Útgáfa ljósmyndabókar stöðvuð eftir ábendingu um kynferðisbrotamann Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 24. júní 2015 07:00 Tjónið vegna bókanna er nokkuð en vonast er til að útgáfa nýrrar bókar bæti tjónið. vísir/gva „Það sem vó þyngst var málstaður Druslugöngunnar, hann er það sem skiptir máli,“ segir María Rut Kristinsdóttir, talskona Druslugöngunnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hættu aðstandendur Druslugöngunnar við að gefa út ljósmyndabók um gönguna í fyrra eftir að ábending barst á opinbera Facebook-síðu göngunnar um að maður ótengdur Druslugöngunni, sem kom að útgáfu bókarinnar, væri kynferðisafbrotamaður. María Rut Kristinsdóttir„Aðdragandinn að þessari bók var að maður sem var alveg ótengdur göngunni hafði samband við mig og var með þessa hugmynd að búa til ljósmyndabók þar sem myndir úr Druslugöngunni myndu koma fyrir í bland við texta og eftir einhvern tíma ákváðum við að taka þátt í þessu verkefni af því að okkur þótti það skemmtilegt að festa þessar myndir í bók, þessar myndir úr Druslugöngunni.“ Þegar langt var liðið á verkefnið og það var opinberað barst þeim ábending frá þolanda á opinberri síðu göngunnar um að umræddur maður væri kynferðisafbrotamaður. Maðurinn hefur aldrei hlotið dóm vegna meints brots. „Þetta vafaatriði gerði það að verkum að við, sem stöndum að göngunni, gátum ekki lengur tekið þátt í verkefninu og við drógum okkur alfarið úr þessari útgáfu og lögðumst alfarið gegn því að hún kæmi út í þessari mynd. Það er skýrt að markmið Druslugöngunnar er að uppræta kynferðisofbeldi og segja frá og skila skömminni og það er skýrt að málstaður Druslugöngunnar er miklu, miklu stærri en einhver bók. Aldrei myndum við taka þátt í neinu sem gæti rýrt trúverðugleika göngunnar að neinu leyti,“ segir María. Að sögn Maríu setti þetta strik í reikninginn en að lokum komst hópurinn að niðurstöðu í sátt við Sölku bókaforlag. Fjárhagslegt tjón fyrir Sölku mun hafa hlaupið á tæpum þremur milljónum króna vegna ákvörðunarinnar. Bækurnar eru þó enn til og eru innsiglaðar og munu ekki fara í dreifingu. Upplagið var um þúsund bækur. Skipuleggjendur Druslugöngunnar ætla að safna efni í nýja ljósmyndabók og vonast er til að hagnaðurinn af henni bæti Sölku upp tjónið. „Okkur langar til að festa Druslugönguna 2015 á filmu og gera verkefninu góð skil þannig að það fái farsælan endi. Þetta er leiðindamál sem lagðist þungt á okkur öll en ég er handviss í mínu hjarta um að við höfum gert rétt. Við tókum skýra afstöðu.“ Druslugangan mun fara fram þann 25. júlí næstkomandi. Markmið hennar er að færa ábyrgð af þolendum kynferðislegs ofbeldis yfir á gerendur. „Við ætlum okkur að sprengja alla skala í ár,“ segir María. „Af því að það hefur náttúrulega verið mikil undiralda síðustu mánuði í ýmsum hreyfingum til dæmis með Free the nipple og núna Konur tala og Þöggun. Þarna ætlum við að sameinast öll í vonandi góðu veðri. Við ætlum sérstaklega að grípa þessa einstaklinga sem hafa komið fram síðustu misserin og hafa sagt sína sögu sem eru orðnir alveg fjölmargir. Þeir munu koma þarna og vonandi upplifa gönguna og þá tilfinningu sem fylgir henni þegar maður gengur niður Skólavörðuholtið til að skila skömminni,“ segir hún. Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
„Það sem vó þyngst var málstaður Druslugöngunnar, hann er það sem skiptir máli,“ segir María Rut Kristinsdóttir, talskona Druslugöngunnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hættu aðstandendur Druslugöngunnar við að gefa út ljósmyndabók um gönguna í fyrra eftir að ábending barst á opinbera Facebook-síðu göngunnar um að maður ótengdur Druslugöngunni, sem kom að útgáfu bókarinnar, væri kynferðisafbrotamaður. María Rut Kristinsdóttir„Aðdragandinn að þessari bók var að maður sem var alveg ótengdur göngunni hafði samband við mig og var með þessa hugmynd að búa til ljósmyndabók þar sem myndir úr Druslugöngunni myndu koma fyrir í bland við texta og eftir einhvern tíma ákváðum við að taka þátt í þessu verkefni af því að okkur þótti það skemmtilegt að festa þessar myndir í bók, þessar myndir úr Druslugöngunni.“ Þegar langt var liðið á verkefnið og það var opinberað barst þeim ábending frá þolanda á opinberri síðu göngunnar um að umræddur maður væri kynferðisafbrotamaður. Maðurinn hefur aldrei hlotið dóm vegna meints brots. „Þetta vafaatriði gerði það að verkum að við, sem stöndum að göngunni, gátum ekki lengur tekið þátt í verkefninu og við drógum okkur alfarið úr þessari útgáfu og lögðumst alfarið gegn því að hún kæmi út í þessari mynd. Það er skýrt að markmið Druslugöngunnar er að uppræta kynferðisofbeldi og segja frá og skila skömminni og það er skýrt að málstaður Druslugöngunnar er miklu, miklu stærri en einhver bók. Aldrei myndum við taka þátt í neinu sem gæti rýrt trúverðugleika göngunnar að neinu leyti,“ segir María. Að sögn Maríu setti þetta strik í reikninginn en að lokum komst hópurinn að niðurstöðu í sátt við Sölku bókaforlag. Fjárhagslegt tjón fyrir Sölku mun hafa hlaupið á tæpum þremur milljónum króna vegna ákvörðunarinnar. Bækurnar eru þó enn til og eru innsiglaðar og munu ekki fara í dreifingu. Upplagið var um þúsund bækur. Skipuleggjendur Druslugöngunnar ætla að safna efni í nýja ljósmyndabók og vonast er til að hagnaðurinn af henni bæti Sölku upp tjónið. „Okkur langar til að festa Druslugönguna 2015 á filmu og gera verkefninu góð skil þannig að það fái farsælan endi. Þetta er leiðindamál sem lagðist þungt á okkur öll en ég er handviss í mínu hjarta um að við höfum gert rétt. Við tókum skýra afstöðu.“ Druslugangan mun fara fram þann 25. júlí næstkomandi. Markmið hennar er að færa ábyrgð af þolendum kynferðislegs ofbeldis yfir á gerendur. „Við ætlum okkur að sprengja alla skala í ár,“ segir María. „Af því að það hefur náttúrulega verið mikil undiralda síðustu mánuði í ýmsum hreyfingum til dæmis með Free the nipple og núna Konur tala og Þöggun. Þarna ætlum við að sameinast öll í vonandi góðu veðri. Við ætlum sérstaklega að grípa þessa einstaklinga sem hafa komið fram síðustu misserin og hafa sagt sína sögu sem eru orðnir alveg fjölmargir. Þeir munu koma þarna og vonandi upplifa gönguna og þá tilfinningu sem fylgir henni þegar maður gengur niður Skólavörðuholtið til að skila skömminni,“ segir hún.
Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira