Stefnum á 40% minni losun Svavar Hávarðsson skrifar 26. júní 2015 07:00 Bandaríkin og Kína hafa sameiginlega tilkynnt um markmið sín – nokkuð sem hefur gríðarlegt vægi. nordicphotos/afp Landsmarkmið Íslands fyrir fyrirhugaða loftslagsráðstefnu í París er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent fyrir árið 2030. Markmiðin verða kynnt í ríkisstjórn í næstu viku. Þetta kom fram í máli Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðherra við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær. Katrín kallaði eftir loftslagsmarkmiðum Íslands, enda væri um að ræða stærsta viðfangsefni samtímans sem gjarnan gleymdist í daglegu argaþrasi þingsins.Sigrún MagnúsdóttirSigrún svaraði því til að verið væri að vinna markmið Íslands og að þau yrðu lögð fram í ríkisstjórn „áður en þing fer heim í næstu viku“. Hún sagði einnig „mjög líklegt, svo ég segi það, að við munum fylgja Noregi og Evrópu“. Orð hennar verða ekki skilin öðruvísi en að ákvörðun liggi fyrir. Norðmenn kynntu Sameinuðu þjóðunum áætlun sína fyrir Parísarfundinn fyrir 31. mars – í tæka tíð líkt og ESB og aðildarríki þess. Stefnt er að því að Noregur semji við ESB um að ná markmiðunum í sameiningu, en ef samkomulag næst ekki ætla Norðmenn að gera slíkt upp á eigin spýtur, eins og segir í tilkynningu norska utanríkisráðuneytisins frá þeim tíma og frétt þar um á heimasíðu upplýsingaskrifstofu SÞ fyrir Vestur-Evrópu.Katrín JakobsdóttirVill róttækar aðgerðir því hvatahugsun hefur ekki skilað árangri Ef markmið ESB og Noregs er skoðað, þá segir þar að stefnt sé að 40 prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda „hið minnsta“. Er þá reiknað út frá útblæstri árið 1990 eins og venja er í alþjóðasáttmálum um loftslagsmál. Norðmenn hafa sagt í því samhengi að þeir muni íhuga að auka niðurskurð fram yfir 40 prósent ef það kynni að stuðla að metnaðarfyllra samkomulagi í París á heimsvísu. Katrín bað ráðherra vinsamlegast um að nefndir þingsins fengju kynningu á markmiðum Íslands á sama tíma og ríkisstjórnin og hvatti ráðherra til þess „að þau markmið sem verða kynnt hér í næstu viku verði róttæk, þannig að við getum átt von á að þau skili einhverjum árangri“, sagði Katrín.Stórir sem smáir sitja við sama borð BodyEitt það markverðasta við loftslagssamninginn sem verður undirritaður í París í desember, og helsta breytingin, er að hverju ríki verður það í sjálfsvald sett hvaða skuldbindingar það gengst undir og til hvaða aðgerða það treystir sér að grípa. Nýtt samkomulag mun koma í stað Kýótó-bókunarinnar við loftslagssamninginn sem hefur verið í gildi frá 1997, og gildir til 2020. Eins og þekkt er gekkst fjöldi ríkja ekki undir bókunina, eins og mörg þróunarríki, en einnig Bandaríkin. Öll ríki munu hins vegar falla undir samninginn sem gerður verður í París. Allir, stórir sem smáir, munu því sitja við sama borð. Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Landsmarkmið Íslands fyrir fyrirhugaða loftslagsráðstefnu í París er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent fyrir árið 2030. Markmiðin verða kynnt í ríkisstjórn í næstu viku. Þetta kom fram í máli Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðherra við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær. Katrín kallaði eftir loftslagsmarkmiðum Íslands, enda væri um að ræða stærsta viðfangsefni samtímans sem gjarnan gleymdist í daglegu argaþrasi þingsins.Sigrún MagnúsdóttirSigrún svaraði því til að verið væri að vinna markmið Íslands og að þau yrðu lögð fram í ríkisstjórn „áður en þing fer heim í næstu viku“. Hún sagði einnig „mjög líklegt, svo ég segi það, að við munum fylgja Noregi og Evrópu“. Orð hennar verða ekki skilin öðruvísi en að ákvörðun liggi fyrir. Norðmenn kynntu Sameinuðu þjóðunum áætlun sína fyrir Parísarfundinn fyrir 31. mars – í tæka tíð líkt og ESB og aðildarríki þess. Stefnt er að því að Noregur semji við ESB um að ná markmiðunum í sameiningu, en ef samkomulag næst ekki ætla Norðmenn að gera slíkt upp á eigin spýtur, eins og segir í tilkynningu norska utanríkisráðuneytisins frá þeim tíma og frétt þar um á heimasíðu upplýsingaskrifstofu SÞ fyrir Vestur-Evrópu.Katrín JakobsdóttirVill róttækar aðgerðir því hvatahugsun hefur ekki skilað árangri Ef markmið ESB og Noregs er skoðað, þá segir þar að stefnt sé að 40 prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda „hið minnsta“. Er þá reiknað út frá útblæstri árið 1990 eins og venja er í alþjóðasáttmálum um loftslagsmál. Norðmenn hafa sagt í því samhengi að þeir muni íhuga að auka niðurskurð fram yfir 40 prósent ef það kynni að stuðla að metnaðarfyllra samkomulagi í París á heimsvísu. Katrín bað ráðherra vinsamlegast um að nefndir þingsins fengju kynningu á markmiðum Íslands á sama tíma og ríkisstjórnin og hvatti ráðherra til þess „að þau markmið sem verða kynnt hér í næstu viku verði róttæk, þannig að við getum átt von á að þau skili einhverjum árangri“, sagði Katrín.Stórir sem smáir sitja við sama borð BodyEitt það markverðasta við loftslagssamninginn sem verður undirritaður í París í desember, og helsta breytingin, er að hverju ríki verður það í sjálfsvald sett hvaða skuldbindingar það gengst undir og til hvaða aðgerða það treystir sér að grípa. Nýtt samkomulag mun koma í stað Kýótó-bókunarinnar við loftslagssamninginn sem hefur verið í gildi frá 1997, og gildir til 2020. Eins og þekkt er gekkst fjöldi ríkja ekki undir bókunina, eins og mörg þróunarríki, en einnig Bandaríkin. Öll ríki munu hins vegar falla undir samninginn sem gerður verður í París. Allir, stórir sem smáir, munu því sitja við sama borð.
Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira