Sneakerhead sem á yfir 100 pör Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 18. júlí 2015 10:30 Björn heldur á Yeezy-strigaskónum sem hann hefur keypt sér í gegnum tíðina. Mynd/Aðsend Björn Geir Másson safnar strigaskóm en í safni hans eru yfir 100 pör. Slíkt áhugamál getur verið dýrt enda eru flestir strigaskór sem eitthvað er varið í gerðir í mjög takmörkuð upplagi. „Ég fordæmdi skóblæti fjölskyldumeðlima minna þegar ég var lítill en þegar ég skreið upp í unglingsárin fékk ég bakteríuna. Ég byrjaði samt ekki að safna fyrr en ég flutti til Bandaríkjanna árið 2013. Núna er safnið komið yfir 100 pör og eru langflest af þeim Nike Jordans.“ Að safna strigaskóm er ekki ódýrt áhugamál en yfirleitt seljast vinsælustu pörin upp á nokkrum mínútum og verða að safngripum. Fólk þarf því oft að sætta sig við það að kaupa þá á endursölu á uppsprengdu verði.Nóg til af Jordans hjá Birni GeirMynd/aðsend„Margir kaupa sér þessa skó aðeins til þess að selja þá strax aftur á mun hærra verði. Það er lögmál markaðarins að þeir sem ná pari fá ríflega fyrir sinn snúð. Til þess að komast yfir par þarftu oft á tíðum að vera heppinn, klókur eða vera tilbúinn til þess að borga ríflega það sem stendur á verðmiðanum. Dýrustu skórnir sem ég hef keypt mér voru Nike Yeezy 2 Red October sem voru hannaðir af rapparanum Kanye West og fólk getur rétt svo ímyndað sér eftirspurnina eftir þeim.“ Björn varð sér nýlega úti um par af nýju Yeezy Boost 350 eftir Kanye sem eru hannaðir í samstarfi við Adidas. „Mér finnst að Kanye hefði átt að halda sig hjá Nike. Gæðin í Yeezy Boost 750 og 350 hafa valdið vonbrigðum. Parið sem ég keypti mér er engin bylting í hönnun eða framkvæmd, en Adidas er í mikilli sókn og ef litið er fram hjá endurgerðum af gömlum klassískum skóm frá Nike þá er Adidas ekki langt undan. Ég hef samt sem áður alltaf verið mikill Jordan‘s maður. Safnið mitt samanstendur að mestu af Jordan Retro, það eru rúmlega 60 pör. Fyrsta parið sem ég þráði að eignast var Jordan VI Toro, en Jordan 1 Bred er par sem ég hefði átt að hafa í safninu frá byrjun. Uppáhaldstegundin af Jordans eru þó Jordan 11, en mér finnst þeir sameina þægindi og útlit fullkomlega.“ Björn er búsettur á San Francisco-svæðinu í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hann hefur starfað þar sem vélstjóri frá árinu 2013. Það er töluvert auðveldara að nálgast fágæta strigaskó búsettur í Bandaríkjunum enda margar stórar síður eins og Nike sem senda ekki vörur til Íslands og tollurinn getur líka tekið allt gamanið af því að kaupa sér nýja flík. „Þegar ég var ungur var ég svo heppinn að eiga frænku sem bjó í Ameríku og passaði upp á að ég væri alltaf merktur Jordan frá toppi til táar. Þegar ég hugsa til baka man ég eftir því að hafa átt þónokkur pör af Jordan-skóm sem gaman væri að eiga enn þann dag í dag.“ Tengdar fréttir Kanye hannar fyrir Adidas 14. febrúar 2015 12:00 Kanye West sló út Lagerfeld Samstarfshönnun Kanye West og Adidas Originals gekk vel 8. apríl 2015 08:05 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira
Björn Geir Másson safnar strigaskóm en í safni hans eru yfir 100 pör. Slíkt áhugamál getur verið dýrt enda eru flestir strigaskór sem eitthvað er varið í gerðir í mjög takmörkuð upplagi. „Ég fordæmdi skóblæti fjölskyldumeðlima minna þegar ég var lítill en þegar ég skreið upp í unglingsárin fékk ég bakteríuna. Ég byrjaði samt ekki að safna fyrr en ég flutti til Bandaríkjanna árið 2013. Núna er safnið komið yfir 100 pör og eru langflest af þeim Nike Jordans.“ Að safna strigaskóm er ekki ódýrt áhugamál en yfirleitt seljast vinsælustu pörin upp á nokkrum mínútum og verða að safngripum. Fólk þarf því oft að sætta sig við það að kaupa þá á endursölu á uppsprengdu verði.Nóg til af Jordans hjá Birni GeirMynd/aðsend„Margir kaupa sér þessa skó aðeins til þess að selja þá strax aftur á mun hærra verði. Það er lögmál markaðarins að þeir sem ná pari fá ríflega fyrir sinn snúð. Til þess að komast yfir par þarftu oft á tíðum að vera heppinn, klókur eða vera tilbúinn til þess að borga ríflega það sem stendur á verðmiðanum. Dýrustu skórnir sem ég hef keypt mér voru Nike Yeezy 2 Red October sem voru hannaðir af rapparanum Kanye West og fólk getur rétt svo ímyndað sér eftirspurnina eftir þeim.“ Björn varð sér nýlega úti um par af nýju Yeezy Boost 350 eftir Kanye sem eru hannaðir í samstarfi við Adidas. „Mér finnst að Kanye hefði átt að halda sig hjá Nike. Gæðin í Yeezy Boost 750 og 350 hafa valdið vonbrigðum. Parið sem ég keypti mér er engin bylting í hönnun eða framkvæmd, en Adidas er í mikilli sókn og ef litið er fram hjá endurgerðum af gömlum klassískum skóm frá Nike þá er Adidas ekki langt undan. Ég hef samt sem áður alltaf verið mikill Jordan‘s maður. Safnið mitt samanstendur að mestu af Jordan Retro, það eru rúmlega 60 pör. Fyrsta parið sem ég þráði að eignast var Jordan VI Toro, en Jordan 1 Bred er par sem ég hefði átt að hafa í safninu frá byrjun. Uppáhaldstegundin af Jordans eru þó Jordan 11, en mér finnst þeir sameina þægindi og útlit fullkomlega.“ Björn er búsettur á San Francisco-svæðinu í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hann hefur starfað þar sem vélstjóri frá árinu 2013. Það er töluvert auðveldara að nálgast fágæta strigaskó búsettur í Bandaríkjunum enda margar stórar síður eins og Nike sem senda ekki vörur til Íslands og tollurinn getur líka tekið allt gamanið af því að kaupa sér nýja flík. „Þegar ég var ungur var ég svo heppinn að eiga frænku sem bjó í Ameríku og passaði upp á að ég væri alltaf merktur Jordan frá toppi til táar. Þegar ég hugsa til baka man ég eftir því að hafa átt þónokkur pör af Jordan-skóm sem gaman væri að eiga enn þann dag í dag.“
Tengdar fréttir Kanye hannar fyrir Adidas 14. febrúar 2015 12:00 Kanye West sló út Lagerfeld Samstarfshönnun Kanye West og Adidas Originals gekk vel 8. apríl 2015 08:05 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira
Kanye West sló út Lagerfeld Samstarfshönnun Kanye West og Adidas Originals gekk vel 8. apríl 2015 08:05