Stefnum á 40% minni losun Svavar Hávarðsson skrifar 26. júní 2015 07:00 Bandaríkin og Kína hafa sameiginlega tilkynnt um markmið sín – nokkuð sem hefur gríðarlegt vægi. nordicphotos/afp Landsmarkmið Íslands fyrir fyrirhugaða loftslagsráðstefnu í París er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent fyrir árið 2030. Markmiðin verða kynnt í ríkisstjórn í næstu viku. Þetta kom fram í máli Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðherra við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær. Katrín kallaði eftir loftslagsmarkmiðum Íslands, enda væri um að ræða stærsta viðfangsefni samtímans sem gjarnan gleymdist í daglegu argaþrasi þingsins.Sigrún MagnúsdóttirSigrún svaraði því til að verið væri að vinna markmið Íslands og að þau yrðu lögð fram í ríkisstjórn „áður en þing fer heim í næstu viku“. Hún sagði einnig „mjög líklegt, svo ég segi það, að við munum fylgja Noregi og Evrópu“. Orð hennar verða ekki skilin öðruvísi en að ákvörðun liggi fyrir. Norðmenn kynntu Sameinuðu þjóðunum áætlun sína fyrir Parísarfundinn fyrir 31. mars – í tæka tíð líkt og ESB og aðildarríki þess. Stefnt er að því að Noregur semji við ESB um að ná markmiðunum í sameiningu, en ef samkomulag næst ekki ætla Norðmenn að gera slíkt upp á eigin spýtur, eins og segir í tilkynningu norska utanríkisráðuneytisins frá þeim tíma og frétt þar um á heimasíðu upplýsingaskrifstofu SÞ fyrir Vestur-Evrópu.Katrín JakobsdóttirVill róttækar aðgerðir því hvatahugsun hefur ekki skilað árangri Ef markmið ESB og Noregs er skoðað, þá segir þar að stefnt sé að 40 prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda „hið minnsta“. Er þá reiknað út frá útblæstri árið 1990 eins og venja er í alþjóðasáttmálum um loftslagsmál. Norðmenn hafa sagt í því samhengi að þeir muni íhuga að auka niðurskurð fram yfir 40 prósent ef það kynni að stuðla að metnaðarfyllra samkomulagi í París á heimsvísu. Katrín bað ráðherra vinsamlegast um að nefndir þingsins fengju kynningu á markmiðum Íslands á sama tíma og ríkisstjórnin og hvatti ráðherra til þess „að þau markmið sem verða kynnt hér í næstu viku verði róttæk, þannig að við getum átt von á að þau skili einhverjum árangri“, sagði Katrín.Stórir sem smáir sitja við sama borð BodyEitt það markverðasta við loftslagssamninginn sem verður undirritaður í París í desember, og helsta breytingin, er að hverju ríki verður það í sjálfsvald sett hvaða skuldbindingar það gengst undir og til hvaða aðgerða það treystir sér að grípa. Nýtt samkomulag mun koma í stað Kýótó-bókunarinnar við loftslagssamninginn sem hefur verið í gildi frá 1997, og gildir til 2020. Eins og þekkt er gekkst fjöldi ríkja ekki undir bókunina, eins og mörg þróunarríki, en einnig Bandaríkin. Öll ríki munu hins vegar falla undir samninginn sem gerður verður í París. Allir, stórir sem smáir, munu því sitja við sama borð. Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Sjá meira
Landsmarkmið Íslands fyrir fyrirhugaða loftslagsráðstefnu í París er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent fyrir árið 2030. Markmiðin verða kynnt í ríkisstjórn í næstu viku. Þetta kom fram í máli Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðherra við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær. Katrín kallaði eftir loftslagsmarkmiðum Íslands, enda væri um að ræða stærsta viðfangsefni samtímans sem gjarnan gleymdist í daglegu argaþrasi þingsins.Sigrún MagnúsdóttirSigrún svaraði því til að verið væri að vinna markmið Íslands og að þau yrðu lögð fram í ríkisstjórn „áður en þing fer heim í næstu viku“. Hún sagði einnig „mjög líklegt, svo ég segi það, að við munum fylgja Noregi og Evrópu“. Orð hennar verða ekki skilin öðruvísi en að ákvörðun liggi fyrir. Norðmenn kynntu Sameinuðu þjóðunum áætlun sína fyrir Parísarfundinn fyrir 31. mars – í tæka tíð líkt og ESB og aðildarríki þess. Stefnt er að því að Noregur semji við ESB um að ná markmiðunum í sameiningu, en ef samkomulag næst ekki ætla Norðmenn að gera slíkt upp á eigin spýtur, eins og segir í tilkynningu norska utanríkisráðuneytisins frá þeim tíma og frétt þar um á heimasíðu upplýsingaskrifstofu SÞ fyrir Vestur-Evrópu.Katrín JakobsdóttirVill róttækar aðgerðir því hvatahugsun hefur ekki skilað árangri Ef markmið ESB og Noregs er skoðað, þá segir þar að stefnt sé að 40 prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda „hið minnsta“. Er þá reiknað út frá útblæstri árið 1990 eins og venja er í alþjóðasáttmálum um loftslagsmál. Norðmenn hafa sagt í því samhengi að þeir muni íhuga að auka niðurskurð fram yfir 40 prósent ef það kynni að stuðla að metnaðarfyllra samkomulagi í París á heimsvísu. Katrín bað ráðherra vinsamlegast um að nefndir þingsins fengju kynningu á markmiðum Íslands á sama tíma og ríkisstjórnin og hvatti ráðherra til þess „að þau markmið sem verða kynnt hér í næstu viku verði róttæk, þannig að við getum átt von á að þau skili einhverjum árangri“, sagði Katrín.Stórir sem smáir sitja við sama borð BodyEitt það markverðasta við loftslagssamninginn sem verður undirritaður í París í desember, og helsta breytingin, er að hverju ríki verður það í sjálfsvald sett hvaða skuldbindingar það gengst undir og til hvaða aðgerða það treystir sér að grípa. Nýtt samkomulag mun koma í stað Kýótó-bókunarinnar við loftslagssamninginn sem hefur verið í gildi frá 1997, og gildir til 2020. Eins og þekkt er gekkst fjöldi ríkja ekki undir bókunina, eins og mörg þróunarríki, en einnig Bandaríkin. Öll ríki munu hins vegar falla undir samninginn sem gerður verður í París. Allir, stórir sem smáir, munu því sitja við sama borð.
Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Sjá meira