Annþór segir ekkert eðlilegt við þriggja ára rannsókn Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. júlí 2015 07:00 "Öll rannsóknin er búin að ganga út á að sanna sekt okkar. Það á að rannsaka jafnt til sektar eða sýknu,“ segir Annþór Kristján Karlsson. „Þrátt fyrir skýrslur erlendu sérfræðinganna virðist sem saksóknari ætli að halda áfram með málið, sem er hrikalegt,“ segir Annþór Kristján Karlsson sem ákærður var ásamt Berki Birgissyni fyrir að hafa beitt fanga á Litla-Hrauni ofbeldi árið 2012 og leiddi til dauða hans. Bæði Annþór og Börkur hafa ávallt neitað sök. Nú þegar rúm þrjú ár eru frá andláti fangans hafa allir þeir erlendu sérfræðingar sem fengnir voru til að meta skýrslur um andlát fangans, að ósk verjenda Annþórs og Barkar, skilað niðurstöðum sínum. „Það er ekkert eðlilegt við það að rannsóknin sé búin að taka svona langan tíma. Okkur hefur þótt rosalega sárt að hafa yfir okkur ákæru fyrir að hafa myrt vin okkar sem við gerðum bara alls, alls ekki.“ Einn af íslensku sérfræðingunum komst að þeirri niðurstöðu að áverka hins látna mætti rekja til þungs höggs. „Hún sagði það vissulega, en hún sagði að þetta gæti líka verið eftir fall á einhvern hlut eða fall á gólf eða þrýstiáverki,“ segir Annþór. Niðurstaða Sidsel Rogde, prófessors í réttarmeinafræði við Háskólann í Osló, var sú að ólíklegt væri að áverkar þeir sem leiddu til dauða fangans, sem voru rifa á milta, væru tilkomnir eftir högg eða spark, þótt það væri ekki algjörlega útilokað. „Það er ekki heldur hægt að útiloka að geimverur hafi gert þetta,“ segir Annþór og bætir við að engir sjáanlegir áverkar hafi verið á hinum látna. Rodge sagði einnig að áverkarnir gætu vel hafa verið tilkomnir við endurlífgunartilraunir, sem framkvæmdar voru bæði af fangavörðum og sjúkraflutningamönnum. Þá komust tveir íslenskir prófessorar að þeirri niðurstöðu að ljóst væri af upptökum úr öryggismyndavélum á Litla-Hrauni að hinum látna hefði staðið ógn af Annþóri og Berki. Hinn látni hefði verið hræddur við þá. „Þetta atferlismat hjá þeim er alveg furðulegt. Hann talar um það hvernig við vorum með krosslagðar hendur þegar við ræddum við hann. Við Börkur töluðum við fangaprestinn um daginn og hann var með krosslagðar hendur, ekki stóð okkur ógn af honum,“ segir Annþór. David J. Cooke, prófessor í klínískri réttarsálfræði, gagnrýndi niðurstöðu íslensku prófessoranna og komst að þeirri niðurstöðu að aðferðafræði þeirra uppfyllti ekki þær kröfur sem almennt eru gerðar í réttarsálfræði. Jim Aage Nøttestad, prófessor í klínískri réttarsálfræði, var sá sem skilaði síðustu skýrslunni. Hann telur að það sé ógerlegt að sjá á upptökunni að hinum látna hafi staðið ógn af Annþóri og Berki. „Þær eru óskýrar. Það er ekki hægt að draga neina ályktun af hegðun fanganna án þess að sjá svipbrigði þeirra,“ segir hann. „Allar skýrslurnar eru á skjön við það sem er verið að ákæra okkur fyrir. Það er alveg ótrúlegt að saksóknari sjái ekki sóma sinn í því að fella niður ákæruna,“ segir Annþór og bætir við að hann hafi ekki komist í opið úrræði og verið vistaður á öryggisgangi í eitt og hálft ár vegna málsins. Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
„Þrátt fyrir skýrslur erlendu sérfræðinganna virðist sem saksóknari ætli að halda áfram með málið, sem er hrikalegt,“ segir Annþór Kristján Karlsson sem ákærður var ásamt Berki Birgissyni fyrir að hafa beitt fanga á Litla-Hrauni ofbeldi árið 2012 og leiddi til dauða hans. Bæði Annþór og Börkur hafa ávallt neitað sök. Nú þegar rúm þrjú ár eru frá andláti fangans hafa allir þeir erlendu sérfræðingar sem fengnir voru til að meta skýrslur um andlát fangans, að ósk verjenda Annþórs og Barkar, skilað niðurstöðum sínum. „Það er ekkert eðlilegt við það að rannsóknin sé búin að taka svona langan tíma. Okkur hefur þótt rosalega sárt að hafa yfir okkur ákæru fyrir að hafa myrt vin okkar sem við gerðum bara alls, alls ekki.“ Einn af íslensku sérfræðingunum komst að þeirri niðurstöðu að áverka hins látna mætti rekja til þungs höggs. „Hún sagði það vissulega, en hún sagði að þetta gæti líka verið eftir fall á einhvern hlut eða fall á gólf eða þrýstiáverki,“ segir Annþór. Niðurstaða Sidsel Rogde, prófessors í réttarmeinafræði við Háskólann í Osló, var sú að ólíklegt væri að áverkar þeir sem leiddu til dauða fangans, sem voru rifa á milta, væru tilkomnir eftir högg eða spark, þótt það væri ekki algjörlega útilokað. „Það er ekki heldur hægt að útiloka að geimverur hafi gert þetta,“ segir Annþór og bætir við að engir sjáanlegir áverkar hafi verið á hinum látna. Rodge sagði einnig að áverkarnir gætu vel hafa verið tilkomnir við endurlífgunartilraunir, sem framkvæmdar voru bæði af fangavörðum og sjúkraflutningamönnum. Þá komust tveir íslenskir prófessorar að þeirri niðurstöðu að ljóst væri af upptökum úr öryggismyndavélum á Litla-Hrauni að hinum látna hefði staðið ógn af Annþóri og Berki. Hinn látni hefði verið hræddur við þá. „Þetta atferlismat hjá þeim er alveg furðulegt. Hann talar um það hvernig við vorum með krosslagðar hendur þegar við ræddum við hann. Við Börkur töluðum við fangaprestinn um daginn og hann var með krosslagðar hendur, ekki stóð okkur ógn af honum,“ segir Annþór. David J. Cooke, prófessor í klínískri réttarsálfræði, gagnrýndi niðurstöðu íslensku prófessoranna og komst að þeirri niðurstöðu að aðferðafræði þeirra uppfyllti ekki þær kröfur sem almennt eru gerðar í réttarsálfræði. Jim Aage Nøttestad, prófessor í klínískri réttarsálfræði, var sá sem skilaði síðustu skýrslunni. Hann telur að það sé ógerlegt að sjá á upptökunni að hinum látna hafi staðið ógn af Annþóri og Berki. „Þær eru óskýrar. Það er ekki hægt að draga neina ályktun af hegðun fanganna án þess að sjá svipbrigði þeirra,“ segir hann. „Allar skýrslurnar eru á skjön við það sem er verið að ákæra okkur fyrir. Það er alveg ótrúlegt að saksóknari sjái ekki sóma sinn í því að fella niður ákæruna,“ segir Annþór og bætir við að hann hafi ekki komist í opið úrræði og verið vistaður á öryggisgangi í eitt og hálft ár vegna málsins.
Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira