Lífið

Gísli Pálmi heldur útgáfutónleika

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Gísli Pálmi hyggst fara með þetta alla leið á útgáfutónleikum sínum í Gamla bíói.
Gísli Pálmi hyggst fara með þetta alla leið á útgáfutónleikum sínum í Gamla bíói.
Gísli Pálmi fagnar útgáfu fyrstu plötu sinnar með útgáfutónleikum þann 4. júní. Platan, sem kom út þann 16. apríl síðastliðinn ber nafnið Gísli Pálmi og hefur fengið góðar viðtökur.

Ásmundur Jónsson, eigandi útgáfunnar og verslunarinnar Smekkleysu, sagði í viðtali við Fréttablaðið á útgáfudaginn að hún færi á stall með plötunni Kveikur með hljómsveitinni Sigur Rós þegar kemur að sölu á fyrsta degi.

„Ég átti ekki von á því að það yrðu svona mikil læti í kringum þetta, ég er bara að gera mitt. Þann 4. júní ætla ég að halda uppá útgáfuna, ég er með gott teymi á bakvið mig og við ætlum að fara með þetta alla leið,“ sagði Gísli Pálmi. „Það mun koma í ljós en verður eitthvað rosalegt,“ segir hann þegar hann er spurður hverjir muni hita upp.

Tónleikarnir verða í Gamla bíói og hefst miðasala á fimmtudaginn á vefsíðunni Tix.is.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×