Innlent

Kostnaðurinn verður ekki lengur á reiki

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Innan Evrópu mun fólk geta notað símann á sömu kjörum og í heimalandinu.
Innan Evrópu mun fólk geta notað símann á sömu kjörum og í heimalandinu. Nordicphotos/Getty
Stofnanir Evrópusambandsins (ESB) samþykktu nú um mánaðamótin svokallaðan TSM-pakka (Telecoms Single Market) með fjölþættum breytingum á fjarskiptalöggjöf innan EES.

Fram kemur á vef Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) að markmiðið sé enn frekari samræming fjarskiptaumhverfis innan ESB og að það hafi áhrif hér gegnum EES-samninginn.

Helstu áhrifin eru sögð á sviði reikis og internetnotkunar. Reikisímtöl milli landa heyri sögunni til eftir júní 2017.

Það þýði að þegar íbúar EES-svæðisins ferðast innan þess geti þeir hringt og tekið á móti símtölum, skeytum og notað gagnamagn á sömu kjörum og gildi á áskrift þeirra heima við, á meðan notkun sé innan eðlilegra marka.

Útfærsla slíkra notkunarmarka verði unnin nánar í reglunum.

„Þriðja reglugerð Evrópureikis er nú í gildi og átti að gilda til ársloka 2017, en TSM mun nú taka gildi í stað hennar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×