Sumargötur valda ónæði á Vatnsstíg Viktoría Hermannsdóttir skrifar 20. maí 2015 07:00 Mikil umferð er um götuna vegna lokunar á Laugavegi. Veldur þetta íbúum miklu ónæði. Fréttablaðið/Pjetur Íbúar við Vatnsstíg eru ósáttir við Sumargötur í Reykjavík. „Þetta er í raun versta gatan til að beina umferð niður upp á mengun að gera því hún gengur ekki þvert á Laugaveg og þarna myndast alltaf teppa þegar bílar þurfa að beygja niður af Laugavegi,“ segir Valgerður Árnadóttir íbúi á Vatnsstíg.Valgerður ÁrnadóttirVið opnun Sumargatna er Laugavegi lokað fyrir bílaumferð við Vatnsstíg og umferð beint þar niður. Íbúar segja þetta skapa mikil óþægindi þar sem umferð sé mun meiri en vanalega og það valdi miklum hávaða og mengun. „Um helgina var lokað við Vatnsstíg á föstudagskvöld fram á morgun, þá var opnað meðan búðir voru opnar til klukkan 17, svo var lokað aftur og þá var í raun bara verið að beina djammrúntinum niður okkar litlu götu. Það voru svo mikil læti, öskur og flaut að við gátum ekki sofið,“ segir Valgerður. Hún segir íbúa hafa kvartað ítrekað við borgaryfirvöld yfir þessu fyrirkomulagi. Valgerður segir íbúa vera hlynnta Laugavegslokun en vilja að Laugavegurinn sé allur lokaður eða verði lokað við Barónsstíg þar sem sé tvístefna, ekki einstefna líkt og á Vatnsstíg. „Við höfum kvartað en þeir gera aldrei neitt í þessu. Við þurfum að þola stanslausan hávaða og mengun. Ég get ekki haft opna glugga hjá mér á heitasta tímanum. Borgarstjórn er að reka síðustu íbúana úr hverfinu, maður býður ekki börnunum sínum upp á þetta. Okkur sem elskum miðbæinn finnst við vera tilneydd til þess að flytja,“ segir Valgerður. Hún hefur sett af stað undirskriftalista þar sem þessu er mótmælt. Tæplega 250 manns hafa skrifað undir þar sem borgarstjórn er hvött til þess að loka Laugaveginum öllum og í stað þess bæta aðgengi fyrir fatlaða við Laugaveginn.Hjálmar SveinssonHjálmar Sveinsson, varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir vel koma til greina að endurskoða lokunina við Vatnsstíg. Það verði hins vegar ekki gert fyrr en í haust. „Það hefur oft verið rætt um að það væri að sumu leyti eðlilegra að hafa þetta við Frakkastíg. Það er hins vegar svolítið flókið þar sem á því bili eru nokkrar innkeyrslur þar sem eru meðal annars íbúðarhús í bakhúsum. Þeir sem þarna búa þurfa að komast leiðar sinnar og það er ein ástæða þess að Sumargatan hefur byrjað við Vatnsstíg. En það er ekkert því til fyrirstöðu að skoða þetta í september þegar þessu tímabili lýkur,“ segir hann. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Íbúar við Vatnsstíg eru ósáttir við Sumargötur í Reykjavík. „Þetta er í raun versta gatan til að beina umferð niður upp á mengun að gera því hún gengur ekki þvert á Laugaveg og þarna myndast alltaf teppa þegar bílar þurfa að beygja niður af Laugavegi,“ segir Valgerður Árnadóttir íbúi á Vatnsstíg.Valgerður ÁrnadóttirVið opnun Sumargatna er Laugavegi lokað fyrir bílaumferð við Vatnsstíg og umferð beint þar niður. Íbúar segja þetta skapa mikil óþægindi þar sem umferð sé mun meiri en vanalega og það valdi miklum hávaða og mengun. „Um helgina var lokað við Vatnsstíg á föstudagskvöld fram á morgun, þá var opnað meðan búðir voru opnar til klukkan 17, svo var lokað aftur og þá var í raun bara verið að beina djammrúntinum niður okkar litlu götu. Það voru svo mikil læti, öskur og flaut að við gátum ekki sofið,“ segir Valgerður. Hún segir íbúa hafa kvartað ítrekað við borgaryfirvöld yfir þessu fyrirkomulagi. Valgerður segir íbúa vera hlynnta Laugavegslokun en vilja að Laugavegurinn sé allur lokaður eða verði lokað við Barónsstíg þar sem sé tvístefna, ekki einstefna líkt og á Vatnsstíg. „Við höfum kvartað en þeir gera aldrei neitt í þessu. Við þurfum að þola stanslausan hávaða og mengun. Ég get ekki haft opna glugga hjá mér á heitasta tímanum. Borgarstjórn er að reka síðustu íbúana úr hverfinu, maður býður ekki börnunum sínum upp á þetta. Okkur sem elskum miðbæinn finnst við vera tilneydd til þess að flytja,“ segir Valgerður. Hún hefur sett af stað undirskriftalista þar sem þessu er mótmælt. Tæplega 250 manns hafa skrifað undir þar sem borgarstjórn er hvött til þess að loka Laugaveginum öllum og í stað þess bæta aðgengi fyrir fatlaða við Laugaveginn.Hjálmar SveinssonHjálmar Sveinsson, varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir vel koma til greina að endurskoða lokunina við Vatnsstíg. Það verði hins vegar ekki gert fyrr en í haust. „Það hefur oft verið rætt um að það væri að sumu leyti eðlilegra að hafa þetta við Frakkastíg. Það er hins vegar svolítið flókið þar sem á því bili eru nokkrar innkeyrslur þar sem eru meðal annars íbúðarhús í bakhúsum. Þeir sem þarna búa þurfa að komast leiðar sinnar og það er ein ástæða þess að Sumargatan hefur byrjað við Vatnsstíg. En það er ekkert því til fyrirstöðu að skoða þetta í september þegar þessu tímabili lýkur,“ segir hann.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira