Annþór segir ekkert eðlilegt við þriggja ára rannsókn Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. júlí 2015 07:00 "Öll rannsóknin er búin að ganga út á að sanna sekt okkar. Það á að rannsaka jafnt til sektar eða sýknu,“ segir Annþór Kristján Karlsson. „Þrátt fyrir skýrslur erlendu sérfræðinganna virðist sem saksóknari ætli að halda áfram með málið, sem er hrikalegt,“ segir Annþór Kristján Karlsson sem ákærður var ásamt Berki Birgissyni fyrir að hafa beitt fanga á Litla-Hrauni ofbeldi árið 2012 og leiddi til dauða hans. Bæði Annþór og Börkur hafa ávallt neitað sök. Nú þegar rúm þrjú ár eru frá andláti fangans hafa allir þeir erlendu sérfræðingar sem fengnir voru til að meta skýrslur um andlát fangans, að ósk verjenda Annþórs og Barkar, skilað niðurstöðum sínum. „Það er ekkert eðlilegt við það að rannsóknin sé búin að taka svona langan tíma. Okkur hefur þótt rosalega sárt að hafa yfir okkur ákæru fyrir að hafa myrt vin okkar sem við gerðum bara alls, alls ekki.“ Einn af íslensku sérfræðingunum komst að þeirri niðurstöðu að áverka hins látna mætti rekja til þungs höggs. „Hún sagði það vissulega, en hún sagði að þetta gæti líka verið eftir fall á einhvern hlut eða fall á gólf eða þrýstiáverki,“ segir Annþór. Niðurstaða Sidsel Rogde, prófessors í réttarmeinafræði við Háskólann í Osló, var sú að ólíklegt væri að áverkar þeir sem leiddu til dauða fangans, sem voru rifa á milta, væru tilkomnir eftir högg eða spark, þótt það væri ekki algjörlega útilokað. „Það er ekki heldur hægt að útiloka að geimverur hafi gert þetta,“ segir Annþór og bætir við að engir sjáanlegir áverkar hafi verið á hinum látna. Rodge sagði einnig að áverkarnir gætu vel hafa verið tilkomnir við endurlífgunartilraunir, sem framkvæmdar voru bæði af fangavörðum og sjúkraflutningamönnum. Þá komust tveir íslenskir prófessorar að þeirri niðurstöðu að ljóst væri af upptökum úr öryggismyndavélum á Litla-Hrauni að hinum látna hefði staðið ógn af Annþóri og Berki. Hinn látni hefði verið hræddur við þá. „Þetta atferlismat hjá þeim er alveg furðulegt. Hann talar um það hvernig við vorum með krosslagðar hendur þegar við ræddum við hann. Við Börkur töluðum við fangaprestinn um daginn og hann var með krosslagðar hendur, ekki stóð okkur ógn af honum,“ segir Annþór. David J. Cooke, prófessor í klínískri réttarsálfræði, gagnrýndi niðurstöðu íslensku prófessoranna og komst að þeirri niðurstöðu að aðferðafræði þeirra uppfyllti ekki þær kröfur sem almennt eru gerðar í réttarsálfræði. Jim Aage Nøttestad, prófessor í klínískri réttarsálfræði, var sá sem skilaði síðustu skýrslunni. Hann telur að það sé ógerlegt að sjá á upptökunni að hinum látna hafi staðið ógn af Annþóri og Berki. „Þær eru óskýrar. Það er ekki hægt að draga neina ályktun af hegðun fanganna án þess að sjá svipbrigði þeirra,“ segir hann. „Allar skýrslurnar eru á skjön við það sem er verið að ákæra okkur fyrir. Það er alveg ótrúlegt að saksóknari sjái ekki sóma sinn í því að fella niður ákæruna,“ segir Annþór og bætir við að hann hafi ekki komist í opið úrræði og verið vistaður á öryggisgangi í eitt og hálft ár vegna málsins. Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Fleiri fréttir Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Sjá meira
„Þrátt fyrir skýrslur erlendu sérfræðinganna virðist sem saksóknari ætli að halda áfram með málið, sem er hrikalegt,“ segir Annþór Kristján Karlsson sem ákærður var ásamt Berki Birgissyni fyrir að hafa beitt fanga á Litla-Hrauni ofbeldi árið 2012 og leiddi til dauða hans. Bæði Annþór og Börkur hafa ávallt neitað sök. Nú þegar rúm þrjú ár eru frá andláti fangans hafa allir þeir erlendu sérfræðingar sem fengnir voru til að meta skýrslur um andlát fangans, að ósk verjenda Annþórs og Barkar, skilað niðurstöðum sínum. „Það er ekkert eðlilegt við það að rannsóknin sé búin að taka svona langan tíma. Okkur hefur þótt rosalega sárt að hafa yfir okkur ákæru fyrir að hafa myrt vin okkar sem við gerðum bara alls, alls ekki.“ Einn af íslensku sérfræðingunum komst að þeirri niðurstöðu að áverka hins látna mætti rekja til þungs höggs. „Hún sagði það vissulega, en hún sagði að þetta gæti líka verið eftir fall á einhvern hlut eða fall á gólf eða þrýstiáverki,“ segir Annþór. Niðurstaða Sidsel Rogde, prófessors í réttarmeinafræði við Háskólann í Osló, var sú að ólíklegt væri að áverkar þeir sem leiddu til dauða fangans, sem voru rifa á milta, væru tilkomnir eftir högg eða spark, þótt það væri ekki algjörlega útilokað. „Það er ekki heldur hægt að útiloka að geimverur hafi gert þetta,“ segir Annþór og bætir við að engir sjáanlegir áverkar hafi verið á hinum látna. Rodge sagði einnig að áverkarnir gætu vel hafa verið tilkomnir við endurlífgunartilraunir, sem framkvæmdar voru bæði af fangavörðum og sjúkraflutningamönnum. Þá komust tveir íslenskir prófessorar að þeirri niðurstöðu að ljóst væri af upptökum úr öryggismyndavélum á Litla-Hrauni að hinum látna hefði staðið ógn af Annþóri og Berki. Hinn látni hefði verið hræddur við þá. „Þetta atferlismat hjá þeim er alveg furðulegt. Hann talar um það hvernig við vorum með krosslagðar hendur þegar við ræddum við hann. Við Börkur töluðum við fangaprestinn um daginn og hann var með krosslagðar hendur, ekki stóð okkur ógn af honum,“ segir Annþór. David J. Cooke, prófessor í klínískri réttarsálfræði, gagnrýndi niðurstöðu íslensku prófessoranna og komst að þeirri niðurstöðu að aðferðafræði þeirra uppfyllti ekki þær kröfur sem almennt eru gerðar í réttarsálfræði. Jim Aage Nøttestad, prófessor í klínískri réttarsálfræði, var sá sem skilaði síðustu skýrslunni. Hann telur að það sé ógerlegt að sjá á upptökunni að hinum látna hafi staðið ógn af Annþóri og Berki. „Þær eru óskýrar. Það er ekki hægt að draga neina ályktun af hegðun fanganna án þess að sjá svipbrigði þeirra,“ segir hann. „Allar skýrslurnar eru á skjön við það sem er verið að ákæra okkur fyrir. Það er alveg ótrúlegt að saksóknari sjái ekki sóma sinn í því að fella niður ákæruna,“ segir Annþór og bætir við að hann hafi ekki komist í opið úrræði og verið vistaður á öryggisgangi í eitt og hálft ár vegna málsins.
Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Fleiri fréttir Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Sjá meira