Sumargötur valda ónæði á Vatnsstíg Viktoría Hermannsdóttir skrifar 20. maí 2015 07:00 Mikil umferð er um götuna vegna lokunar á Laugavegi. Veldur þetta íbúum miklu ónæði. Fréttablaðið/Pjetur Íbúar við Vatnsstíg eru ósáttir við Sumargötur í Reykjavík. „Þetta er í raun versta gatan til að beina umferð niður upp á mengun að gera því hún gengur ekki þvert á Laugaveg og þarna myndast alltaf teppa þegar bílar þurfa að beygja niður af Laugavegi,“ segir Valgerður Árnadóttir íbúi á Vatnsstíg.Valgerður ÁrnadóttirVið opnun Sumargatna er Laugavegi lokað fyrir bílaumferð við Vatnsstíg og umferð beint þar niður. Íbúar segja þetta skapa mikil óþægindi þar sem umferð sé mun meiri en vanalega og það valdi miklum hávaða og mengun. „Um helgina var lokað við Vatnsstíg á föstudagskvöld fram á morgun, þá var opnað meðan búðir voru opnar til klukkan 17, svo var lokað aftur og þá var í raun bara verið að beina djammrúntinum niður okkar litlu götu. Það voru svo mikil læti, öskur og flaut að við gátum ekki sofið,“ segir Valgerður. Hún segir íbúa hafa kvartað ítrekað við borgaryfirvöld yfir þessu fyrirkomulagi. Valgerður segir íbúa vera hlynnta Laugavegslokun en vilja að Laugavegurinn sé allur lokaður eða verði lokað við Barónsstíg þar sem sé tvístefna, ekki einstefna líkt og á Vatnsstíg. „Við höfum kvartað en þeir gera aldrei neitt í þessu. Við þurfum að þola stanslausan hávaða og mengun. Ég get ekki haft opna glugga hjá mér á heitasta tímanum. Borgarstjórn er að reka síðustu íbúana úr hverfinu, maður býður ekki börnunum sínum upp á þetta. Okkur sem elskum miðbæinn finnst við vera tilneydd til þess að flytja,“ segir Valgerður. Hún hefur sett af stað undirskriftalista þar sem þessu er mótmælt. Tæplega 250 manns hafa skrifað undir þar sem borgarstjórn er hvött til þess að loka Laugaveginum öllum og í stað þess bæta aðgengi fyrir fatlaða við Laugaveginn.Hjálmar SveinssonHjálmar Sveinsson, varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir vel koma til greina að endurskoða lokunina við Vatnsstíg. Það verði hins vegar ekki gert fyrr en í haust. „Það hefur oft verið rætt um að það væri að sumu leyti eðlilegra að hafa þetta við Frakkastíg. Það er hins vegar svolítið flókið þar sem á því bili eru nokkrar innkeyrslur þar sem eru meðal annars íbúðarhús í bakhúsum. Þeir sem þarna búa þurfa að komast leiðar sinnar og það er ein ástæða þess að Sumargatan hefur byrjað við Vatnsstíg. En það er ekkert því til fyrirstöðu að skoða þetta í september þegar þessu tímabili lýkur,“ segir hann. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira
Íbúar við Vatnsstíg eru ósáttir við Sumargötur í Reykjavík. „Þetta er í raun versta gatan til að beina umferð niður upp á mengun að gera því hún gengur ekki þvert á Laugaveg og þarna myndast alltaf teppa þegar bílar þurfa að beygja niður af Laugavegi,“ segir Valgerður Árnadóttir íbúi á Vatnsstíg.Valgerður ÁrnadóttirVið opnun Sumargatna er Laugavegi lokað fyrir bílaumferð við Vatnsstíg og umferð beint þar niður. Íbúar segja þetta skapa mikil óþægindi þar sem umferð sé mun meiri en vanalega og það valdi miklum hávaða og mengun. „Um helgina var lokað við Vatnsstíg á föstudagskvöld fram á morgun, þá var opnað meðan búðir voru opnar til klukkan 17, svo var lokað aftur og þá var í raun bara verið að beina djammrúntinum niður okkar litlu götu. Það voru svo mikil læti, öskur og flaut að við gátum ekki sofið,“ segir Valgerður. Hún segir íbúa hafa kvartað ítrekað við borgaryfirvöld yfir þessu fyrirkomulagi. Valgerður segir íbúa vera hlynnta Laugavegslokun en vilja að Laugavegurinn sé allur lokaður eða verði lokað við Barónsstíg þar sem sé tvístefna, ekki einstefna líkt og á Vatnsstíg. „Við höfum kvartað en þeir gera aldrei neitt í þessu. Við þurfum að þola stanslausan hávaða og mengun. Ég get ekki haft opna glugga hjá mér á heitasta tímanum. Borgarstjórn er að reka síðustu íbúana úr hverfinu, maður býður ekki börnunum sínum upp á þetta. Okkur sem elskum miðbæinn finnst við vera tilneydd til þess að flytja,“ segir Valgerður. Hún hefur sett af stað undirskriftalista þar sem þessu er mótmælt. Tæplega 250 manns hafa skrifað undir þar sem borgarstjórn er hvött til þess að loka Laugaveginum öllum og í stað þess bæta aðgengi fyrir fatlaða við Laugaveginn.Hjálmar SveinssonHjálmar Sveinsson, varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir vel koma til greina að endurskoða lokunina við Vatnsstíg. Það verði hins vegar ekki gert fyrr en í haust. „Það hefur oft verið rætt um að það væri að sumu leyti eðlilegra að hafa þetta við Frakkastíg. Það er hins vegar svolítið flókið þar sem á því bili eru nokkrar innkeyrslur þar sem eru meðal annars íbúðarhús í bakhúsum. Þeir sem þarna búa þurfa að komast leiðar sinnar og það er ein ástæða þess að Sumargatan hefur byrjað við Vatnsstíg. En það er ekkert því til fyrirstöðu að skoða þetta í september þegar þessu tímabili lýkur,“ segir hann.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira