Sneakerhead sem á yfir 100 pör Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 18. júlí 2015 10:30 Björn heldur á Yeezy-strigaskónum sem hann hefur keypt sér í gegnum tíðina. Mynd/Aðsend Björn Geir Másson safnar strigaskóm en í safni hans eru yfir 100 pör. Slíkt áhugamál getur verið dýrt enda eru flestir strigaskór sem eitthvað er varið í gerðir í mjög takmörkuð upplagi. „Ég fordæmdi skóblæti fjölskyldumeðlima minna þegar ég var lítill en þegar ég skreið upp í unglingsárin fékk ég bakteríuna. Ég byrjaði samt ekki að safna fyrr en ég flutti til Bandaríkjanna árið 2013. Núna er safnið komið yfir 100 pör og eru langflest af þeim Nike Jordans.“ Að safna strigaskóm er ekki ódýrt áhugamál en yfirleitt seljast vinsælustu pörin upp á nokkrum mínútum og verða að safngripum. Fólk þarf því oft að sætta sig við það að kaupa þá á endursölu á uppsprengdu verði.Nóg til af Jordans hjá Birni GeirMynd/aðsend„Margir kaupa sér þessa skó aðeins til þess að selja þá strax aftur á mun hærra verði. Það er lögmál markaðarins að þeir sem ná pari fá ríflega fyrir sinn snúð. Til þess að komast yfir par þarftu oft á tíðum að vera heppinn, klókur eða vera tilbúinn til þess að borga ríflega það sem stendur á verðmiðanum. Dýrustu skórnir sem ég hef keypt mér voru Nike Yeezy 2 Red October sem voru hannaðir af rapparanum Kanye West og fólk getur rétt svo ímyndað sér eftirspurnina eftir þeim.“ Björn varð sér nýlega úti um par af nýju Yeezy Boost 350 eftir Kanye sem eru hannaðir í samstarfi við Adidas. „Mér finnst að Kanye hefði átt að halda sig hjá Nike. Gæðin í Yeezy Boost 750 og 350 hafa valdið vonbrigðum. Parið sem ég keypti mér er engin bylting í hönnun eða framkvæmd, en Adidas er í mikilli sókn og ef litið er fram hjá endurgerðum af gömlum klassískum skóm frá Nike þá er Adidas ekki langt undan. Ég hef samt sem áður alltaf verið mikill Jordan‘s maður. Safnið mitt samanstendur að mestu af Jordan Retro, það eru rúmlega 60 pör. Fyrsta parið sem ég þráði að eignast var Jordan VI Toro, en Jordan 1 Bred er par sem ég hefði átt að hafa í safninu frá byrjun. Uppáhaldstegundin af Jordans eru þó Jordan 11, en mér finnst þeir sameina þægindi og útlit fullkomlega.“ Björn er búsettur á San Francisco-svæðinu í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hann hefur starfað þar sem vélstjóri frá árinu 2013. Það er töluvert auðveldara að nálgast fágæta strigaskó búsettur í Bandaríkjunum enda margar stórar síður eins og Nike sem senda ekki vörur til Íslands og tollurinn getur líka tekið allt gamanið af því að kaupa sér nýja flík. „Þegar ég var ungur var ég svo heppinn að eiga frænku sem bjó í Ameríku og passaði upp á að ég væri alltaf merktur Jordan frá toppi til táar. Þegar ég hugsa til baka man ég eftir því að hafa átt þónokkur pör af Jordan-skóm sem gaman væri að eiga enn þann dag í dag.“ Tengdar fréttir Kanye hannar fyrir Adidas 14. febrúar 2015 12:00 Kanye West sló út Lagerfeld Samstarfshönnun Kanye West og Adidas Originals gekk vel 8. apríl 2015 08:05 Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Fleiri fréttir Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Sjá meira
Björn Geir Másson safnar strigaskóm en í safni hans eru yfir 100 pör. Slíkt áhugamál getur verið dýrt enda eru flestir strigaskór sem eitthvað er varið í gerðir í mjög takmörkuð upplagi. „Ég fordæmdi skóblæti fjölskyldumeðlima minna þegar ég var lítill en þegar ég skreið upp í unglingsárin fékk ég bakteríuna. Ég byrjaði samt ekki að safna fyrr en ég flutti til Bandaríkjanna árið 2013. Núna er safnið komið yfir 100 pör og eru langflest af þeim Nike Jordans.“ Að safna strigaskóm er ekki ódýrt áhugamál en yfirleitt seljast vinsælustu pörin upp á nokkrum mínútum og verða að safngripum. Fólk þarf því oft að sætta sig við það að kaupa þá á endursölu á uppsprengdu verði.Nóg til af Jordans hjá Birni GeirMynd/aðsend„Margir kaupa sér þessa skó aðeins til þess að selja þá strax aftur á mun hærra verði. Það er lögmál markaðarins að þeir sem ná pari fá ríflega fyrir sinn snúð. Til þess að komast yfir par þarftu oft á tíðum að vera heppinn, klókur eða vera tilbúinn til þess að borga ríflega það sem stendur á verðmiðanum. Dýrustu skórnir sem ég hef keypt mér voru Nike Yeezy 2 Red October sem voru hannaðir af rapparanum Kanye West og fólk getur rétt svo ímyndað sér eftirspurnina eftir þeim.“ Björn varð sér nýlega úti um par af nýju Yeezy Boost 350 eftir Kanye sem eru hannaðir í samstarfi við Adidas. „Mér finnst að Kanye hefði átt að halda sig hjá Nike. Gæðin í Yeezy Boost 750 og 350 hafa valdið vonbrigðum. Parið sem ég keypti mér er engin bylting í hönnun eða framkvæmd, en Adidas er í mikilli sókn og ef litið er fram hjá endurgerðum af gömlum klassískum skóm frá Nike þá er Adidas ekki langt undan. Ég hef samt sem áður alltaf verið mikill Jordan‘s maður. Safnið mitt samanstendur að mestu af Jordan Retro, það eru rúmlega 60 pör. Fyrsta parið sem ég þráði að eignast var Jordan VI Toro, en Jordan 1 Bred er par sem ég hefði átt að hafa í safninu frá byrjun. Uppáhaldstegundin af Jordans eru þó Jordan 11, en mér finnst þeir sameina þægindi og útlit fullkomlega.“ Björn er búsettur á San Francisco-svæðinu í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hann hefur starfað þar sem vélstjóri frá árinu 2013. Það er töluvert auðveldara að nálgast fágæta strigaskó búsettur í Bandaríkjunum enda margar stórar síður eins og Nike sem senda ekki vörur til Íslands og tollurinn getur líka tekið allt gamanið af því að kaupa sér nýja flík. „Þegar ég var ungur var ég svo heppinn að eiga frænku sem bjó í Ameríku og passaði upp á að ég væri alltaf merktur Jordan frá toppi til táar. Þegar ég hugsa til baka man ég eftir því að hafa átt þónokkur pör af Jordan-skóm sem gaman væri að eiga enn þann dag í dag.“
Tengdar fréttir Kanye hannar fyrir Adidas 14. febrúar 2015 12:00 Kanye West sló út Lagerfeld Samstarfshönnun Kanye West og Adidas Originals gekk vel 8. apríl 2015 08:05 Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Fleiri fréttir Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Sjá meira
Kanye West sló út Lagerfeld Samstarfshönnun Kanye West og Adidas Originals gekk vel 8. apríl 2015 08:05