Sumargötur valda ónæði á Vatnsstíg Viktoría Hermannsdóttir skrifar 20. maí 2015 07:00 Mikil umferð er um götuna vegna lokunar á Laugavegi. Veldur þetta íbúum miklu ónæði. Fréttablaðið/Pjetur Íbúar við Vatnsstíg eru ósáttir við Sumargötur í Reykjavík. „Þetta er í raun versta gatan til að beina umferð niður upp á mengun að gera því hún gengur ekki þvert á Laugaveg og þarna myndast alltaf teppa þegar bílar þurfa að beygja niður af Laugavegi,“ segir Valgerður Árnadóttir íbúi á Vatnsstíg.Valgerður ÁrnadóttirVið opnun Sumargatna er Laugavegi lokað fyrir bílaumferð við Vatnsstíg og umferð beint þar niður. Íbúar segja þetta skapa mikil óþægindi þar sem umferð sé mun meiri en vanalega og það valdi miklum hávaða og mengun. „Um helgina var lokað við Vatnsstíg á föstudagskvöld fram á morgun, þá var opnað meðan búðir voru opnar til klukkan 17, svo var lokað aftur og þá var í raun bara verið að beina djammrúntinum niður okkar litlu götu. Það voru svo mikil læti, öskur og flaut að við gátum ekki sofið,“ segir Valgerður. Hún segir íbúa hafa kvartað ítrekað við borgaryfirvöld yfir þessu fyrirkomulagi. Valgerður segir íbúa vera hlynnta Laugavegslokun en vilja að Laugavegurinn sé allur lokaður eða verði lokað við Barónsstíg þar sem sé tvístefna, ekki einstefna líkt og á Vatnsstíg. „Við höfum kvartað en þeir gera aldrei neitt í þessu. Við þurfum að þola stanslausan hávaða og mengun. Ég get ekki haft opna glugga hjá mér á heitasta tímanum. Borgarstjórn er að reka síðustu íbúana úr hverfinu, maður býður ekki börnunum sínum upp á þetta. Okkur sem elskum miðbæinn finnst við vera tilneydd til þess að flytja,“ segir Valgerður. Hún hefur sett af stað undirskriftalista þar sem þessu er mótmælt. Tæplega 250 manns hafa skrifað undir þar sem borgarstjórn er hvött til þess að loka Laugaveginum öllum og í stað þess bæta aðgengi fyrir fatlaða við Laugaveginn.Hjálmar SveinssonHjálmar Sveinsson, varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir vel koma til greina að endurskoða lokunina við Vatnsstíg. Það verði hins vegar ekki gert fyrr en í haust. „Það hefur oft verið rætt um að það væri að sumu leyti eðlilegra að hafa þetta við Frakkastíg. Það er hins vegar svolítið flókið þar sem á því bili eru nokkrar innkeyrslur þar sem eru meðal annars íbúðarhús í bakhúsum. Þeir sem þarna búa þurfa að komast leiðar sinnar og það er ein ástæða þess að Sumargatan hefur byrjað við Vatnsstíg. En það er ekkert því til fyrirstöðu að skoða þetta í september þegar þessu tímabili lýkur,“ segir hann. Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Íbúar við Vatnsstíg eru ósáttir við Sumargötur í Reykjavík. „Þetta er í raun versta gatan til að beina umferð niður upp á mengun að gera því hún gengur ekki þvert á Laugaveg og þarna myndast alltaf teppa þegar bílar þurfa að beygja niður af Laugavegi,“ segir Valgerður Árnadóttir íbúi á Vatnsstíg.Valgerður ÁrnadóttirVið opnun Sumargatna er Laugavegi lokað fyrir bílaumferð við Vatnsstíg og umferð beint þar niður. Íbúar segja þetta skapa mikil óþægindi þar sem umferð sé mun meiri en vanalega og það valdi miklum hávaða og mengun. „Um helgina var lokað við Vatnsstíg á föstudagskvöld fram á morgun, þá var opnað meðan búðir voru opnar til klukkan 17, svo var lokað aftur og þá var í raun bara verið að beina djammrúntinum niður okkar litlu götu. Það voru svo mikil læti, öskur og flaut að við gátum ekki sofið,“ segir Valgerður. Hún segir íbúa hafa kvartað ítrekað við borgaryfirvöld yfir þessu fyrirkomulagi. Valgerður segir íbúa vera hlynnta Laugavegslokun en vilja að Laugavegurinn sé allur lokaður eða verði lokað við Barónsstíg þar sem sé tvístefna, ekki einstefna líkt og á Vatnsstíg. „Við höfum kvartað en þeir gera aldrei neitt í þessu. Við þurfum að þola stanslausan hávaða og mengun. Ég get ekki haft opna glugga hjá mér á heitasta tímanum. Borgarstjórn er að reka síðustu íbúana úr hverfinu, maður býður ekki börnunum sínum upp á þetta. Okkur sem elskum miðbæinn finnst við vera tilneydd til þess að flytja,“ segir Valgerður. Hún hefur sett af stað undirskriftalista þar sem þessu er mótmælt. Tæplega 250 manns hafa skrifað undir þar sem borgarstjórn er hvött til þess að loka Laugaveginum öllum og í stað þess bæta aðgengi fyrir fatlaða við Laugaveginn.Hjálmar SveinssonHjálmar Sveinsson, varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir vel koma til greina að endurskoða lokunina við Vatnsstíg. Það verði hins vegar ekki gert fyrr en í haust. „Það hefur oft verið rætt um að það væri að sumu leyti eðlilegra að hafa þetta við Frakkastíg. Það er hins vegar svolítið flókið þar sem á því bili eru nokkrar innkeyrslur þar sem eru meðal annars íbúðarhús í bakhúsum. Þeir sem þarna búa þurfa að komast leiðar sinnar og það er ein ástæða þess að Sumargatan hefur byrjað við Vatnsstíg. En það er ekkert því til fyrirstöðu að skoða þetta í september þegar þessu tímabili lýkur,“ segir hann.
Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira