Kristinn og Kristinn bestir í fyrri umferðinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2015 06:00 Kristinn Freyr Sigurðsson og Kristinn Jónsson. Vísir/Stefán Valur og Breiðablik náðu hvorugt að slá við svarthvítu risunum í stigaöflun í fyrri umferð Pepsi-deildar karla en eru ekki langt undan þegar allir hafa spilað við alla. Bæði liðin hafa vakið lukku fyrir skemmtilegan og árangursríkan fótbolta, undir stjórn nýrra þjálfara í Kópavogi og á Hlíðarenda hafa bæði liðin skipt yfir í toppbaráttugírinn. Það kemur því ekki á óvart að tveir bestu leikmenn fyrri umferðarinnar spili einmitt með þessum tveimur vel spilandi liðum. Kristinn Freyr Sigurðsson er leikmaður fyrri umferðarinnar hjá Fréttablaðinu en nafni hans Kristinn Jónsson er ekki langt undan.Stórt skref í rétta átt Kristinn Freyr hefur tekið stórt skref í rétta átt síðan Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson tóku við Valsliðinu. Tímabilið í fyrra gekk ekki eins vel og búist var við, en í sumar hefur Kristinn hins vegar sprungið út. Kristinn Freyr hefur skorað þrjú mörk og gefið fimm stoðsendingar í Pepsi-deildinni en hann hefur alls átt þátt í ellefu mörkum Valsliðsins í sumar. Það skiptir auðvitað miklu máli að mennirnir fyrir aftan hann eru að spila vel og þá ekki síst vinnuþjarkurinn Haukur Páll Sigurðsson. Fyrir vikið hefur Kristinn Freyr fengið frjálsara hlutverk þar sem hann nýtur sín afar vel.Meiri stöðugleiki Kristinn Freyr er samt enginn lúxusleikmaður því hann er alveg tilbúinn að hlaupa og tækla og leggja sitt af mörkum við að gefa tóninn í varnarpressu Valsliðsins. Hvað varðar hreinræktaða fótboltahæfileika með knöttinn standast aftur á móti fáir honum snúninginn enda leikmaður sem getur bæði skorað mörk af miðjunni og lagt upp mörk fyrir félaga sína. Kristinn Freyr hefur vissulega átt nokkra góða leiki í deildinni undanfarin ár en það er mun meiri stöðugleiki hjá honum í sumar sem hefur gert hann að besta leikmanni deildarinnar. Kristinn Freyr náði því meðal annars að vera valinn maður leiksins í tveimur leikjum í röð sem er fátítt.Ógnandi vinstri bakvörður Kristinn Jónsson hefur átt mjög gott tímabil og er einn af hættulegri sóknarmönnum Pepsi-deildarinnar þrátt fyrir að spila sem vinstri bakvörður. Kristinn hefur þegar lagt upp fimm mörk fyrir félaga sína og alls átt þátt í tíu mörkum Blika. Kristinn hefur einnig átt tvo leiki þar sem hann fékk níu í einkunn, sem gerist ekki á hverjum degi. Hér til hliðar má sjá samanburð á þeim félögum frá því í fyrri umferð Pepsi-deildarinnar auk þess sem þar er listi yfir þá leikmenn sem komust inn á topp 30 í einkunnagjöf Fréttablaðsins.Pepsi-deildin - 30 bestu leikmenn fyrri umferðarinnar: Kristinn Freyr Sigurðsson, Val 7,10 Kristinn Jónsson, Breiðabliki 7,00 Árni Snær Ólafsson, ÍA 6,80 Skúli Jón Friðgeirsson, KR 6,73 Bergsveinn Ólafsson, Fjölni 6,70 Gunnleifur Gunnleifsson, Breiðabliki 6,55 Thomas Christensen, Val 6,50 Aron Sigurðarson, Fjölni 6,45 Bjarni Ólafur Eiríksson, Val 6,40 Atli Guðnason, FH 6,40 Daniel Ivanovski, Fjölni 6,38 Jacob Schoop, KR 6,36 Patrick Pedersen, Val 6,36 Haukur Páll Sigurðsson, Val 6,33 Damir Muminovic Breiðabliki 6,27 Oliver Sigurjónsson, Breiðabliki 6,22 Höskuldur Gunnlaugsson, Breiðabliki 6,22 Sigurður Egill Lárusson, Val 6,20 Hilmar Árni Halldórsson, Leikni 6,18 Ian David Jeffs, ÍBV 6,14 Igor Taskovic, Víkingi 6,10 Daníel Laxdal, Stjörnunni 6,10 Steven Lennon, FH 6,09 Davíð Þór Viðarsson, FH 6,09 Halldór Kristinn Halldórsson, Leikni 6,09 Orri Sigurður Ómarsson, Val 6,00 Andrés Már Jóhannesson, Fylki 6,00 Ólafur Páll Snorrason, Fjölni 6,00 Guðjón Pétur Lýðsson, Breiðabliki 6,00 Ólafur Hrannar Kristjánsson, Leikni 6,00 Óttar Bjarni Guðmundsson, Leikni 6,00 Kassim Doumbia, FH 6,00 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Þór/KA | Stjörnukonur geta komist upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Valur og Breiðablik náðu hvorugt að slá við svarthvítu risunum í stigaöflun í fyrri umferð Pepsi-deildar karla en eru ekki langt undan þegar allir hafa spilað við alla. Bæði liðin hafa vakið lukku fyrir skemmtilegan og árangursríkan fótbolta, undir stjórn nýrra þjálfara í Kópavogi og á Hlíðarenda hafa bæði liðin skipt yfir í toppbaráttugírinn. Það kemur því ekki á óvart að tveir bestu leikmenn fyrri umferðarinnar spili einmitt með þessum tveimur vel spilandi liðum. Kristinn Freyr Sigurðsson er leikmaður fyrri umferðarinnar hjá Fréttablaðinu en nafni hans Kristinn Jónsson er ekki langt undan.Stórt skref í rétta átt Kristinn Freyr hefur tekið stórt skref í rétta átt síðan Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson tóku við Valsliðinu. Tímabilið í fyrra gekk ekki eins vel og búist var við, en í sumar hefur Kristinn hins vegar sprungið út. Kristinn Freyr hefur skorað þrjú mörk og gefið fimm stoðsendingar í Pepsi-deildinni en hann hefur alls átt þátt í ellefu mörkum Valsliðsins í sumar. Það skiptir auðvitað miklu máli að mennirnir fyrir aftan hann eru að spila vel og þá ekki síst vinnuþjarkurinn Haukur Páll Sigurðsson. Fyrir vikið hefur Kristinn Freyr fengið frjálsara hlutverk þar sem hann nýtur sín afar vel.Meiri stöðugleiki Kristinn Freyr er samt enginn lúxusleikmaður því hann er alveg tilbúinn að hlaupa og tækla og leggja sitt af mörkum við að gefa tóninn í varnarpressu Valsliðsins. Hvað varðar hreinræktaða fótboltahæfileika með knöttinn standast aftur á móti fáir honum snúninginn enda leikmaður sem getur bæði skorað mörk af miðjunni og lagt upp mörk fyrir félaga sína. Kristinn Freyr hefur vissulega átt nokkra góða leiki í deildinni undanfarin ár en það er mun meiri stöðugleiki hjá honum í sumar sem hefur gert hann að besta leikmanni deildarinnar. Kristinn Freyr náði því meðal annars að vera valinn maður leiksins í tveimur leikjum í röð sem er fátítt.Ógnandi vinstri bakvörður Kristinn Jónsson hefur átt mjög gott tímabil og er einn af hættulegri sóknarmönnum Pepsi-deildarinnar þrátt fyrir að spila sem vinstri bakvörður. Kristinn hefur þegar lagt upp fimm mörk fyrir félaga sína og alls átt þátt í tíu mörkum Blika. Kristinn hefur einnig átt tvo leiki þar sem hann fékk níu í einkunn, sem gerist ekki á hverjum degi. Hér til hliðar má sjá samanburð á þeim félögum frá því í fyrri umferð Pepsi-deildarinnar auk þess sem þar er listi yfir þá leikmenn sem komust inn á topp 30 í einkunnagjöf Fréttablaðsins.Pepsi-deildin - 30 bestu leikmenn fyrri umferðarinnar: Kristinn Freyr Sigurðsson, Val 7,10 Kristinn Jónsson, Breiðabliki 7,00 Árni Snær Ólafsson, ÍA 6,80 Skúli Jón Friðgeirsson, KR 6,73 Bergsveinn Ólafsson, Fjölni 6,70 Gunnleifur Gunnleifsson, Breiðabliki 6,55 Thomas Christensen, Val 6,50 Aron Sigurðarson, Fjölni 6,45 Bjarni Ólafur Eiríksson, Val 6,40 Atli Guðnason, FH 6,40 Daniel Ivanovski, Fjölni 6,38 Jacob Schoop, KR 6,36 Patrick Pedersen, Val 6,36 Haukur Páll Sigurðsson, Val 6,33 Damir Muminovic Breiðabliki 6,27 Oliver Sigurjónsson, Breiðabliki 6,22 Höskuldur Gunnlaugsson, Breiðabliki 6,22 Sigurður Egill Lárusson, Val 6,20 Hilmar Árni Halldórsson, Leikni 6,18 Ian David Jeffs, ÍBV 6,14 Igor Taskovic, Víkingi 6,10 Daníel Laxdal, Stjörnunni 6,10 Steven Lennon, FH 6,09 Davíð Þór Viðarsson, FH 6,09 Halldór Kristinn Halldórsson, Leikni 6,09 Orri Sigurður Ómarsson, Val 6,00 Andrés Már Jóhannesson, Fylki 6,00 Ólafur Páll Snorrason, Fjölni 6,00 Guðjón Pétur Lýðsson, Breiðabliki 6,00 Ólafur Hrannar Kristjánsson, Leikni 6,00 Óttar Bjarni Guðmundsson, Leikni 6,00 Kassim Doumbia, FH 6,00
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Þór/KA | Stjörnukonur geta komist upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti