritið Lifandi landslag. „Hugmyndin spratt fram í atvinnuviðtali þegar ég var spurð hvernig hægt væri að nota þjóðfræði í ferðaþjónustu,“ segir hún og telur Skagafjörð fyrsta héraðið á landinu sem komi fram með slíkt alhliða þjónustu- og afþreyingarforrit. Sóley er fædd og uppalin á Sauðárkróki en ættuð utan af Skaga. Nú býr hún á höfuðborgarsvæðinu en er greinilega holl gömlu heimabyggðinni í huga. „Skagafjörður er söguríkt svæði. Þar gerist Grettissaga að stóru leyti og Sturlunga líka og þegar Jón Árnason safnaði saman þjóðsögunum varð honum vel ágengt í Skagafirði, þannig að úr mörgu var að velja fyrir mig.“Hún segir fólk sjá nákvæmlega á korti hvar sögurnar gerast. „Fólk stendur í Varmahlíð og lítur til Glóðafeykis meðan það fræðist um atburði tengda honum eða á hlaðinu á Reynistað og hlustar á sögur af útilegumönnum sem bjuggu í helli í fjallinu fyrir ofan. Þannig varð titillinn til, sögurnar gæða landið lífi.“ Sögurnar eru bæði til lestrar og hlustunar. Þær sem hægt er að hlýða á eru á nútímatalmáli að sögn Sóleyjar. En er hún með einhverjar úr samtímanum? „Já, aðeins. Ein þeirra er til dæmis frá 1978 um vegagerð í Hegranesi þar sem allt gekk á afturfótunum og öll tæki biluðu þegar átti að sprengja veginn í gegnum klöpp en samningar náðust við huldufólkið.“ Sóley kveðst ætla að búa til sérstakt forrit fyrir skólana í Skagafirði, því bæði Íslendingasögurnar og þjóðsögurnar tengist námskránni. „Ég held að sögurnar veki meiri áhuga þegar krakkarnir geta tengt þær beint við umhverfið í kringum sig. Það gerir landið verðmætara í augum þeirra og ef fólk er ánægt með heimabyggðina þá hefur það áhrif á sjálfsmynd þess.“ Hún tekur fram að forritið kosti ekkert og því sé tilvalið fyrir sem flesta að sækja það. „Fólk þarf ekki að vera í Skagafirði til að setja það inn, ef það er með slökkt á staðsetningunni. Ég var með tvær ungar frænkur frá Danmörku í heimsókn nýlega og þær voru bara með forritið í gangi hér í Reykjavík að hlusta á skagfirskar draugasögur.“ Skagafjörður Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Það er hellingur í boði bæði fyrir heimamenn og gesti í Skagafirði, það eru bara ekki allir sem vita af því. Mig langaði að bæta úr því,“ segir Sóley Björk Guðmundsdóttir þjóðfræðingur og heilinn bak við forritið Lifandi landslag. „Hugmyndin spratt fram í atvinnuviðtali þegar ég var spurð hvernig hægt væri að nota þjóðfræði í ferðaþjónustu,“ segir hún og telur Skagafjörð fyrsta héraðið á landinu sem komi fram með slíkt alhliða þjónustu- og afþreyingarforrit. Sóley er fædd og uppalin á Sauðárkróki en ættuð utan af Skaga. Nú býr hún á höfuðborgarsvæðinu en er greinilega holl gömlu heimabyggðinni í huga. „Skagafjörður er söguríkt svæði. Þar gerist Grettissaga að stóru leyti og Sturlunga líka og þegar Jón Árnason safnaði saman þjóðsögunum varð honum vel ágengt í Skagafirði, þannig að úr mörgu var að velja fyrir mig.“Hún segir fólk sjá nákvæmlega á korti hvar sögurnar gerast. „Fólk stendur í Varmahlíð og lítur til Glóðafeykis meðan það fræðist um atburði tengda honum eða á hlaðinu á Reynistað og hlustar á sögur af útilegumönnum sem bjuggu í helli í fjallinu fyrir ofan. Þannig varð titillinn til, sögurnar gæða landið lífi.“ Sögurnar eru bæði til lestrar og hlustunar. Þær sem hægt er að hlýða á eru á nútímatalmáli að sögn Sóleyjar. En er hún með einhverjar úr samtímanum? „Já, aðeins. Ein þeirra er til dæmis frá 1978 um vegagerð í Hegranesi þar sem allt gekk á afturfótunum og öll tæki biluðu þegar átti að sprengja veginn í gegnum klöpp en samningar náðust við huldufólkið.“ Sóley kveðst ætla að búa til sérstakt forrit fyrir skólana í Skagafirði, því bæði Íslendingasögurnar og þjóðsögurnar tengist námskránni. „Ég held að sögurnar veki meiri áhuga þegar krakkarnir geta tengt þær beint við umhverfið í kringum sig. Það gerir landið verðmætara í augum þeirra og ef fólk er ánægt með heimabyggðina þá hefur það áhrif á sjálfsmynd þess.“ Hún tekur fram að forritið kosti ekkert og því sé tilvalið fyrir sem flesta að sækja það. „Fólk þarf ekki að vera í Skagafirði til að setja það inn, ef það er með slökkt á staðsetningunni. Ég var með tvær ungar frænkur frá Danmörku í heimsókn nýlega og þær voru bara með forritið í gangi hér í Reykjavík að hlusta á skagfirskar draugasögur.“
Skagafjörður Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira