Vill fá samræmd próf aftur Sveinn Arnarsson skrifar 17. júní 2015 06:00 Að mati skólameistara Verzlunarskóla Íslands er nemandi sem var með átta í meðaleinkunn fyrir tíu árum engu lakari námsmaður en sá sem er með níu í meðaleinkunn nú. VÍSIR/Vilhelm Meðaleinkunnir nýnema framhaldsskólanna á næsta skólaári er sú hæsta frá upphafi. Skólameistari Verzlunarskóla Íslands segir verðbólgumyndun greinilega í einkunnum nemenda úr grunnskólum landsins. „Það er greinilegt að einkunnir úr grunnskólum hafa farið stigvaxandi frá því að samræmdu prófin voru lögð af,“ segir Ingi Ólafsson, skólameistari Verzlunarskóla Íslands. Meðaleinkunn nýnema í stærðfræði árið 2004 var 7,8 á samræmdu prófunum. Áratug síðar var meðaleinkunn nýnema 9,2 í stærðfræði. Samræmd próf við lok grunnskóla hafa ekki verið haldin síðan 2008. „Við getum ekki séð að nýnemi í fyrra hafi verið betri námsmaður en fyrir áratug. Þar bendir fátt til þess að nemandi með 9,0 árið 2014 standi sig betur en nemandi með 8,0 árið 2004.“ Ingi segir mikla einkunnaverðbólgu hafa átt sér stað á síðustu árum og að engum sé greiði gerður með að veita nemanda hærri einkunn en hann á skilið. „Ég trúi því ekki að þessi verðbólga eigi aðeins við okkur í Verzlunarskólanum og þætti mér gaman að sjá hvernig þessu er háttað í öðrum skólum,“ segir Ingi.Sjá einnig: Einkunnaverðbólga á Íslandi? Verzló hafnaði 60 nemendum með níu eða yfir í meðaleinkunnIngi Ólafsson skólameistari.Vísir/ValliAlls bárust 4.045 umsóknir um skólavist í framhaldsskólum landsins næsta vetur. 83 prósent nýnema komust inn í þann framhaldsskóla sem þeir völdu sem fyrsta val og 15 prósent nýnema komust inn í þann skóla sem þau völdu sem annað val. Tæplega eitt hundrað nýnemar fengu inni í skóla sem þeir völdu ekki sem fyrsta eða annað val. Því var þeim úthlutað öðrum skóla. Í flestum tilvikum tókst að innrita nemendur í skóla í þeirra nærumhverfi. Sá hópur sem komst ekki inn í þá skóla sem hann valdi er mun stærri en í fyrra og hefur hann stækkað um 67 prósent.Sjá einnig: Stór hluti þeirra sem sóttu um í Verzló mun ekki fá inngöngu Meðaleinkunnir þeirra sem innrituðust í fjóra vinsælustu skólana í ár eru mjög háar. 9,28 er meðaleinkunn nýnema í Verzlunarskólanum. Nýnemar MR með 9,23, 8,81 er meðaleinkunn nýnema í MH og nánast sama í Kvennaskólanum. Ingi telur eðlilegast að menn horfi aftur til þeirra tíma þegar sanngjarnt viðmið var haft að leiðarljósi við mat nemenda inn í framhaldsskóla landsins og telur vænlegt að horfa til upptöku samræmdra prófa á nýjan leik. „Svarið við því hvort ég vilji samræmdu prófin aftur er já. Að því gefnu að við eigum að taka inn nemendur byggða á einkunn. Sú staða sem upp er komin núna er eiginlega bull og vitleysa,“ segir Ingi. „Frá því þetta var opnað fyrir nemendum hefur pósthólf mitt fyllst af reiðum foreldrum vegna þess að börn með góðar einkunnir komast ekki inn hjá okkur. Við þurfum að skoða þá stöðu sem upp er komin,“ segir Ingi. Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Meðaleinkunnir nýnema framhaldsskólanna á næsta skólaári er sú hæsta frá upphafi. Skólameistari Verzlunarskóla Íslands segir verðbólgumyndun greinilega í einkunnum nemenda úr grunnskólum landsins. „Það er greinilegt að einkunnir úr grunnskólum hafa farið stigvaxandi frá því að samræmdu prófin voru lögð af,“ segir Ingi Ólafsson, skólameistari Verzlunarskóla Íslands. Meðaleinkunn nýnema í stærðfræði árið 2004 var 7,8 á samræmdu prófunum. Áratug síðar var meðaleinkunn nýnema 9,2 í stærðfræði. Samræmd próf við lok grunnskóla hafa ekki verið haldin síðan 2008. „Við getum ekki séð að nýnemi í fyrra hafi verið betri námsmaður en fyrir áratug. Þar bendir fátt til þess að nemandi með 9,0 árið 2014 standi sig betur en nemandi með 8,0 árið 2004.“ Ingi segir mikla einkunnaverðbólgu hafa átt sér stað á síðustu árum og að engum sé greiði gerður með að veita nemanda hærri einkunn en hann á skilið. „Ég trúi því ekki að þessi verðbólga eigi aðeins við okkur í Verzlunarskólanum og þætti mér gaman að sjá hvernig þessu er háttað í öðrum skólum,“ segir Ingi.Sjá einnig: Einkunnaverðbólga á Íslandi? Verzló hafnaði 60 nemendum með níu eða yfir í meðaleinkunnIngi Ólafsson skólameistari.Vísir/ValliAlls bárust 4.045 umsóknir um skólavist í framhaldsskólum landsins næsta vetur. 83 prósent nýnema komust inn í þann framhaldsskóla sem þeir völdu sem fyrsta val og 15 prósent nýnema komust inn í þann skóla sem þau völdu sem annað val. Tæplega eitt hundrað nýnemar fengu inni í skóla sem þeir völdu ekki sem fyrsta eða annað val. Því var þeim úthlutað öðrum skóla. Í flestum tilvikum tókst að innrita nemendur í skóla í þeirra nærumhverfi. Sá hópur sem komst ekki inn í þá skóla sem hann valdi er mun stærri en í fyrra og hefur hann stækkað um 67 prósent.Sjá einnig: Stór hluti þeirra sem sóttu um í Verzló mun ekki fá inngöngu Meðaleinkunnir þeirra sem innrituðust í fjóra vinsælustu skólana í ár eru mjög háar. 9,28 er meðaleinkunn nýnema í Verzlunarskólanum. Nýnemar MR með 9,23, 8,81 er meðaleinkunn nýnema í MH og nánast sama í Kvennaskólanum. Ingi telur eðlilegast að menn horfi aftur til þeirra tíma þegar sanngjarnt viðmið var haft að leiðarljósi við mat nemenda inn í framhaldsskóla landsins og telur vænlegt að horfa til upptöku samræmdra prófa á nýjan leik. „Svarið við því hvort ég vilji samræmdu prófin aftur er já. Að því gefnu að við eigum að taka inn nemendur byggða á einkunn. Sú staða sem upp er komin núna er eiginlega bull og vitleysa,“ segir Ingi. „Frá því þetta var opnað fyrir nemendum hefur pósthólf mitt fyllst af reiðum foreldrum vegna þess að börn með góðar einkunnir komast ekki inn hjá okkur. Við þurfum að skoða þá stöðu sem upp er komin,“ segir Ingi.
Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira