„Ég held ég sé svona fimm árum á eftir“ Gunnar Leó Pálsson skrifar 8. júlí 2015 11:00 Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal hefur skemmt þjóðinni á ýmsan hátt. Hann er þakklátur fyrir að hafa fengið að starfa við það sem hann elskar að gera í gegnum tíðina. vísir/pjetur Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal stendur á miklum tímamótum, því í dag fagnar hann 35 ára afmælinu sínu. „Þetta er svakalega fljótt að líða. Ég man þegar ég var yngri, þá töluðu foreldrar mínir mikið um það hvað tíminn líður hratt. Maður skilur það þegar maður eldist,“ segir Auðunn. Hann var staddur í Leifsstöð þegar blaðamaður náði tali af honum, á leið til Las Vegas til að fylgjast með Gunnari Nelson fyrir sjónvarpsþátt sem hann vinnur að. „Við verðum bara að vinna eins og skepnur þarna úti. Maður skálar kannski í rauðvíni eftir góðan vinnudag,“ segir Auðunn spurður út í hvort hann ætli að gera eitthvað í tilefni dagsins. Hann fór þó í keilu og á írska daga á Akranesi með fjölskyldunni um helgina. „Maður heldur kannski létta veislu þegar maður kemur heim,“ bætir Auðunn við. Hann segist þó ekki finna fyrir því að hann sé að eldast mikið, nema að nú fyrst finni hann fyrir því að hann sé kominn á fertugsaldurinn. „Ég held ég sé svona fimm árum á eftir. Þegar ég var þrítugur leið mér eins og ég væri 25 ára. Nú líður mér í fyrsta sinn eins og ég sé kominn á fertugsaldurinn.“ Spurður út í heilsuna segist hann hafa verið í svipuðu líkamlegu formi undanfarin fimm ár, enda duglegur að stunda líkamsrækt. „Ég finn aðallega fyrir aldrinum þegar ég er að spila fótbolta á gervigrasi. Ég spilaði leik á gervigrasi fyrir skömmu og daginn eftir leið mér eins og ég væri sextugur,“ segir Auðunn og hlær. Hann hefur í gegnum tíðina, eins og flestir vita, starfað við fjölmiðla og segist vera afar þakklátur fyrir að hafa fengið að starfa við það sem hann elskar að gera. „Lífið er búið að vera frábært. Það að fá að starfa við það sem maður elskar að gera er æðislegt. Ég get ekki kvartað.“ Mest lesið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Fleiri fréttir „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Sjá meira
Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal stendur á miklum tímamótum, því í dag fagnar hann 35 ára afmælinu sínu. „Þetta er svakalega fljótt að líða. Ég man þegar ég var yngri, þá töluðu foreldrar mínir mikið um það hvað tíminn líður hratt. Maður skilur það þegar maður eldist,“ segir Auðunn. Hann var staddur í Leifsstöð þegar blaðamaður náði tali af honum, á leið til Las Vegas til að fylgjast með Gunnari Nelson fyrir sjónvarpsþátt sem hann vinnur að. „Við verðum bara að vinna eins og skepnur þarna úti. Maður skálar kannski í rauðvíni eftir góðan vinnudag,“ segir Auðunn spurður út í hvort hann ætli að gera eitthvað í tilefni dagsins. Hann fór þó í keilu og á írska daga á Akranesi með fjölskyldunni um helgina. „Maður heldur kannski létta veislu þegar maður kemur heim,“ bætir Auðunn við. Hann segist þó ekki finna fyrir því að hann sé að eldast mikið, nema að nú fyrst finni hann fyrir því að hann sé kominn á fertugsaldurinn. „Ég held ég sé svona fimm árum á eftir. Þegar ég var þrítugur leið mér eins og ég væri 25 ára. Nú líður mér í fyrsta sinn eins og ég sé kominn á fertugsaldurinn.“ Spurður út í heilsuna segist hann hafa verið í svipuðu líkamlegu formi undanfarin fimm ár, enda duglegur að stunda líkamsrækt. „Ég finn aðallega fyrir aldrinum þegar ég er að spila fótbolta á gervigrasi. Ég spilaði leik á gervigrasi fyrir skömmu og daginn eftir leið mér eins og ég væri sextugur,“ segir Auðunn og hlær. Hann hefur í gegnum tíðina, eins og flestir vita, starfað við fjölmiðla og segist vera afar þakklátur fyrir að hafa fengið að starfa við það sem hann elskar að gera. „Lífið er búið að vera frábært. Það að fá að starfa við það sem maður elskar að gera er æðislegt. Ég get ekki kvartað.“
Mest lesið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Fleiri fréttir „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Sjá meira