Tengi svona teppi við heimilislíf Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. júlí 2015 10:00 "Ég tel að flæðið sé betra í myndinni ef ég geri hana fríhendis en ef ég væri alltaf að kíkja á eitthvert blað og skoða næsta skref,“ segir Þórdís Erla. Vísir/Andri Marinó „Þetta er lúmsk líkamsrækt. Ég er komin með rosalegar harðsperrur enda búin að taka einhverjar þúsund hnébeygjur,“ segir Þórdís Erla Zoëga myndlistarmaður glaðlega þar sem hún er að ljúka við að mála listaverk á stétt milli menningarhúsanna á Kópavogshæð. „Hún Kristín Dagmar, viðburðastjóri í Gerðarsafni, bað mig að fegra útisvæðið,“ útskýrir listakonan en kveðst ekki vita til hversu mikillar frambúðar verkið verði. „Ég ætla að bara að sjá hvernig það veðrast. Ég nota útimálningu eins og er á sumargötunum og held að hún dugi alveg í nokkra mánuði.“ Þórdís kveðst aldrei hafa málað svona beint á jörðina. Athygli vekur að það gerir hún fríhendis. „Ég tel að flæðið sé betra í myndinni ef ég geri hana fríhendis en ef ég væri alltaf að kíkja á eitthvert blað og skoða næsta skref. Byrjaði bara á ferningi og svo leiddi eitt af öðru.“ Spurð hvort hún hafi lært þessa aðferð í akademíunni sem hún var í í Amsterdam svarar hún: „Nei, ég byrjaði að þróa aðferðina þegar ég bjó úti í Berlín eftir útskrift. Ég tengi svona teppi við heimilislíf og held að ég hafi bara verið með svona mikla heimþrá. Svo er vinnuferlið viss hugleiðsla, eins og mantra, endurtekning og jafnvægi.“Þórdís niðursokkin við iðju sína.Undirlag listaverksins í Kópavogi var bílastæði en er nú orðið kósí plan. Þórdís segir marga staldra þar við og lýsa yfir ánægju með breytingarnar. En er hún búin með verkið? „Ég veit það eiginlega ekki,“ svarar hún hlæjandi. „Ég gæti eiginlega endalaust haldið áfram, það er visst vandamál!“Afhjúpun listaverksins fer fram klukkan 17 í dag. Boðið verður upp á sumardrykk og aðrar léttar veitingar og Sven Møller, plötusnúður í Skapandi sumarstörfum í Kópavogi, mun spila. Sýningin Birting verður líka opin meðan á samkomunni stendur og aðgangur er ókeypis. Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
„Þetta er lúmsk líkamsrækt. Ég er komin með rosalegar harðsperrur enda búin að taka einhverjar þúsund hnébeygjur,“ segir Þórdís Erla Zoëga myndlistarmaður glaðlega þar sem hún er að ljúka við að mála listaverk á stétt milli menningarhúsanna á Kópavogshæð. „Hún Kristín Dagmar, viðburðastjóri í Gerðarsafni, bað mig að fegra útisvæðið,“ útskýrir listakonan en kveðst ekki vita til hversu mikillar frambúðar verkið verði. „Ég ætla að bara að sjá hvernig það veðrast. Ég nota útimálningu eins og er á sumargötunum og held að hún dugi alveg í nokkra mánuði.“ Þórdís kveðst aldrei hafa málað svona beint á jörðina. Athygli vekur að það gerir hún fríhendis. „Ég tel að flæðið sé betra í myndinni ef ég geri hana fríhendis en ef ég væri alltaf að kíkja á eitthvert blað og skoða næsta skref. Byrjaði bara á ferningi og svo leiddi eitt af öðru.“ Spurð hvort hún hafi lært þessa aðferð í akademíunni sem hún var í í Amsterdam svarar hún: „Nei, ég byrjaði að þróa aðferðina þegar ég bjó úti í Berlín eftir útskrift. Ég tengi svona teppi við heimilislíf og held að ég hafi bara verið með svona mikla heimþrá. Svo er vinnuferlið viss hugleiðsla, eins og mantra, endurtekning og jafnvægi.“Þórdís niðursokkin við iðju sína.Undirlag listaverksins í Kópavogi var bílastæði en er nú orðið kósí plan. Þórdís segir marga staldra þar við og lýsa yfir ánægju með breytingarnar. En er hún búin með verkið? „Ég veit það eiginlega ekki,“ svarar hún hlæjandi. „Ég gæti eiginlega endalaust haldið áfram, það er visst vandamál!“Afhjúpun listaverksins fer fram klukkan 17 í dag. Boðið verður upp á sumardrykk og aðrar léttar veitingar og Sven Møller, plötusnúður í Skapandi sumarstörfum í Kópavogi, mun spila. Sýningin Birting verður líka opin meðan á samkomunni stendur og aðgangur er ókeypis.
Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira