Lög brotin: Karlar fengu forgjöf þegar ráðið var í yfirmannsstöðu hjá lögreglu Snærós Sindradóttir skrifar 22. júní 2015 07:15 Innanríkisráðuneytið braut lög við ráðningu þriggja karla í stöðu aðstoðaryfirlögregluþjóna á höfuðborgarsvæðinu. Kona sem gegnt hafði yfirmannsstöðu á vegum Sameinuðu þjóðanna komst ekki í lokaúrtakið. „Það var mín hugsun að ég gæti gert eitthvað gott í þessari stöðu. Hjarta mitt slær með lögreglukonum,“ segir Gná Guðjónsdóttir, fyrrverandi lögreglufulltrúi. Úrskurðarnefnd jafnréttismála hefur úrskurðað henni í vil. Innanríkisráðuneytið braut lög í ráðningarferlinu í stöðu aðstoðaryfirlögregluþjóns síðastliðið sumar.Háttsett í Líberíu og Afganistan Gná starfaði sem lögreglukona í rúm fjórtán ár, eða frá árinu 1997. Vegna starfa sinna hjá lögreglunni varði hún meðal annars tveimur árum í friðargæslu í Líberíu á vegum Sameinuðu þjóðanna. Hún var hluti af fimm hundruð manna sveit sem hafði meðal annars það hlutverk að þjálfa 4.500 manna lögreglulið í Líberíu. „Ég hafði reynslu sem stjórnandi bæði innan lögreglunnar og þegar ég var í Líberíu. Þar stjórnaði ég tíu manna teymi og sat í yfirstjórn. Ég var mjög háttsett,“ segir Gná. Hlutverk hennar í Líberíu var að vera svokallaður „coordinator“. Hún tók þátt í að samhæfa störf lögregluliðsins og hafa samskipti við fjölmarga aðila. Eftir að hún kom heim frá Líberíu starfaði hún í eitt ár innan lögreglunnar hérlendis áður en hún sagði upp og tók starf í Afganistan. „Það er eiginlega hægt að segja að ég hafi verið aðstoðarframkvæmdastjóri flugvallarins í Kabúl. Sú staða var bundin Nató.“Gná segir að ef auglýst verði sambærileg staða aftur muni hún eflaust sækja um að nýju.vísir/andriVildi sjá konu taka starfið Gná segir að það hafi ekki endilega komið henni á óvart að hafa ekki verið ráðin sem aðstoðaryfirlögregluþjónn. Hún var boðuð í fyrsta viðtal en komst á endanum ekki í tíu manna úrtak. „Ég vissi að ráðherra var í sjálfsvald sett að kalla aðra í viðtal svo ég var ekki búin að hafna þessu algjörlega. Ég hafði heyrt ráðherra segja að hlutirnir myndu breytast og konum myndi fjölga.“ Það hafi því komið henni á óvart þegar í ljós kom að karlar voru ráðnir í öll þrjú embættin. „Ég var að vonast til þess að sjá að minnsta kosti eina konu. Það þurfti ekkert endilega að vera ég. Ég met það svo að tvær aðrar sem sóttu um hafi verið mjög hæfar til starfsins.“Stjórnunarreynsla ekkert metin Þegar búið var að skipa í stöðurnar þrjár óskaði hún eftir rökstuðningi og málsgögnum. „Ég fæ þau svör frá lögreglustjóra [Stefáni Eiríkssyni] að ég hafi ekki fengið eins mörg stig og hinir. Þá óska ég eftir málsgögnum. Á minnisblöðunum skín í gegn að öll stjórnunarreynsla sem ég hafði öðlast var non grata. Þrátt fyrir að ég hefði verið að vinna sem yfirmaður í lögreglu Sameinuðu þjóðanna.“ Það átti þó ekki við um þá karla sem fengu starfið. „Það var annar sem fékk stöðuna þar sem tekið var fram hverju hann hafði gegnt áður. Það var sem sagt honum til framdráttar en skipti ekki máli fyrir mig.“Ráðningarferlið sniðið að körlum Í úrskurði Kærunefndar jafnréttismála segir að hæfnisnefnd lögreglunnar hafi látið stjórnunarstörf innan lögreglunnar vega þyngra en stjórnun með mannaforráð innan friðargæslu. Svo segir: „[Það felur] nánast í sér að þeir starfsmenn sem gegnt hafa yfirmannsstöðum í lögreglunni sitja fyrir um starf en það eru nánast eingöngu karlmenn.“ Kærunefndin komst sem sagt að þeirri niðurstöðu að sú mælistika sem notuð var við stigagjöf í ráðningarferlinu hafi gefið karlkyns umsækjendum forgjöf. Jafnframt var ekki að neinu leyti tekið tillit til þess að Gná hafði rekið eigin fyrirtæki í fimm ár áður en hún gerðist lögreglukona. Starfsreynsla hennar var því ekki metin sem skyldi. Þá skoraði Gná fullt hús stiga í tungumálakunnáttu en sá liður í ráðningarferlinu var látinn falla niður þegar niðurstöður voru teknar saman. „Að minnsta kosti fimm af sjö spurningum er beint var til umsækjenda var háð annmörkum,“ segir í úrskurðinum og svo: „Þykir kærði ekki hafa sýnt fram á að aðrar ástæður en kynferði hennar hafi legið þar til grundvallar.“Konur valdalitlar innan lögreglu Gná segir það alvarlegt mál hve fáar konur fá framgang innan lögreglunnar hérlendis. Hún bendir á að lög hafi verið sett um hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja. Þau lög eigi þó ekki við um lögregluna. „Lögreglan er stofnun þar sem ekki er utanaðkomandi stjórn, en í öllum lögregluembættum er yfirstjórn. Þegar ráðningarferlið fór fram hafði engin lögreglukona setið í yfirstjórn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. En af hverju voru sett lög til að auka hlut kvenna í stjórnum? Er það ekki af því við vitum að ef konur eru ekki á æðsta stigi innan ákveðinnar skipulagsheildar þá er ekki gætt að þeirra sjónarmiðum í skipulagsheildinni allri? Gilda einhver önnur lögmál um stofnanir ríkisins?“ spyr Gná. Hún segir lögreglukonur vera orðnar dofnar eftir margra ára vonbrigði með jafnréttismál innan lögreglunnar. „Við leyfum okkur ekkert að vera reiðar. Þetta er bara svona. Það að engin lögreglukona hafi setið í yfirstjórn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fram til ársins 2014 þýðir að þær hafa ekki komið að því að mynda stefnu fyrir embættið, svo sem í kynferðisbrotamálum. Þær hafa heldur ekki mótað innri stefnur sem lúta að kynjajafnrétti, gæðamálum, siðferði og bara öllu.“ Gná hefur ekki ákveðið hver næstu skref í málinu verða. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
„Það var mín hugsun að ég gæti gert eitthvað gott í þessari stöðu. Hjarta mitt slær með lögreglukonum,“ segir Gná Guðjónsdóttir, fyrrverandi lögreglufulltrúi. Úrskurðarnefnd jafnréttismála hefur úrskurðað henni í vil. Innanríkisráðuneytið braut lög í ráðningarferlinu í stöðu aðstoðaryfirlögregluþjóns síðastliðið sumar.Háttsett í Líberíu og Afganistan Gná starfaði sem lögreglukona í rúm fjórtán ár, eða frá árinu 1997. Vegna starfa sinna hjá lögreglunni varði hún meðal annars tveimur árum í friðargæslu í Líberíu á vegum Sameinuðu þjóðanna. Hún var hluti af fimm hundruð manna sveit sem hafði meðal annars það hlutverk að þjálfa 4.500 manna lögreglulið í Líberíu. „Ég hafði reynslu sem stjórnandi bæði innan lögreglunnar og þegar ég var í Líberíu. Þar stjórnaði ég tíu manna teymi og sat í yfirstjórn. Ég var mjög háttsett,“ segir Gná. Hlutverk hennar í Líberíu var að vera svokallaður „coordinator“. Hún tók þátt í að samhæfa störf lögregluliðsins og hafa samskipti við fjölmarga aðila. Eftir að hún kom heim frá Líberíu starfaði hún í eitt ár innan lögreglunnar hérlendis áður en hún sagði upp og tók starf í Afganistan. „Það er eiginlega hægt að segja að ég hafi verið aðstoðarframkvæmdastjóri flugvallarins í Kabúl. Sú staða var bundin Nató.“Gná segir að ef auglýst verði sambærileg staða aftur muni hún eflaust sækja um að nýju.vísir/andriVildi sjá konu taka starfið Gná segir að það hafi ekki endilega komið henni á óvart að hafa ekki verið ráðin sem aðstoðaryfirlögregluþjónn. Hún var boðuð í fyrsta viðtal en komst á endanum ekki í tíu manna úrtak. „Ég vissi að ráðherra var í sjálfsvald sett að kalla aðra í viðtal svo ég var ekki búin að hafna þessu algjörlega. Ég hafði heyrt ráðherra segja að hlutirnir myndu breytast og konum myndi fjölga.“ Það hafi því komið henni á óvart þegar í ljós kom að karlar voru ráðnir í öll þrjú embættin. „Ég var að vonast til þess að sjá að minnsta kosti eina konu. Það þurfti ekkert endilega að vera ég. Ég met það svo að tvær aðrar sem sóttu um hafi verið mjög hæfar til starfsins.“Stjórnunarreynsla ekkert metin Þegar búið var að skipa í stöðurnar þrjár óskaði hún eftir rökstuðningi og málsgögnum. „Ég fæ þau svör frá lögreglustjóra [Stefáni Eiríkssyni] að ég hafi ekki fengið eins mörg stig og hinir. Þá óska ég eftir málsgögnum. Á minnisblöðunum skín í gegn að öll stjórnunarreynsla sem ég hafði öðlast var non grata. Þrátt fyrir að ég hefði verið að vinna sem yfirmaður í lögreglu Sameinuðu þjóðanna.“ Það átti þó ekki við um þá karla sem fengu starfið. „Það var annar sem fékk stöðuna þar sem tekið var fram hverju hann hafði gegnt áður. Það var sem sagt honum til framdráttar en skipti ekki máli fyrir mig.“Ráðningarferlið sniðið að körlum Í úrskurði Kærunefndar jafnréttismála segir að hæfnisnefnd lögreglunnar hafi látið stjórnunarstörf innan lögreglunnar vega þyngra en stjórnun með mannaforráð innan friðargæslu. Svo segir: „[Það felur] nánast í sér að þeir starfsmenn sem gegnt hafa yfirmannsstöðum í lögreglunni sitja fyrir um starf en það eru nánast eingöngu karlmenn.“ Kærunefndin komst sem sagt að þeirri niðurstöðu að sú mælistika sem notuð var við stigagjöf í ráðningarferlinu hafi gefið karlkyns umsækjendum forgjöf. Jafnframt var ekki að neinu leyti tekið tillit til þess að Gná hafði rekið eigin fyrirtæki í fimm ár áður en hún gerðist lögreglukona. Starfsreynsla hennar var því ekki metin sem skyldi. Þá skoraði Gná fullt hús stiga í tungumálakunnáttu en sá liður í ráðningarferlinu var látinn falla niður þegar niðurstöður voru teknar saman. „Að minnsta kosti fimm af sjö spurningum er beint var til umsækjenda var háð annmörkum,“ segir í úrskurðinum og svo: „Þykir kærði ekki hafa sýnt fram á að aðrar ástæður en kynferði hennar hafi legið þar til grundvallar.“Konur valdalitlar innan lögreglu Gná segir það alvarlegt mál hve fáar konur fá framgang innan lögreglunnar hérlendis. Hún bendir á að lög hafi verið sett um hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja. Þau lög eigi þó ekki við um lögregluna. „Lögreglan er stofnun þar sem ekki er utanaðkomandi stjórn, en í öllum lögregluembættum er yfirstjórn. Þegar ráðningarferlið fór fram hafði engin lögreglukona setið í yfirstjórn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. En af hverju voru sett lög til að auka hlut kvenna í stjórnum? Er það ekki af því við vitum að ef konur eru ekki á æðsta stigi innan ákveðinnar skipulagsheildar þá er ekki gætt að þeirra sjónarmiðum í skipulagsheildinni allri? Gilda einhver önnur lögmál um stofnanir ríkisins?“ spyr Gná. Hún segir lögreglukonur vera orðnar dofnar eftir margra ára vonbrigði með jafnréttismál innan lögreglunnar. „Við leyfum okkur ekkert að vera reiðar. Þetta er bara svona. Það að engin lögreglukona hafi setið í yfirstjórn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fram til ársins 2014 þýðir að þær hafa ekki komið að því að mynda stefnu fyrir embættið, svo sem í kynferðisbrotamálum. Þær hafa heldur ekki mótað innri stefnur sem lúta að kynjajafnrétti, gæðamálum, siðferði og bara öllu.“ Gná hefur ekki ákveðið hver næstu skref í málinu verða.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira