Ævintýri að vera mynduð af Leibovitz Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 17. júlí 2015 10:30 Eva Katrín segir Leibovitz vera með sterka nærveru og að upplifunin hafi verið ævintýri. Mynd/EvaKatrín „Þetta var sjúklega mikið ævintýri og súrrealískt,“ segir fyrirsætan Eva Katrín Baldursdóttir, sem mynduð var af ljósmyndaranum Annie Leibovitz fyrir fransk-ítalska fatamerkið Moncler. „Við fórum í Skaftafell, að Jökulsárlóni, til Hafnar í Hornafirði og þar í kring,“ segir Eva Katrín. Hún var eina íslenska fyrirsætan í myndatökunni og í hlutverki snjódrottningar. Eva Katrín segir að það hafi verið talsvert kalt í tökunum sem fóru fram utan dyra um miðjan apríl síðastliðinn. „Maður er náttúrulega Íslendingur og vanur þessu,“ segir hún hlæjandi og heldur áfram: „Hin módelin frá Kaliforníu voru alveg að deyja úr kulda. Voru alveg dúðuð frá toppi til táar.“ Leibovitz er einn þekktasti ljósmyndari heims og hefur myndað margt þekkt fólk, sem dæmi má nefna Yoko Ono og John Lennon en hún tók síðustu myndina af Lennon áður en hann var skotinn til bana 8. desember árið 1980. Leibowitz hefur komið áður til landsins og myndaði Leonardo DiCaprio hér árið 2007. Eva Katrín segir það hafa verið mikið ævintýri að sitja fyrir hjá Lebovitz. „Það var eiginlega bara ótrúlegt. Hún er með svo rosalega sterka nærveru,“ segir hún og að sögn Evu Katrínar var stórt teymi í för með ljósmyndaranum. „Henni fannst líka gaman að vinna með mér og tók í mig og sagði: „You are wonderful“,“ segir Eva Katrín glöð í bragði um samskipti þeirra Leibovitz, en hana hitti hún stutta stund þegar Leibovitz kom og hitti fyrirsæturnar fyrir myndatökuna. „Ég var mjög stressuð fyrst áður en hún kom inn en hún vildi sjá mig í öllu dressinu og fara með mér í gegnum söguna á bakvið myndatökuna,“ segir hún en stressið rjátlast fljótlega af henni. Haft var samband við Evu Katrínu frá Eskimo og hún spurð hvort umboðsskrifstofan mætti senda myndir af henni sem valkost í ákveðið verkefni sem Eva Katrín vissi ekki frekari deili á. Hún samþykkti það og var valin í verkefnið og komst þá að því að það væri Annie Leibovitz sem tæki myndirnar. „Ég bara sturlaðist, eða ekki kannski sturlaðist. Var mjög ánægð og spennt,“ segir hún glöð í bragði. „Hún er náttúrulega bara ótrúleg og hefur tekið margar æðislegar myndir og myndað bara alla,“ segir Eva Katrín ánægð að lokum.Hér má sjá myndband sem franska Vogue birti þar sem skyggst er bakvið tjöldin í tökunum:Le making-of vidéo de la campagne automne-hiver... by VOGUEPARISAnnie LeibovitzAnnie Leibovitz Annie Leibovits er fædd í Bandaríkjunum 2. október árið 1949. Faðir hennar var undirofursti í bandaríska flughernum og flutti fjölskyldan því oft vegna vinnu hans. Fyrstu myndirnar tók hún á Filippseyjum þegar fjölskyldan var þar á tíma Víetnamsstríðsins. Hún byrjaði að starfa fyrir tímaritið Rolling Stone í kringum árið 1970 og árið 1973 var hún gerð að yfirljósmyndara blaðsins og starfaði við það í 10 ár. Leibovitz hefur tekið mikið af þekktum ljósmyndum af þekktum einstaklingum. Meðal annars mynd af John Lennon og Yoko Ono fyrir forsíðu Rolling Stone þar sem þau liggja í faðmlögum á gólfinu, Lennon allsnakinn og Yoko í hvítum kjól. Myndin var sú síðasta sem tekin var af Lennon en hann var skotinn til bana fimm klukkustundum síðar. Fleiri þekktar myndir eftir Leibovitz eru til dæmis mynd af Demi Moore allsnaktri á forsíðu Vanity Fair, Whoopi Goldberg allsnakinni í baðkari fullu af mjólk, Kim Kardashian West, Kanye West og North West á forsíðu Vogue og nú síðast Caitlyn Jenner á forsíðu Vanity Fair. Leibovitz hefur unnið talsvert fyrir tímaritið Vanity Fair og tók forsíðumynd af leikaranum Leonardo DiCaprio við Jökulsárlón í maí árið 2007. Tíska og hönnun Tengdar fréttir Íslensk fyrirsæta í myndaþætti Annie Leibowitz Franska Vogue birtir myndband um gerð auglýsingaherferðar sem tekin var hér á landi. 15. júlí 2015 22:30 Annie Leibovitz stödd á Íslandi Leynd hvílir yfir verkefni sem hún vinnur að. 10. apríl 2015 13:45 Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Fleiri fréttir Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Sjá meira
„Þetta var sjúklega mikið ævintýri og súrrealískt,“ segir fyrirsætan Eva Katrín Baldursdóttir, sem mynduð var af ljósmyndaranum Annie Leibovitz fyrir fransk-ítalska fatamerkið Moncler. „Við fórum í Skaftafell, að Jökulsárlóni, til Hafnar í Hornafirði og þar í kring,“ segir Eva Katrín. Hún var eina íslenska fyrirsætan í myndatökunni og í hlutverki snjódrottningar. Eva Katrín segir að það hafi verið talsvert kalt í tökunum sem fóru fram utan dyra um miðjan apríl síðastliðinn. „Maður er náttúrulega Íslendingur og vanur þessu,“ segir hún hlæjandi og heldur áfram: „Hin módelin frá Kaliforníu voru alveg að deyja úr kulda. Voru alveg dúðuð frá toppi til táar.“ Leibovitz er einn þekktasti ljósmyndari heims og hefur myndað margt þekkt fólk, sem dæmi má nefna Yoko Ono og John Lennon en hún tók síðustu myndina af Lennon áður en hann var skotinn til bana 8. desember árið 1980. Leibowitz hefur komið áður til landsins og myndaði Leonardo DiCaprio hér árið 2007. Eva Katrín segir það hafa verið mikið ævintýri að sitja fyrir hjá Lebovitz. „Það var eiginlega bara ótrúlegt. Hún er með svo rosalega sterka nærveru,“ segir hún og að sögn Evu Katrínar var stórt teymi í för með ljósmyndaranum. „Henni fannst líka gaman að vinna með mér og tók í mig og sagði: „You are wonderful“,“ segir Eva Katrín glöð í bragði um samskipti þeirra Leibovitz, en hana hitti hún stutta stund þegar Leibovitz kom og hitti fyrirsæturnar fyrir myndatökuna. „Ég var mjög stressuð fyrst áður en hún kom inn en hún vildi sjá mig í öllu dressinu og fara með mér í gegnum söguna á bakvið myndatökuna,“ segir hún en stressið rjátlast fljótlega af henni. Haft var samband við Evu Katrínu frá Eskimo og hún spurð hvort umboðsskrifstofan mætti senda myndir af henni sem valkost í ákveðið verkefni sem Eva Katrín vissi ekki frekari deili á. Hún samþykkti það og var valin í verkefnið og komst þá að því að það væri Annie Leibovitz sem tæki myndirnar. „Ég bara sturlaðist, eða ekki kannski sturlaðist. Var mjög ánægð og spennt,“ segir hún glöð í bragði. „Hún er náttúrulega bara ótrúleg og hefur tekið margar æðislegar myndir og myndað bara alla,“ segir Eva Katrín ánægð að lokum.Hér má sjá myndband sem franska Vogue birti þar sem skyggst er bakvið tjöldin í tökunum:Le making-of vidéo de la campagne automne-hiver... by VOGUEPARISAnnie LeibovitzAnnie Leibovitz Annie Leibovits er fædd í Bandaríkjunum 2. október árið 1949. Faðir hennar var undirofursti í bandaríska flughernum og flutti fjölskyldan því oft vegna vinnu hans. Fyrstu myndirnar tók hún á Filippseyjum þegar fjölskyldan var þar á tíma Víetnamsstríðsins. Hún byrjaði að starfa fyrir tímaritið Rolling Stone í kringum árið 1970 og árið 1973 var hún gerð að yfirljósmyndara blaðsins og starfaði við það í 10 ár. Leibovitz hefur tekið mikið af þekktum ljósmyndum af þekktum einstaklingum. Meðal annars mynd af John Lennon og Yoko Ono fyrir forsíðu Rolling Stone þar sem þau liggja í faðmlögum á gólfinu, Lennon allsnakinn og Yoko í hvítum kjól. Myndin var sú síðasta sem tekin var af Lennon en hann var skotinn til bana fimm klukkustundum síðar. Fleiri þekktar myndir eftir Leibovitz eru til dæmis mynd af Demi Moore allsnaktri á forsíðu Vanity Fair, Whoopi Goldberg allsnakinni í baðkari fullu af mjólk, Kim Kardashian West, Kanye West og North West á forsíðu Vogue og nú síðast Caitlyn Jenner á forsíðu Vanity Fair. Leibovitz hefur unnið talsvert fyrir tímaritið Vanity Fair og tók forsíðumynd af leikaranum Leonardo DiCaprio við Jökulsárlón í maí árið 2007.
Tíska og hönnun Tengdar fréttir Íslensk fyrirsæta í myndaþætti Annie Leibowitz Franska Vogue birtir myndband um gerð auglýsingaherferðar sem tekin var hér á landi. 15. júlí 2015 22:30 Annie Leibovitz stödd á Íslandi Leynd hvílir yfir verkefni sem hún vinnur að. 10. apríl 2015 13:45 Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Fleiri fréttir Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Sjá meira
Íslensk fyrirsæta í myndaþætti Annie Leibowitz Franska Vogue birtir myndband um gerð auglýsingaherferðar sem tekin var hér á landi. 15. júlí 2015 22:30