Stór hluti þeirra sem sóttu um í Verzló mun ekki fá inngöngu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. júní 2015 15:04 555 nemendur sóttu um í Verzló í fyrsta vali en 280 pláss eru í boði. Visir/Vilhelm Svo gæti farið að nemendur með mjög háar einkunnir komist ekki inn í draumaframhaldsskólann sinn í haust vegna plássleysis. Þannig sóttu um tvisvar sinnum fleiri útskrifaðir 10. bekkingar um nám við Verzlunarskóla Íslands en skólinn getur tekið á móti. Verzló virðist langvinsælasti menntaskólinn um þessar mundir miðað við fjölda umsækjenda. Frestur til að sækja um í framhaldsskóla rann út á miðnætti í gær. Kvennaskólinn í Reykjavík, Menntaskólinn í Reykjavík, Menntaskólinn við Hamrahlíð og Verzlunarskóli Íslands eru vinsælustu skólar landsins ef miðað er við þann fjölda sem sótti um. Skólarnir fjórir búa allir við þann vanda að geta ekki tekið við öllum sem sóttu um. 555 nemendur settu Verzló í 1. sæti í vali sínu en nemendur velja tvo skóla, svokallað fyrsta og annað val. 280 laus pláss eru í skólanum þannig að helmingur þeirra sem sóttu um þurfa frá að hverfa. Þá settu 140 Verzló í annað sætið.Fjöldi umsækjenda í fyrsta og öðru vali í skólunum fjórum ásamt þeim plássum sem eru í boði.Kristrún Birgisdóttir hjá Námsmatsstofnun segir í samtali við Vísi að fjöldinn sem sæki um skólavist í ár sé sambærilegur því sem var í fyrra. Hins vegar dreifist enn fleiri nemendur á fyrrnefnda fjóra skóla. Samkeppnin er meiri sem verður til þess að krafan um hærri einkunnir, sem flestir skólanna miða við þegar ákveðið er hvaða nemendur fá inngöngu, verður meiri. „Það gætu verið nemendur með mjög háar einkunnir sem komast ekki í sitt fyrsta val,“ segir Kristrún. Um 87% nemenda komust inn í þann skóla sem þeir settu í 1. val í fyrra og um 99% nemenda komust inn í annan af skólunum tveimur. 40 nemendur þurftu að leita í aðra skóla.Frá busavígslu í MR.Vísir/GVASkólarnir vinna úr umsóknunum þannig að þeir raða upp nemendum sem sóttu um, flestir miðað við einkunnir, óháð fyrsta eða öðru vali. Þeir fá skólavist nema í þeim tilfellum sem um annað val er að ræða hjá viðkomandi nemenda sem kemst inn í annan skóla, hans fyrsta val. Þá eru teknir inn næstu nemendur á listanum. Reiknað er með því að nemendur fái að vita örlög sín í síðasta lagi þann 25. júní. Að neðan má líta upplýsingar frá Námsmatssfonun um hvernig það fer fram:1. Þegar allir verða komnir með skólavist (í síðasta lagi 25. júní, fyrr ef allt gengur vel, þá opnar fyrir á menntagatt.is og þá geta nemendur notað veflykilinn sinn til að sjá í hvaða skóla þeir fengu inngöngu2. Einhverjir skólar senda umsækjendum sínum bréf í pósti, aðrir í tölvupósti3. Allir fá greiðsluseðil í heimabanka (misjafnt hvort sá seðill er sendur á forráðamenn eða nemandann sjálfan) Námsmatsstofnun sér um að útvega þeim sem ekki fá inni í þeim skólum sem þeir sóttu um í skólavist. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Svo gæti farið að nemendur með mjög háar einkunnir komist ekki inn í draumaframhaldsskólann sinn í haust vegna plássleysis. Þannig sóttu um tvisvar sinnum fleiri útskrifaðir 10. bekkingar um nám við Verzlunarskóla Íslands en skólinn getur tekið á móti. Verzló virðist langvinsælasti menntaskólinn um þessar mundir miðað við fjölda umsækjenda. Frestur til að sækja um í framhaldsskóla rann út á miðnætti í gær. Kvennaskólinn í Reykjavík, Menntaskólinn í Reykjavík, Menntaskólinn við Hamrahlíð og Verzlunarskóli Íslands eru vinsælustu skólar landsins ef miðað er við þann fjölda sem sótti um. Skólarnir fjórir búa allir við þann vanda að geta ekki tekið við öllum sem sóttu um. 555 nemendur settu Verzló í 1. sæti í vali sínu en nemendur velja tvo skóla, svokallað fyrsta og annað val. 280 laus pláss eru í skólanum þannig að helmingur þeirra sem sóttu um þurfa frá að hverfa. Þá settu 140 Verzló í annað sætið.Fjöldi umsækjenda í fyrsta og öðru vali í skólunum fjórum ásamt þeim plássum sem eru í boði.Kristrún Birgisdóttir hjá Námsmatsstofnun segir í samtali við Vísi að fjöldinn sem sæki um skólavist í ár sé sambærilegur því sem var í fyrra. Hins vegar dreifist enn fleiri nemendur á fyrrnefnda fjóra skóla. Samkeppnin er meiri sem verður til þess að krafan um hærri einkunnir, sem flestir skólanna miða við þegar ákveðið er hvaða nemendur fá inngöngu, verður meiri. „Það gætu verið nemendur með mjög háar einkunnir sem komast ekki í sitt fyrsta val,“ segir Kristrún. Um 87% nemenda komust inn í þann skóla sem þeir settu í 1. val í fyrra og um 99% nemenda komust inn í annan af skólunum tveimur. 40 nemendur þurftu að leita í aðra skóla.Frá busavígslu í MR.Vísir/GVASkólarnir vinna úr umsóknunum þannig að þeir raða upp nemendum sem sóttu um, flestir miðað við einkunnir, óháð fyrsta eða öðru vali. Þeir fá skólavist nema í þeim tilfellum sem um annað val er að ræða hjá viðkomandi nemenda sem kemst inn í annan skóla, hans fyrsta val. Þá eru teknir inn næstu nemendur á listanum. Reiknað er með því að nemendur fái að vita örlög sín í síðasta lagi þann 25. júní. Að neðan má líta upplýsingar frá Námsmatssfonun um hvernig það fer fram:1. Þegar allir verða komnir með skólavist (í síðasta lagi 25. júní, fyrr ef allt gengur vel, þá opnar fyrir á menntagatt.is og þá geta nemendur notað veflykilinn sinn til að sjá í hvaða skóla þeir fengu inngöngu2. Einhverjir skólar senda umsækjendum sínum bréf í pósti, aðrir í tölvupósti3. Allir fá greiðsluseðil í heimabanka (misjafnt hvort sá seðill er sendur á forráðamenn eða nemandann sjálfan) Námsmatsstofnun sér um að útvega þeim sem ekki fá inni í þeim skólum sem þeir sóttu um í skólavist.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira